Tveir þingmenn Pírata segja að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sé að ljúga upp á stjórnarandstöðuna í fjölmiðlum og vísa þar í viðtal við hann á mbl.is. Þar sagði Steingrímur meðal annars að stjórnarandstaðan hefði notfært sér aðstæður á Alþingi í morgun „til þess að geta farið í mikinn slag og það er að mínu mati mjög veik málsástæða – afar veik málsástæða.“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi Steingrím harðlega í pontu á Alþingi í upphafi þingfundar í dag fyrir að halda dagskrá þingsins áfram þrátt fyrir samkomubann. Stjórnarandstaðan benti á að á dagskrá væru umdeild mál ríkisstjórnarinnar sem þyrftu umræðu og vildu þingmenn innan hennar meina að Steingrímur væri að misnota aðstæður til að koma málum ríkisstjórnarinnar í gegn. Það mál á dagskránni sem vakti mesta reiði var frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um vegaframkvæmdir.
Steingrímur sleit í kjölfarið þingfundinum án þess að óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra færu fram og að fyrirliggjandi mál sem voru á dagskrá yrðu tekin fyrir.
Ósvífnin i söguskýringum forseta hefur náð nýjum hæðum. Hann veit mætavel hvað gerðist. Hann reyndi að misnota...
Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Thursday, April 16, 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokkskona Helga, tók í sama streng í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar sagðist hún hafa „upplifað ýmsa óheiðarlega og ömurlega taktík af hálfu þingforseta í gegnum tíðina.[...]En að hann skuli dirfast að ljúga viðstöðulaust upp á stjórnarandstöðuna í fjölmiðlum, áður en hann lætur svo lítið en að svara beiðni þeirra um fund eftir dramakast dagsins í dag, finnst mér virkilega ömurlegt. Þessi framkoma er svo yfirgengilega óheiðarleg af hálfu forseta að hann hefur slegið nýtt met.“
Nú hef ég upplifað ýmsa óheiðarlega og ömurlega taktík af hálfu þingforseta í gegnum tíðina. Þetta er maðurinn sem...
Posted by Þórhildur Sunna Ævarsdóttir on Thursday, April 16, 2020