Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála

Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harma að Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, hafi sagt af sér sem fyrsti vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) í dag. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem hún birti á Face­book-­síðu sinni í kvöld.

„Vil­hjálmur hefur verið óþreyt­andi bar­áttu­maður fyrir bættum hag verka­fólks og heim­ila og öfl­ugur banda­maður minn og Efl­ingar á síð­ustu árum. Mik­ill missir er að honum úr sæti vara­for­seta Alþýðu­sam­bands­ins,“ skrifar hún.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins (SA) og ASÍ höfðu átt í ófor­m­­­legum við­ræðum um nokk­­­urt skeið um mála­­­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­­­kostn­aði fyr­ir­tæki. Á mán­u­dag sendi SA for­m­­­legt erindi þess efnis til samn­inga­­­nefndar ASÍ, sem var í dag hafnað með því afdrátt­­­ar­­­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­­­ingin léði ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­­­kostn­að­­­ar. Vil­hjálmur var ósam­mála því að hafna leið SA og sagði af sér emb­ætti í kjöl­far­ið. 

Auglýsing

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, sagði sig úr mið­­stjórn ASÍ strax á mán­u­dag­inn og sagði hann í sam­tali við Kjarn­ann í dag að hann teldi að kröftum sínum væri að svo stöddu ekki vel varið í að taka þátt í starfi innan sam­­bands­ins.

Hafn­aði að frek­ari byrgðum yrði velt yfir á vinn­andi fólk

Sól­veig Anna segir í yfir­lýs­ingu sinni að vegna vís­unar í umræður á vett­vangi samn­inga­nefndar ASÍ vilji hún taka fram að hún hafi fyrir hönd Efl­ingar hafnað því með öllu að frek­ari byrðum vegna Covid-19 far­ald­urs­ins, umfram það sem þegar er, verði velt yfir á vinn­andi fólk.

„Af­staða mín er sú að ef frek­ari stuðn­ings­að­gerða við vinnu­mark­að­inn sé þörf þá eigi ríkið að standa við fyr­ir­heit sín um við­bót­ar­að­gerð­ir, til dæmis með frek­ari rýmkun hluta­bóta­leið­innar eða tíma­bund­inni lækkun trygg­inga­gjalds. ­Mikið svig­rúm er til staðar í fjár­málum hins opin­bera og núver­andi aðgerða­pakki enn tals­vert minni en það sem sést hefur hjá nágranna­lönd­um. Meðan svo er get ég ekki fall­ist á að verka­lýðs­hreyf­ingin gefi afslátt af kjörum sinna félags­manna, allra síst lág­launa­fólks sem nú þegar berst í bökkum og hefur gert lengi. Ég hafna því að verka­lýðs­hreyf­ingin taki frum­kvæði að til­lögum um slíkt. Þessu hef ég komið skýrt á fram­færi á vett­vangi Alþýðu­sam­bands­ins,“ skrifar hún.

Þá bendir hún á að engum dylj­ist að miklir gallar séu á mörgum þáttum íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins, „en það getur ekki þýtt að lág­launa­fólk sem þiggur smán­ar­lega lágar líf­eyr­is­greiðslur við starfs­lok eigi að nota þær greiðslur til að kaupa atvinnu­rek­endur frá kostn­aði við að standa við kjara­bætur sem unn­ust með harðri bar­áttu verka­fólks.“

Sól­veig Anna hvetur í yfir­lýs­ing­unni til þess að verka­lýðs­hreyf­ingin standi saman og vinni af yfir­vegun við úrlausn þeirra miklu verk­efna sem við okkur blasa vegna Covid-19 veiru­far­ald­urs­ins.

Yfir­lýs­ing vegna afsagnar 1. vara­for­seta ASÍ Ég harma að Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness hafi...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, April 1, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent