Einu börnin í Evrópu sem mega ekki fara út

Spænsk börn eru þau einu í Evrópu sem mega ekkert fara út úr húsi. Þau hafa verið innilokuð í rúman mánuð og ýmsum finnst nóg komið, foreldrum jafnt sem sérfræðingum. Ekki er útlit fyrir að spænsk börn fái að mæta í skólann fyrr en í haust.

Auður leikvöllur í Barselóna. Börn landsins hafa þurft að vera inni á heimilum sínum í rúman mánuð og ekkert útlit er fyrir að það breytist alveg á næstunni.
Auður leikvöllur í Barselóna. Börn landsins hafa þurft að vera inni á heimilum sínum í rúman mánuð og ekkert útlit er fyrir að það breytist alveg á næstunni.
Auglýsing

„Þessi börn verða að kom­ast út,“ rit­aði Ada Colau, borg­ar­stjóri í Bar­selóna og móðir tveggja ungra barna, á Face­book á mið­viku­dag. 

Öll börn á Spáni, um 8,2 millj­ónir tals­ins, hafa verið inni­lokuð frá því að útgöngu­bann tók gildi í land­inu fyrir rúmum mán­uði síð­an. Þau eru einu börnin í álf­unni sem mega ekki fara út. 

Auglýsing

Mögu­lega munu enn líða nokkrar vikur þar til börnum á Spáni verður leyft að yfir­gefa heim­ili sín, þrátt fyrir að þær raddir verði æ hávær­ari sem telja að frek­ari inni­lokun gæti gert börn­unum mik­inn óleik og pressan á yfir­völd frá þreyttum for­eldrum sem hafa áhyggjur af börn­unum sínum auk­ist dag frá degi.

„Ekki bíða leng­ur: Frelsið börnin okk­ar!“ skrif­aði Colau, en í færsl­unni lýsti borg­ar­stjór­inn ástand­inu á heim­il­inu sem erf­iðu. Börnin henn­ar, þriggja og níu ára, eru reið, leið og skilja ekki af hverju þau þurfa að vera inni.

Estos días cada vez somos más voces las que reclamamos que se tenga en cuenta a los niños y las niñas en este...

Posted by Ada Colau Ballano on Wed­nes­day, April 15, 2020

Á Spáni er nær algjört útgöngu­bann í gildi. Örfáar starfs­stéttir byrj­uðu að fara til vinnu í þess­ari viku, til dæmis starfs­menn í bygg­ing­ar­iðn­aði og fram­leiðslu­störf­um, en að öðru leyti þurfa flestir að vera heima. Full­orðnir mega skjót­ast eftir nauð­synja­vörum út í búð og leyfa hundum að hreyfa sig og gera þarfir sín­ar. En börnin sitja inni.

„Ef full­orðnir mega fara út að labba með hund­inn, af hverju þurfa þá börnin okkar að bíða?” skrifar Colau. Sér­fræð­ingar hafa varað við því að áhrif þessa ástands á börnin séu þegar orðin slæm.

Alicia Aré­valo, barna­læknir í Madríd, segir að komum barna til læknis vegna and­legra vanda­mála hafi fjölgað mikið síðan far­ald­ur­inn braust út og inni­lok­unin hófst. Börnin þurfa á hjálp að halda vegna martraða, svefnörð­ug­leika og átraskana, svo eitt­hvað sé nefnt.

„Þau eru afar við­kvæm, þau gráta út af engu, þau verða ein­ræn og tala ekki um það sem er að angra þau og fá síðan bræðiskast að því er virð­ist út af engu. Mörg þeirra eru skelf­ingu lostin því að þau halda að ömmur þeirra og afar séu að fara að láta líf­ið, eða for­eldrar þeirra að missa vinn­una,“ segir Aré­valo, í sam­tali við El País.

Aðstæður barna mis­mun­andi milli ríkja álf­unnar

Spánn hefur orðið illa úti í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og þar hafa fleiri smit greinst en í nokkru öðru ríki Evr­ópu, tæp­lega 185 þús­und tals­ins. Tæp­lega 20.000 manns eru látin á Spáni vegna veirunn­ar. 

Önnur Evr­ópu­ríki þar sem smit hafa verið útbreidd og útgöngu­bönn í gildi hafa hins vegar leyft börnum að fara út að viðra sig.

Börnin á Ítalíu fengu á ný að fara út að hreyfa sig í upp­hafi þessa mán­að­ar, en með skil­yrðum þó – ein­ungis í stuttan tíma í einu og í grennd við heim­ili sín í fylgd með for­eldri. Það hafa börn í Frakk­landi og Þýska­landi, þar sem fjöldi stað­festra smita er einnig mik­ill, einnig fengið að gera.

Það er afar mis­jafnt á milli landa hvernig útgöngu­bönn og aðrar tak­mark­anir hafa haft áhrif á börn. 

Danir hófu þannig skóla­starf aftur í byrjun þess­arar viku og Norð­menn stefna að því að opna skól­ana eftir helgi. Sum ríki hafa byggt á nið­ur­stöðum rann­sókna sem sýna að ung börn séu ólík­leg til þess að veikj­ast og því ólík­legir smit­berar veirunn­ar, eins og til dæmis Íslend­ing­ar.

En ekki Spán­verj­ar. Þar vilja menn fara með öllu að gát og yfir­völd styðj­ast við ráð sér­fræð­inga sem segja börn þekkta smit­bera allskyns sjúk­dóma.

Salvador Illa, heil­brigð­is­ráð­herra lands­ins, sagði á mánu­dag að áfram yrði nauð­syn­legt að halda börn­unum inni, þar til það yrði talið öruggt að hleypa þeim út. Hann sagði stjórn­völd vera með­vituð um fórn­ina sem í þessu fælist, en ráðu­neyti hans hefur skipað starfs­hóp barna­lækna til þess að meta mögu­leik­ann á því að aflétta inni­lokun barn­anna.

Fá senni­lega ekki að mæta í skóla fyrr en í sept­em­ber

Fjar­kennsla var tekin upp í spænskum skólum eftir að útgöngu­bannið var sett á, en í umfjöllun El País kemur fram að það hafi verið mjög mis­mun­andi eftir skólum hversu vel sú fjar­kennsla gengur fyrir sig. Skól­arnir hafa verið mis­mun­andi vel tækjum búnir til þess að takast á við skyndi­lega fjar­kennslu allra nem­enda og margir nem­end­ur, sér­stak­lega af fátæk­ari heim­il­um, hafi ekki greiðan aðgang að góðum tækja­bún­aði.

Í þess­ari viku hafa sér­fræð­ingar sem stjórn­völd skip­uðu í starfs­hóp um fram­hald skóla­starfs lagt fram ráð­legg­ingar til stjórn­valda um að slaufa skóla­ár­inu án þess að nem­endur stígi aftur fæti inn í kennslu­stofur fyrir sum­ar­frí. Spænsk börn munu þannig að öllum lík­indum ekki mæta í skól­ana sína í heila fimm mán­uði.

„Út­göngu­bannið mun ekki taka enda fyrr en liðið verður á maí­mán­uð, og þar sem þá verður skóla­árið næstum á enda, var sam­staða um að það væri ekki áhætt­unnar virð­i,“ sagði Quique Bassat, far­alds­fræð­ingur sem var í starfs­hópn­um, í sam­tali við El País.

Í umfjöllun spænska mið­ils­ins kemur fram að þegar skól­arnir taki til starfa á ný muni nem­endur þurfa að vera með grímur og mæta í skól­ann í holl­um. Áfram þurfi þannig að styðj­ast að hluta við fjar­kennslu. Enn virð­ist því nokkuð í að lífið kom­ist í eðli­legt far hjá börnum á Spáni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent