Ekkert einfalt svar til við því af hverju Viðreisn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki

Fyrrverandi formaður Viðreisnar segir að þær viðræður sem best hafi gengið eftir kosningarnar 2016 hafi verið við Samfylkingu og Pírata. Þegar Vinstri græn hafi komið inn í þær viðræður hafi öll mál sem Viðreisn taldi til umbóta verið stöðvuð.

Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, segir að þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem gengið hafi best eftir kosn­ing­arnar 2016 hafi verið þegar flokkur hans og Björt fram­tíð ræddu við Sam­fylk­ingu og Pírata. „Þar hefðum við náð fram flestum af okkar málum til umbóta í land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­um­sókn­ina. En þessir flokkar höfðu bara sam­an­lagt 24 þing­menn af 63. Þegar VG [Vinstri græn] kom inn í við­ræð­urnar stopp­uðu öll þessi mál.“

Við­reisn og Björt fram­tíð mynd­uðu á end­anum rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokk, sem hafði eins manns meiri­hluta, í jan­úar 2017 en sú varð skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­tím­ans og sprakk á end­anum í sept­em­ber sama ár vegna upp­reist æru-­máls­ins. Björt fram­tíð þurrk­að­ist í kjöl­farið út og Við­reisn tap­aði tölu­verðu fylgi á meðan að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt stöðu sinni sem stærsti flokkur lands­ins og mynd­aði rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki eftir kosn­ing­arnar 2017.

Auglýsing
Þetta segir Bene­dikt í umræðum á þræði á Face­book-­síðu sinni þar sem hann reynir að svara spurn­ingu Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um hvað hafi valdið því að Við­reisn hefði hleypt Sjálf­stæð­is­flokknum aftur í valda­stöður eftir kosn­ing­arnar haustið 2016. Bene­dikt segir ekk­ert ein­falt svar við spurn­ingu þing­manns­ins. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk þriðj­ung þing­manna í kosn­ing­unum 2016. Fram­sókn og VG sam­tals 18. Það var því aug­ljóst að fram­sókn­ar­flokk­arnir þrír hefðu meiri­hluta og höfðu örugg­lega mikla löngun til þess að mynda stjórn saman þá þegar um óbreytt ástand eins og þau gerðu ári síð­ar. Þegar þannig háttar er stærð­fræði­lega ómögu­legt að mynda meiri­hluta­stjórn án eins þess­ara stöðn­un­ar­flokka. Þetta varð til þess að lík­lega hafa engar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður tekið jafn­langan tíma í ára­tugi. Við­reisn og BF voru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum til hægri og vinstri í rúm­lega tvo mán­uð­i.“

Segir frjáls­lynt fólk dreifast á marga flokka

Á end­anum hafi nið­ur­stað­an, að sögn Bene­dikts, verið sú að mynda stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Bjartri fram­tíð sem hann vill meina að flokkur hans hafi náð ýmsum góðum málum fram í. Stjórnin hafi hins vegar ekki verið nægi­lega lang­líf til að ljúka þeim.

Bene­dikt segir að það sé auð­velt að vera alltaf á móti, en í kerfi eins og því íslenska ólík­legt að einn flokkur nái aðstöðu til þess að fá öll sín mál fram. „Við sjáum núna að íhalds­flokk­arnir hafa náð saman um ráð­herra­stól­ana og halla á rík­is­sjóði, jafn­vel í hag­vext­inum í fyrra. Frjáls­lynd­is­hug­sjónin á undir högg að sækja, meðal ann­ars vegna þess að frjáls­lynt fólk dreif­ist á marga flokka.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formennsku í Viðreisn af Benedikt skömmu fyrir kosningarnar 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Bene­dikt hætti sem for­maður Við­reisnar í októ­ber 2017, skömmu fyrir kosn­ing­arnar þá um haust­ið. Fylgi flokks­ins mæld­ist þá um 3,3 pró­sent. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við for­mennsku og gegnir henni enn. Við­reisn náði að halda sér inni á þingi í síð­ustu kosn­ing­um, fékk 6,7 pró­sent atkvæða og fjóra þing­menn, en tap­aði rúm­lega þriðj­ungi atkvæða sinna milli ára.

Flokk­arnir sem Bene­dikt segir að hafi náð vel saman í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum síðla árs 2016, Við­reisn, Sam­fylk­ing og Pírat­ar, hlutu 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. Það var minna fylgi en þeir fengu ári áður. Á þessu kjör­tíma­bili hafa þeir hins vegar ítrekað mælst sam­eig­in­lega með á bil­inu 36 til 28 pró­sent fylgi. Í síð­ustu könnun MMR, sem birt var í apríl 2020, mæld­ist það 36 pró­sent.

For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur ítrekað talað fyrir sam­starfi flokk­anna

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem er stærstur flokk­anna þriggja, hefur ítrekað talað fyrir því að þeir myndi kjarna fyrir næstu rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar 2021, sem ekki liggur fyrir hvort verði að vori eða hausti.

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­is­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­legum og góðum málum á dag­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­is­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­fylk­ingin væri kjöl­­­fest­u­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­ur.“ 

Á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­­vægi Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­­vægi hinum meg­in.

Auglýsing
Á öðrum ­flokk­stjórn­ar­fund­i ­Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins vegna minn­k­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­­ast við þessum nýja veru­­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­­­mál­­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­­legt tæki­­­færi fyrir Sam­­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­­is­­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­­is­­­stjórn í kosn­­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.

Í jan­úar 2020 sagði Logi, í umræðum um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs á Alþingi, að það væri kom­inn tími til að hætta að láta Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn enda­­laust velja sér nýja dans­­fé­laga eftir kosn­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­ar, djarfrar og víð­­sýnnar stjórn­­­ar, án Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­ara félags­­­legt rétt­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­ar­­kraft, fram­­sýni og hug­rekki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent