Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála

Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harma að Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, hafi sagt af sér sem fyrsti vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) í dag. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem hún birti á Face­book-­síðu sinni í kvöld.

„Vil­hjálmur hefur verið óþreyt­andi bar­áttu­maður fyrir bættum hag verka­fólks og heim­ila og öfl­ugur banda­maður minn og Efl­ingar á síð­ustu árum. Mik­ill missir er að honum úr sæti vara­for­seta Alþýðu­sam­bands­ins,“ skrifar hún.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins (SA) og ASÍ höfðu átt í ófor­m­­­legum við­ræðum um nokk­­­urt skeið um mála­­­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­­­kostn­aði fyr­ir­tæki. Á mán­u­dag sendi SA for­m­­­legt erindi þess efnis til samn­inga­­­nefndar ASÍ, sem var í dag hafnað með því afdrátt­­­ar­­­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­­­ingin léði ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­­­kostn­að­­­ar. Vil­hjálmur var ósam­mála því að hafna leið SA og sagði af sér emb­ætti í kjöl­far­ið. 

Auglýsing

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, sagði sig úr mið­­stjórn ASÍ strax á mán­u­dag­inn og sagði hann í sam­tali við Kjarn­ann í dag að hann teldi að kröftum sínum væri að svo stöddu ekki vel varið í að taka þátt í starfi innan sam­­bands­ins.

Hafn­aði að frek­ari byrgðum yrði velt yfir á vinn­andi fólk

Sól­veig Anna segir í yfir­lýs­ingu sinni að vegna vís­unar í umræður á vett­vangi samn­inga­nefndar ASÍ vilji hún taka fram að hún hafi fyrir hönd Efl­ingar hafnað því með öllu að frek­ari byrðum vegna Covid-19 far­ald­urs­ins, umfram það sem þegar er, verði velt yfir á vinn­andi fólk.

„Af­staða mín er sú að ef frek­ari stuðn­ings­að­gerða við vinnu­mark­að­inn sé þörf þá eigi ríkið að standa við fyr­ir­heit sín um við­bót­ar­að­gerð­ir, til dæmis með frek­ari rýmkun hluta­bóta­leið­innar eða tíma­bund­inni lækkun trygg­inga­gjalds. ­Mikið svig­rúm er til staðar í fjár­málum hins opin­bera og núver­andi aðgerða­pakki enn tals­vert minni en það sem sést hefur hjá nágranna­lönd­um. Meðan svo er get ég ekki fall­ist á að verka­lýðs­hreyf­ingin gefi afslátt af kjörum sinna félags­manna, allra síst lág­launa­fólks sem nú þegar berst í bökkum og hefur gert lengi. Ég hafna því að verka­lýðs­hreyf­ingin taki frum­kvæði að til­lögum um slíkt. Þessu hef ég komið skýrt á fram­færi á vett­vangi Alþýðu­sam­bands­ins,“ skrifar hún.

Þá bendir hún á að engum dylj­ist að miklir gallar séu á mörgum þáttum íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins, „en það getur ekki þýtt að lág­launa­fólk sem þiggur smán­ar­lega lágar líf­eyr­is­greiðslur við starfs­lok eigi að nota þær greiðslur til að kaupa atvinnu­rek­endur frá kostn­aði við að standa við kjara­bætur sem unn­ust með harðri bar­áttu verka­fólks.“

Sól­veig Anna hvetur í yfir­lýs­ing­unni til þess að verka­lýðs­hreyf­ingin standi saman og vinni af yfir­vegun við úrlausn þeirra miklu verk­efna sem við okkur blasa vegna Covid-19 veiru­far­ald­urs­ins.

Yfir­lýs­ing vegna afsagnar 1. vara­for­seta ASÍ Ég harma að Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness hafi...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, April 1, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent