Búist við því að nokkur þúsund manns missi vinnuna hjá Icelandair

Formaður FÍA segir að viðbúið sé að um 90 prósent starfsmanna Icelandair verði sagt upp í vikunni. Í fyrra störfuðu 4.715 að meðaltali hjá félaginu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir vill að ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfresti.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að það sé skynsamlegt að íslenska ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfrest starfsmanna Icelandair Group. Þetta kemur fram í samtali við hann í Morgunblaðinu í dag. 

Þar segir hann þó að það komi ekki til greina að ríkið gerist hluthafi í Icelandair Group, en að það megi hugsa sér að ríkissjóður veiti víkjandi lán til félagsins, samhliða því að hluthafar þess og lánadrottnar komi „að borðinu sömuleiðis.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýstu því báðir yfir í gær í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að stjórnvöld ættu að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að þau muni koma Icelandair til aðstoðar. 

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenska atvinnuflugmanna (FÍA), sagði við RÚV í gær að viðbúið sé að um 90 prósent af starfsmönnum Icelandair Group missi vinnuna. Fjöldi stöðugildi hjá Icelandair Group var að með­al­tali 4.715 á árinu 2019.

Auglýsing
Búið er að greina stéttarfélögum starfsmanna Icelandair Group frá umfangi uppsagna en þeir eru bundnir trúnaði um þær. Félagið er enda skráð á markað og allar upplýsingar um rekstur þess geta haft mikil áhrif á gengi bréfa.

Það hefur verið í frjálsu falli og fór niður í 2,5 krónur á hlut sem þýddi að mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins var þá komið í um 13,6 millj­arðar króna. Verðið á hlut í Icelandair hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009. Hæst reis hluta­bréf í Icelandair Group í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­­­arð króna.

Von á fjöldauppsögnum í þessari viku

Icelandair Group er sem stendur að fljúga um fimm prósent af ætlaðri flugáætlun sinni og hratt gengur á eigið fé félagsins þar sem það greiðir enn hluta af launum þeirra starfsmanna sem eru á hlutabótaleiðinni. Fyrir liggur að ef Icelandair Group segir upp nokkur þúsund starfsmönnum og lítið eða ekkert rofar til í tekjuöflun félagsins næstu mánuði, að það verði í erfiðleikum með að greiða upp uppsagnarfrest allra og eiga enn nægt laust fé til að fara ekki undir það viðmið sem félagsins starfar eftir, en  stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 200 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala á hverjum tíma. 

Icelandair Group sagði upp 240 manns fyrir skemmstu og 92 pró­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­manna þess voru fluttir í hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda, þar sem allt að 75 pró­­sent af greiddum launum koma úr rík­­is­­sjóði. 

Á mið­viku­dag sendi félagið frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að það myndi segja upp fleira fólki og breyta skipu­lagi félags­­ins í þessum mán­uði. Því er ljóst að greint verður frá umfangi uppsagnanna í þessari viku. 

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að stjórn­­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­­styrkja fjár­­­hag félags­­­ins til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­­völdum í því ferli. 

Icelandair Group til­kynnti svo í þar síð­ustu viku að félagið ætli að ráð­­ast í hluta­fjár­­út­­­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­­arfé til hluthafa sinna. Stjórnvöld hafa enn ekki boðað neina beina aðkomu sína að þessum björgunaraðgerðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent