Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19

Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.

Kórónaveiran
Auglýsing

Yfir­völd í Kína greindu frá því í gær að eng­inn hefði lát­ist af völdum COVID-19 sjúk­dóms­ins þar í landi í dag, í fyrsta sinn frá því í jan­ú­ar. Stefnt er að því að aflétta enn frekar tak­mörk­unum á sam­neyti fólks í Wuhan-­borg en þar á veiran upp­runa s­inn.

Lífið í Wu­han hefur smám saman verið að fær­ast nær eðli­legu horfi síð­ustu vik­ur. Neð­an­jarð­ar­lest­irnar hófu að ganga á ný í lok mars og stefnt er að því að aflétta banni á ferða­lögum inn og út úr borg­inni á morg­un, mið­viku­dag.

Auglýsing

Sam­kvæmt op­in­berum tölum hafa ríf­lega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta ­kosti 3.330 hafa lát­ist úr sjúk­dómnum sem hún veld­ur.

Í frétt New York Times segir að margir haldið því fram að dán­ar­talan sé mun hærri. ­Banda­ríska leyni­þjón­ustan telur sig hafa heim­ildir fyrir því að stjórn­völd hafi logið til um fjölda veikra og lát­inna. Því sé í raun ekki vitað hversu margir hafi sýkst og týnt lífi í far­aldr­in­um.

Kín­versk ­stjórn­völd hafa lagt sig fram við að þagga niður í umræðu á net­inu um ástand­ið í Wuhan og Hubei-hér­aði, segir í frétt New York Times. Einnig hafi áhersla verið lögð á það að hinir látnu væru grafnir í kyrr­þey.

Yfir­völd í Kína hafa opin­ber­lega sagt að nær öll ný smit í land­inu hafi greinst í fólki ­sem var að koma frá útlönd­um.

Ítrek­að hefur komið fram í máli margra sér­fræð­inga í far­alds­fræðum að ekki sé hægt að bera saman fjölda greindra milli landa. Í Kína eru til­felli þar sem sýkt fólk er ein­kenna­laust t.d. ekki talin með í fjölda sýk­inga. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent