Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki

Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.

Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Auglýsing

Góð hreyf­ing er á ný komin á helsta bar­áttu­mál íbúa Árnes­hrepps á Ströndum til ára­tuga: Bættar vega­sam­göng­ur. Til stendur að leggja nýjan veg um Veiði­leysu­háls og að fram­kvæmdum loknum verður mögu­legt að halda veg­inum á milli Bjarn­ar­fjarðar og Djúpa­víkur opnum allan árs­ins hring.

 „Nýr Stranda­vegur um Veiði­leysu­háls verður lagður til að bæta sam­göngur á Strönd­um,“ segir í til­lögu að mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­innar um nýja veg­inn. „Á rekstr­ar­tíma geta bættar sam­göngur haft marg­vís­leg áhrif, t.d. á byggð á svæð­inu, teng­ingu milli lands­hluta, ferða­mennsku, úti­vist og opin­bera þjón­ustu. Betri sam­göngur munu hafa í för með sér meiri umferð um svæð­ið, sem hefur áhrif á ferða­mennsku og úti­vist. Traustar og áreið­an­legar sam­göngur eru und­ir­staða sterks og heil­brigðs atvinnu­lífs.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem til stendur að fara í þessar fram­kvæmd­ir. Þær hafa verið fyr­ir­hug­aðar í mörg ár en oft frestast, íbúum Árnes­hrepps til mik­illa von­brigða. Og þó að Veiði­leysu­háls­inn sé mik­ill far­ar­tálmi að vetri er veg­ur­inn um Kjör­vogs­hlíð það ekki síður og að mati Vega­gerð­ar­innar verður áfram erfitt að halda þeim vegi opnum að vetr­ar­lagi.

Auglýsing

Stranda­vegur er um 93 kíló­metra lang­ur. Hann liggur frá botni Stein­gríms­fjarðar að Kross­nesi í Norð­ur­firði. Hann er eini veg­ur­inn sem liggur inn í Árnes­hrepp, nyrsta sveit­ar­fé­lags Stranda­sýslu og þess fámenn­asta á land­inu. Frá ára­mótum og fram í mars ár hvert er hann oft­ast ófær enda ekki mok­aður á þessu tíma­bili nema í und­an­tekn­ingar til­vik­um.

Á blóma­skeiði byggð­ar­innar í Árnes­hreppi, á árum seinni heims­styrj­ald­ar, voru tvö lítil þorp í sveit­ar­fé­lag­inu, Djúpa­vík og Gjög­ur. Þá bjuggu á sjötta hund­rað manns í hreppn­um, en 1. jan­úar 2019 voru skráðir íbúar 40.

Sam­göngu­bætur hafa verið Stranda­mönnum ofar­lega í huga í árarað­ir. Árið 1950 segir í Sam­vinn­unni, blaði Sam­bands­ins, að vegir í hreppnum séu mjög slæmir „víð­ast aðeins götu­troðn­ing­ar“. Flutn­ingar að og frá heim­ilum væru því ennþá að mestu á sjó og hestum „en alloft kemur samt fyrir að menn verða að leggja pjönkur sínar á eigið bak því á vet­urna er oft ófært með hesta“.

Ný sýsla úr mynda­safni Þor­steins Jós­eps­sonar hefur nú verið skráð í Sarp og fylgja henni mynd­ir. Það er Stranda­sýsla og...

Posted by Þjóð­minja­safn Íslands/ National Museum of Iceland on Wed­nes­day, May 15, 2019


Haustið 1964 er frétt í Morg­un­blað­inu undir fyr­ir­sögn­inni „Lítið vantar á að bíl­fært verði um Norð­ur­-­Strend­ur“. Þá um sum­arið hafði vegur verið lagður að Veiði­leysu­firði. Í októ­ber ári síðar dregur svo til tíð­inda og í Morg­un­blað­inu seg­ir: „Ein­angrun Árnes­hrepps rof­in“. Í frétt­inni kemur fram að búið sé að gera veg yfir Veiði­leysu­háls­inn og grein­ar­höf­undur lýsir bíl­ferð sinni um veg­inn. „Skammt fyrir innan Seljaá í Veiði­leysu­firði mættum við tveimur Ing­ólfs­firð­ing­um, sem voru á leið suður til Reykja­vík­ur. Þetta voru þau Gunnar Guð­jóns­son sýslu­nefnd­ar­maður í Árnes­hreppi, er býr á Eyri í Ing­ólfs­firði og kona hans Guð­björg Pét­urs­dótt­ir. Munu þau vera fyrstu íbúar norðan Veiði­leysu er fara land­veg suð­ur.“

Frétt í Morgunblaðinu haustið 1964 um að lítið vanti upp á að hægt sé að komast á bíl til nyrsta hluta Árneshrepps.

Einnig var í grein­inni rætt við Guð­jón Magn­ús­son odd­vita hrepps­ins sem sagði: „Nú er þessum lang­þráða áfanga náð. Veg­ur­inn mun rjúfa ein­angrun þá er við höfum orðið við að búa til þessa.“

Þó að veg­ur­inn um Veiði­leysu­háls og hrepp­inn allan hafi upp úr miðri síð­ustu öld verið gíf­ur­leg sam­göngu­bót er hann barn síns tíma; mjór, hlykkj­óttur mal­ar­veg­ur, lítið upp­byggður en oft nið­ur­graf­inn.

Stranda­vegur er með bundnu slit­lagi að Bjarn­ar­fjarð­ará í Bjarn­ar­firði. Þar tekur mölin við þar til veg­ur­inn endar í Norð­ur­firði, fyrir utan örstutta mal­bik­aða kafla við nokkra bæi. Hann liggur með­fram sjónum nema á Veiði­leysu­hálsi þar sem hann fer í 250 metra hæð yfir sjáv­ar­máli.

Morgunblaðið haustið 1965. Veiðileysuhálsinn orðinn bílfær.

Þeir sem ekið hafa Stranda­veg vita að hann liggur í gegnum stór­brotið lands­lag. Ströndin er víða vog­skorin og há hamra­fjöll gnæfa yfir. Sá kafli veg­ar­ins sem nú er áformað að breyta og bæta nær frá ánni Kráku í Veiðu­leysu­firði að Kjós­ará í Kjós­ar­vík. Sá veg­spotti er í dag 11,6 kíló­metra lang­ur. Hann liggur yfir Kráku og fer svo upp eftir Tví­hlíð undir Mið­deg­is­fjalli og í hálf­hring upp á Veiði­leysu­háls. Þaðan liggur hann niður brekkur Kúvík­ur­dals í átt að Reykj­ar­firði og svo í neð­an­verðum bröttum hlíðum fjarð­ar­ins að Djúpa­vík. Á suð­ur­strönd Reykj­ar­fjarðar liggur veg­ur­inn í gegnum byggð­ina í Djúpa­vík og eru aðstæður þar þröngar og hættu­leg­ar. Þaðan liggur hann með­fram sjónum um Kjós­ar­nes og endar rúm­lega 200 metrum vestan Kjós­arár í Kjós­ar­vík.

Veg­ur­inn er sein­far­inn og hættu­leg­ur, með mæt­ing­ar­út­skot­um, kröppum beygjum – sumum mjög kröppum – og víða er halli 12 pró­sent eða meira. Reykj­ar­fjarð­ar­meg­in, á leið­inni inn í Djúpa­vík, er snar­bratt í sjó fram. Hann telst ekki til heils­árs­vega enda mjög snjó­þungur „jafn­vel á vest­firskan mæli­kvarða,“ eins og það er orðað í skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar.

Nýja veglínan er gul en núverandi vegur er appelsínugulur. Mynd: Vegagerðin

Nýi veg­ur­inn mun að ákveðnu leyti fylgja veg­línu sem lögð er til í aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps. Reykj­ar­fjarð­ar­megin á Veiði­leysu­hálsi víkur nýr vegur frá skipu­lags­lín­unni til að kom­ast hjá snjó­þungu svæði. Þá fyr­ir­hugar Vega­gerðin að færa veg­inn um Kjós­ar­höfða ofan við byggð­ina í Djúpa­vík. Breyta þarf aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins í sam­ræmi við þetta.

Nýr vegur mun fylgja núver­andi vegi á stuttum köflum en fara á öðrum stöðum yfir lítt raskað land sem er að stórum hluta nýtt sem beiti­land sauð­fjár.

Mögu­legt fram­kvæmda­svæði er á jörð­unum Veiði­leysu, Kúvíkum og Kjós. Heils­árs­bú­seta er í Djúpa­vík og þar er rekið hót­el. Veiði­leysa fór í eyði árið 1961 en þar er gamla íbúð­ar­húsið nýtt sem sum­ar­hús. Búsetu í Kúvíkum lauk árið 1949 en þar eru nú tveir sum­ar­bú­stað­ir. Í Djúpa­vík eru nokkur frí­stunda­hús og einnig gömul íbúð­ar­hús sem nýtt eru sem frí­stunda­hús.

Æski­legt að ferða­langar haldi útsýn­inu

Veg­ur­inn verður lagður bundnu slit­lagi til að auka þæg­indi veg­far­enda, auð­velda og draga úr við­haldi, forð­ast ryk­mengun og draga úr elds­neyt­iseyðslu og um leið draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Miðað er við að mesti halli verði 8,5 pró­sent. Hann verður hærri og breið­ari en núver­andi vegur því miðað er við að draga úr hættu á snjó­söfn­un. „Víða er mjög fal­legt útsýni af veg­inum um Veiði­leysu­háls í dag og „æski­legt er að ferða­langar eigi áfram kost á að njóta útsýn­is­ins,“ segir í skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar.

Áætlað er að kostn­aður vegna vega­fram­kvæmd­anna sé um 700 millj­ónir króna.  Áætl­aður fram­kvæmda­tími er þrjú ár. Miðað er við að hægt verði að bjóða verkið út um leið og und­ir­bún­ingi lýkur og fjár­veit­ingar og öll leyfi liggja fyr­ir.

Strandavegur ofan á Veiðuleysuhálsi. Mynd: Helga Aðalgeirsdóttir/Vegagerðin

Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að veg­línan kunni að breyt­ast að ein­hverju leyti á næstu mán­uð­um. Rann­sóknir á svæð­inu hófust síð­asta haust en munu að mestu fara fram í sum­ar, m.a. á forn­leif­um. Gengið verður frá rann­sókn­ar­skýrslum fyrri hluta næsta vetr­ar. Vega­gerðin mun svo í fram­hald­inu vinna að hönnun fram­kvæmdar og gerð frum­mats­skýrslu. Áætlað er að skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar verði send Skipu­lags­stofnun til form­legrar athug­unar næsta sum­ar.  Að fjórum vikum liðnum muni stofn­unin gefa álit sitt á hinni fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd.

Stiklað á stóru í sögu byggð­ar­innar

Byggðin í Árnes­hreppi á Ströndum á sér langa og merki­lega sögu. Þar komu land­náms­menn sér fyrir við upp­haf Íslands­byggðar og þó að und­ir­lendi sé lítið og stór­kost­leg fjöllin og víð­feðmar heiðar geri sam­göngur á landi oft á tíðum erf­iðar hafa Norð­ur­-­Strandir hald­ist í byggð. Að vetri búa þó fáir í sveit­inni en um leið og vorar fjölgar fólk­inu. Strand­veiðar eru stund­aðar frá Norð­ur­firði þaðan sem stutt er í gjöful fiski­mið. Mörgum eyði­býl­unum er vel við haldið og þar dvelja afkom­endur síð­ustu ábú­end­anna margir hverjir sum­ar­langt.

Í skýrslu Vega­gerð­ar­innar er stiklað á stóru í sögu byggð­ar­innar og þar byggt á upp­lýs­ingum úr aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps.

Kúvíkur við Reykj­ar­fjörð voru í hópi eldri versl­un­ar­staða lands­ins þar sem Danir ráku versl­un. Árið 1912 þegar Gjögur fékk lög­gild­ingu sem versl­un­ar­staður lagð­ist verslun í Kúvíkum af og byggð eydd­ist.

