Fimm hafa sótt um embætti dómara við Landsrétt, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt þann 17. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 4. maí.
Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu verður skipað í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Auglýsing
  Umsækjendur um embættið eru:
- Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt
 - Ástráður Haraldsson, héraðsdómari
 - Helgi Sigurðsson, héraðsdómari
 - Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt
 - Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari
 
				
              
          
              
          



