Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík

Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.

Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Auglýsing

Aðgerða­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum hef­ur, í ljósi nýrra smitrakn­inga á norð­an­verðum Vest­fjörð­um, ákveðið að herða aðgerðir til varnar COVID-19 á Suð­ur­eyri, Flat­eyri, Þing­eyri og Súða­vík. Þar verður leik- og grunn­skólum lokað frá og með morg­un­deg­inum og sam­komu­bann miðað við fimm manns. Þá mega ekki fleiri en 30 manns fara inn í stærri versl­an­ir.

Áður hafði verið gripið til sömu aðgerða í Bol­ung­ar­vík og á Ísa­firði og eru þær enn í gildi, en tugir smita hafa greinst á norð­an­verðum Vest­fjörðum und­an­farna daga, þar af fimm ný smit síð­asta sól­ar­hring sem nú er verið að rekja. Einnig er verið að bíða eftir að nokkur fjöldi sýna af svæð­inu komi úr grein­ingu.

„Fólk sem finnur til ein­kenna á að halda sig heima og hafa sam­band við Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða í síma 450 4500 eða á heilsu­ver­a.­is. Tekin eru sýni alla virka daga á Ísa­firði kl. 10-11, en fyrst þarf að fá sam­band við lækni. Spurn­ingum um sjúk­dóm­inn sjálfan er mörgum svarað á covid.­is. Frek­ari upp­lýs­ingar um þessar reglur verða veittar í net­fang­inu yfir­stjorn-l­vf@logregl­an.is og á Face­book-­síðu Lög­regl­unnar á Vest­fjörð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu frá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þung staða hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða

Nokkur smit hafa greinst á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík und­an­farna daga og þar hefur starfs­fólk þurft að fara í sótt­kví, sem leitt hefur til mönn­un­ar­vanda hjá heil­brigð­is­stofn­un­inni, sem einnig vantar fólk til starfa á bráða­deild.

Auglýsing

Bæði sjúkra­liðar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar hafa verið hvattir til þess að bjóða sig tíma­bundið fram til starfa á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Fram kom á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að nægi­legur fjöldi sjúkra­liða hefði þegar boðið sig fram, en að enn vant­aði hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Í ljósi nýrra smitrakn­inga á norð­an­verðum Vest­fjörðum hefur aðgerða­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum í sam­ráði við...

Posted by Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra on Sunday, April 5, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent