Búist við því að nokkur þúsund manns missi vinnuna hjá Icelandair

Formaður FÍA segir að viðbúið sé að um 90 prósent starfsmanna Icelandair verði sagt upp í vikunni. Í fyrra störfuðu 4.715 að meðaltali hjá félaginu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir vill að ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfresti.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, segir að það sé skyn­sam­legt að íslenska ríkið taki þátt í að fjár­magna upp­sagn­ar­frest starfs­manna Icelandair Group. Þetta kemur fram í sam­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar segir hann þó að það komi ekki til greina að ríkið ger­ist hlut­hafi í Icelandair Group, en að það megi hugsa sér að rík­is­sjóður veiti víkj­andi lán til félags­ins, sam­hliða því að hlut­hafar þess og lána­drottnar komi „að borð­inu sömu­leið­is.“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, lýstu því báðir yfir í gær í þætt­inum Víg­lín­unni á Stöð 2 að stjórn­völd ættu að hafa frum­kvæði að því að lýsa því yfir að þau muni koma Icelandair til aðstoð­ar. 

Jón Þór Þor­valds­son, for­maður Félags íslenska atvinnu­flug­manna (FÍ­A), sagði við RÚV í gær að við­búið sé að um 90 pró­sent af starfs­mönnum Icelandair Group missi vinn­una. Fjöldi stöðu­gildi hjá Icelandair Group var að með­­al­tali 4.715 á árinu 2019.

Auglýsing
Búið er að greina stétt­ar­fé­lögum starfs­manna Icelandair Group frá umfangi upp­sagna en þeir eru bundnir trún­aði um þær. Félagið er enda skráð á markað og allar upp­lýs­ingar um rekstur þess geta haft mikil áhrif á gengi bréfa.

Það hefur verið í frjálsu falli og fór niður í 2,5 krónur á hlut sem þýddi að mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins var þá komið í um 13,6 millj­­arðar króna. Verðið á hlut í Icelandair hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009. Hæst reis hluta­bréf í Icelandair Group í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­­­­arð króna.

Von á fjölda­upp­sögnum í þess­ari viku

Icelandair Group er sem stendur að fljúga um fimm pró­sent af ætl­aðri flug­á­ætlun sinni og hratt gengur á eigið fé félags­ins þar sem það greiðir enn hluta af launum þeirra starfs­manna sem eru á hluta­bóta­leið­inni. Fyrir liggur að ef Icelandair Group segir upp nokkur þús­und starfs­mönnum og lítið eða ekk­ert rofar til í tekju­öflun félags­ins næstu mán­uði, að það verði í erf­ið­leikum með að greiða upp upp­sagn­ar­frest allra og eiga enn nægt laust fé til að fara ekki undir það við­mið sem félags­ins starfar eft­ir, en  stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 200 millj­­­­ónir Banda­­­­ríkja­dala á hverjum tíma. 

Icelandair Group sagði upp 240 manns fyrir skemmstu og 92 pró­­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­­manna þess voru fluttir í hluta­­­bóta­úr­ræði stjórn­­­­­valda, þar sem allt að 75 pró­­­sent af greiddum launum koma úr rík­­­is­­­sjóð­i. 

Á mið­viku­dag sendi félagið frá sér til­­kynn­ingu þar sem kom fram að það myndi segja upp fleira fólki og breyta skipu­lagi félags­­­ins í þessum mán­uði. Því er ljóst að greint verður frá umfangi upp­sagn­anna í þess­ari viku. 

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að stjórn­­­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­­styrkja fjár­­­­hag félags­­­­ins til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­­­­­banka og Lands­­­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­­­völdum í því ferli. 

Icelandair Group til­­kynnti svo í þar síð­­­ustu viku að félagið ætli að ráð­­­ast í hluta­fjár­­­út­­­­­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­­­arfé til hlut­hafa sinna. Stjórn­völd hafa enn ekki boðað neina beina aðkomu sína að þessum björg­un­ar­að­gerð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent