Ekkert einfalt svar til við því af hverju Viðreisn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki

Fyrrverandi formaður Viðreisnar segir að þær viðræður sem best hafi gengið eftir kosningarnar 2016 hafi verið við Samfylkingu og Pírata. Þegar Vinstri græn hafi komið inn í þær viðræður hafi öll mál sem Viðreisn taldi til umbóta verið stöðvuð.

Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, segir að þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem gengið hafi best eftir kosn­ing­arnar 2016 hafi verið þegar flokkur hans og Björt fram­tíð ræddu við Sam­fylk­ingu og Pírata. „Þar hefðum við náð fram flestum af okkar málum til umbóta í land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­um­sókn­ina. En þessir flokkar höfðu bara sam­an­lagt 24 þing­menn af 63. Þegar VG [Vinstri græn] kom inn í við­ræð­urnar stopp­uðu öll þessi mál.“

Við­reisn og Björt fram­tíð mynd­uðu á end­anum rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokk, sem hafði eins manns meiri­hluta, í jan­úar 2017 en sú varð skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­tím­ans og sprakk á end­anum í sept­em­ber sama ár vegna upp­reist æru-­máls­ins. Björt fram­tíð þurrk­að­ist í kjöl­farið út og Við­reisn tap­aði tölu­verðu fylgi á meðan að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt stöðu sinni sem stærsti flokkur lands­ins og mynd­aði rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki eftir kosn­ing­arnar 2017.

Auglýsing
Þetta segir Bene­dikt í umræðum á þræði á Face­book-­síðu sinni þar sem hann reynir að svara spurn­ingu Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um hvað hafi valdið því að Við­reisn hefði hleypt Sjálf­stæð­is­flokknum aftur í valda­stöður eftir kosn­ing­arnar haustið 2016. Bene­dikt segir ekk­ert ein­falt svar við spurn­ingu þing­manns­ins. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk þriðj­ung þing­manna í kosn­ing­unum 2016. Fram­sókn og VG sam­tals 18. Það var því aug­ljóst að fram­sókn­ar­flokk­arnir þrír hefðu meiri­hluta og höfðu örugg­lega mikla löngun til þess að mynda stjórn saman þá þegar um óbreytt ástand eins og þau gerðu ári síð­ar. Þegar þannig háttar er stærð­fræði­lega ómögu­legt að mynda meiri­hluta­stjórn án eins þess­ara stöðn­un­ar­flokka. Þetta varð til þess að lík­lega hafa engar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður tekið jafn­langan tíma í ára­tugi. Við­reisn og BF voru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum til hægri og vinstri í rúm­lega tvo mán­uð­i.“

Segir frjáls­lynt fólk dreifast á marga flokka

Á end­anum hafi nið­ur­stað­an, að sögn Bene­dikts, verið sú að mynda stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Bjartri fram­tíð sem hann vill meina að flokkur hans hafi náð ýmsum góðum málum fram í. Stjórnin hafi hins vegar ekki verið nægi­lega lang­líf til að ljúka þeim.

Bene­dikt segir að það sé auð­velt að vera alltaf á móti, en í kerfi eins og því íslenska ólík­legt að einn flokkur nái aðstöðu til þess að fá öll sín mál fram. „Við sjáum núna að íhalds­flokk­arnir hafa náð saman um ráð­herra­stól­ana og halla á rík­is­sjóði, jafn­vel í hag­vext­inum í fyrra. Frjáls­lynd­is­hug­sjónin á undir högg að sækja, meðal ann­ars vegna þess að frjáls­lynt fólk dreif­ist á marga flokka.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formennsku í Viðreisn af Benedikt skömmu fyrir kosningarnar 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Bene­dikt hætti sem for­maður Við­reisnar í októ­ber 2017, skömmu fyrir kosn­ing­arnar þá um haust­ið. Fylgi flokks­ins mæld­ist þá um 3,3 pró­sent. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við for­mennsku og gegnir henni enn. Við­reisn náði að halda sér inni á þingi í síð­ustu kosn­ing­um, fékk 6,7 pró­sent atkvæða og fjóra þing­menn, en tap­aði rúm­lega þriðj­ungi atkvæða sinna milli ára.

Flokk­arnir sem Bene­dikt segir að hafi náð vel saman í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum síðla árs 2016, Við­reisn, Sam­fylk­ing og Pírat­ar, hlutu 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. Það var minna fylgi en þeir fengu ári áður. Á þessu kjör­tíma­bili hafa þeir hins vegar ítrekað mælst sam­eig­in­lega með á bil­inu 36 til 28 pró­sent fylgi. Í síð­ustu könnun MMR, sem birt var í apríl 2020, mæld­ist það 36 pró­sent.

For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur ítrekað talað fyrir sam­starfi flokk­anna

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem er stærstur flokk­anna þriggja, hefur ítrekað talað fyrir því að þeir myndi kjarna fyrir næstu rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar 2021, sem ekki liggur fyrir hvort verði að vori eða hausti.

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­is­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­legum og góðum málum á dag­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­is­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­fylk­ingin væri kjöl­­­fest­u­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­ur.“ 

Á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­­vægi Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­­vægi hinum meg­in.

Auglýsing
Á öðrum ­flokk­stjórn­ar­fund­i ­Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins vegna minn­k­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­­ast við þessum nýja veru­­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­­­mál­­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­­legt tæki­­­færi fyrir Sam­­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­­is­­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­­is­­­stjórn í kosn­­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.

Í jan­úar 2020 sagði Logi, í umræðum um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs á Alþingi, að það væri kom­inn tími til að hætta að láta Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn enda­­laust velja sér nýja dans­­fé­laga eftir kosn­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­ar, djarfrar og víð­­sýnnar stjórn­­­ar, án Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­ara félags­­­legt rétt­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­ar­­kraft, fram­­sýni og hug­rekki.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent