Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík

Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.

Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Auglýsing

Aðgerða­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum hef­ur, í ljósi nýrra smitrakn­inga á norð­an­verðum Vest­fjörð­um, ákveðið að herða aðgerðir til varnar COVID-19 á Suð­ur­eyri, Flat­eyri, Þing­eyri og Súða­vík. Þar verður leik- og grunn­skólum lokað frá og með morg­un­deg­inum og sam­komu­bann miðað við fimm manns. Þá mega ekki fleiri en 30 manns fara inn í stærri versl­an­ir.

Áður hafði verið gripið til sömu aðgerða í Bol­ung­ar­vík og á Ísa­firði og eru þær enn í gildi, en tugir smita hafa greinst á norð­an­verðum Vest­fjörðum und­an­farna daga, þar af fimm ný smit síð­asta sól­ar­hring sem nú er verið að rekja. Einnig er verið að bíða eftir að nokkur fjöldi sýna af svæð­inu komi úr grein­ingu.

„Fólk sem finnur til ein­kenna á að halda sig heima og hafa sam­band við Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða í síma 450 4500 eða á heilsu­ver­a.­is. Tekin eru sýni alla virka daga á Ísa­firði kl. 10-11, en fyrst þarf að fá sam­band við lækni. Spurn­ingum um sjúk­dóm­inn sjálfan er mörgum svarað á covid.­is. Frek­ari upp­lýs­ingar um þessar reglur verða veittar í net­fang­inu yfir­stjorn-l­vf@logregl­an.is og á Face­book-­síðu Lög­regl­unnar á Vest­fjörð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu frá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þung staða hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða

Nokkur smit hafa greinst á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík und­an­farna daga og þar hefur starfs­fólk þurft að fara í sótt­kví, sem leitt hefur til mönn­un­ar­vanda hjá heil­brigð­is­stofn­un­inni, sem einnig vantar fólk til starfa á bráða­deild.

Auglýsing

Bæði sjúkra­liðar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar hafa verið hvattir til þess að bjóða sig tíma­bundið fram til starfa á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Fram kom á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að nægi­legur fjöldi sjúkra­liða hefði þegar boðið sig fram, en að enn vant­aði hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Í ljósi nýrra smitrakn­inga á norð­an­verðum Vest­fjörðum hefur aðgerða­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum í sam­ráði við...

Posted by Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra on Sunday, April 5, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent