Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna COVID-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem fjölskyldum hinna látnu er vottuð samúð.
Fjórir hafa nú látist vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hér á landi. Ástralskur ferðamaður lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík um miðjan mars og íslensk kona á Landspítalanum í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest COVID-19 smit núna 42. Frá upphafi faraldursins hafa 72 þurft á innlögn að halda. Á gjörgæslu eru ellefu sjúklingar með sjúkdóminn, þar af átta í öndunarvél.
Auglýsing