Miðnætursólin í Árneshreppi er mikið aðdráttarafl að sumri. Hér sést hún um miðja nótt í Trékyllisvík. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Djúpa­vík, sem stendur við sam­nefnda vík, var útgerð­ar­stöð frá árinu 1917. Fyrstu þrjú sumrin var þar rekin umfangs­mikil síld­ar­söltun og reist versl­un­ar- og íbúð­ar­hús ásamt síld­arplönum og bryggj­um. Á árunum 1934-35 var reist full­komin síld­ar­verk­smiðja á staðnum en starf­rækslu verk­smiðj­unnar var hætt árið 1952. Miklar bygg­ingar síld­ar­verk­smiðj­unnar frá blóma­skeiði síld­ar­ár­anna standa enn. Flest gömlu íbúð­ar­húsin standa ennþá og nýt­ast sem frí­stunda­hús. Í Djúpa­vík er nú hót­el­rekstur og veit­inga­sala allan árs­ins hring.

Gjögur er forn­fræg veiði­stöð við norð­an­vert mynni Reykj­ar­fjarð­ar. Áður fyrr voru hákarla­veiðar stund­aðar þaðan í miklum mæli og því voru þar fjöl­margar ver­búð­ir. Á fyrri hluta 20. ald­ar­innar voru tals­verð umsvif á Gjögri og þar bjuggu um 60 manns þegar flest var, en nú er svo komið að þar býr eng­inn leng­ur. Þar eru frí­stunda­hús, gömul og ný, sem notuð eru til sum­ar­dval­ar. Á Gjögri er flug­völlur og yfir hávetr­ar­tím­ann er flugið eina sam­göngu­æðin til og frá sveit­inni.

Tré­kyllis­vík er búsæld­ar­leg­asta byggð á Norð­ur­-­Ströndum og má telja hana til mið­stöðvar hrepps­ins. Á þessu svæði er Finn­boga­staða­skóli, íþrótta­völl­ur, kirkj­urnar í Árnesi og félags­heim­ilið í Tré­kyllis­vík, ásamt flestum bújörðum sem enn eru í ábúð í hreppn­um. Þar er einnig minja- og hand­verks­húsið Kört. Finn­boga­staða­skóli hefur verið lok­aður í tvö ár og eina barnið sem er með lög­heim­ili í sveit­ar­fé­lag­inu hefur gengið í skóla á Drangs­nesi.Síldarverksmiðjan í Ingólfsfirði stendur enn þó að rekstrinum hefði verið hætt árið 1952. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Í Norð­ur­firði hefur verið rekin verslun frá árinu 1903. Á mestu upp­gangs­tímum í hreppn­um, þ.e. á tíma­bil­inu upp úr 1920 og fram á miðja þá öld, voru einnig minni versl­anir reknar á Gjögri, í Djúpu­vík og á Eyri í Ing­ólfs­firði. Í Norð­ur­firði er rekin versl­un, útibú Spari­sjóðs Stranda­manna og kaffi­hús yfir sum­ar­tím­ann. Í Norð­ur­firði er góð höfn.

Á Kross­nesi utan­vert við Norð­ur­fjörð er jarð­hiti og útisund­laug. Kross­nessund­laug er niðri í fjöru og útsýnið er stór­kost­legt og lit­brigðin geta verið ein­stök þegar sólin er að setj­ast.

Við Ing­ólfs­fjörð hófst síld­ar­söltun á nokkrum stöðum árið 1915. Árið 1952 brugð­ust síld­veiðar á Húnaflóa og þá var verk­smiðju­rekstri í Ing­ólfs­firði hætt. Á stríðs­ár­unum höfðu breskir her­menn aðstöðu firð­in­um. Á Eyri við Ing­ólfs­fjörð var reist verk­smiðja í lokin á síldar­æv­in­týr­inu. Hún stendur enn­þá. Þar eru nokkur hús sem notuð eru til sum­ar­dval­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent