Rétt um klukkan fjögur í dag hafði safnast hámarksfjöldi meðmæla fyrir framboð sitjandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Frá þessu greinir hann í stöðuuppfærslu á Facebook.
Kjarninn greindi frá því klukkan hálf eitt í dag að Guðni hefði hafið rafræna söfnun á meðmælum fyrir framboð sitt í komandi forsetakosningum.
Auglýsing
„Ég þakka þeim sem lögðu mér lið með þessum hætti. Ég hlakka til að vinna áfram með ykkur öllum næstu vikurnar, landi og þjóð vonandi til heilla. Bestu þakkir aftur!“ skrifar Guðni.