Allt að 350 manns mega fara ofan í Laugardalslaug strax á miðnætti 18. maí

Sundlaugar Reykjavíkurborgar geta tekið á móti á milli 110 og 350 manns í einu þegar leyfilegt verður að opna þær á ný á mánudag. Til stendur að hafa næturopnun í sundlaugum borgarinnar aðfaranótt mánudags.

Laugardalslaugin mun geta tekið við 350 gestum þegar sundlaugarnar opna á ný.
Laugardalslaugin mun geta tekið við 350 gestum þegar sundlaugarnar opna á ný.
Auglýsing

Sund­laugar Reykja­vík­ur­borgar munu opna strax á mið­nætti á mánu­dag­inn og verða opnar allar nótt­ina. Þetta er gert til þess að skapa stemn­ingu, en líka til þess að koma í veg fyr­ir­ að það verði örtröð í sund­laug­unum á mánu­dags­morg­un, segir Stein­þór Ein­ars­son, ­skrif­stofu­stjóri rekstrar og þjón­ustu hjá ÍTR.

Laug­arnar mega vera á hálfum afköstum fyrst um sinn. Það þýðir að í stærstu laug borg­ar­inn­ar, Laug­ar­dals­laug, mega allt að 350 gestir vera á sama tíma, en not­ast verður við helm­ing­inn af skáp­unum sem eru í boði og laug­inni verður síðan skipt upp í sjö 50 manna svæði.

Fyrst um sinn mun 192 manns geta mætt á sama í Breið­holts­laug, 120 í Sund­höll­ina og Árbæj­ar­laug, 115 í Vest­ur­bæj­ar­laug og 110 í Graf­ar­vogs­laug, sam­kvæmt svari Stein­þór­s við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Auglýsing

Hann segir einnig að 2. júní sé reiknað með að hækk­a ­leyfi­legan gesta­fjölda upp í 75 pró­sent af hámarks­fjöld­anum og að sund­laug­arn­ar verði komnar á full afköst 15. júní.

Stein­þór segir að unnið hafi verið að því að útfæra fyr­ir­komu­lag sund­ferða í sam­starfi við land­lækn­is­emb­ætt­ið og fleiri und­an­farnar vikur og nú séu skýrar leið­bein­ingar til, sem farið sé eft­ir. Hann segir það á ábyrgð hvers og eins sund­gestar að virða tveggja metra regl­una ofan í laug­unum eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu.

Stein­þór býst við því að opnun sund­laug­anna verði vel tek­ið, enda hafi sím­inn og tölvu­póst­ur­inn hjá honum „varla stopp­að“ und­an­farna tvo mán­uði vegna ­fyr­ir­spurna um hvort ekki fari að verða mögu­legt að baða sig í laug­unum á ný.

Allt að 200 manns mega fara Ásvalla­laug í Hafn­ar­firði

Kjarn­inn send­i líka fyr­ir­spurn á Hafn­ar­fjarð­arbæ til þess að fá að heyra hversu margir gætu dýft ­sér í hafn­firsku laug­arn­ar. Árdís Ármanns­dóttir sam­skipta­stjóri bæj­ar­ins seg­ir að unnið hafi verið að því að heim­færa til­mæli og við­mið yfir­valda á hvern stað fyrir sig.

„Hjá okkur þýðir þetta að í Ásvalla­laug getum við tekið á móti 200 manns frá og með mánu­degi og vöktum svo sér­stak­lega öll skil­greind ­rými á hverjum stað miðað við 50 manns. Í Sund­höll Hafn­ar­fjarðar verð­ur­ há­marks­fjöld­inn 32,“ segir Árdís.

Hún bætir við að vegna umfangs­mik­illa við­halds­fram­kvæmda við Suð­ur­bæj­ar­laug verði ekki hægt að opna þar fyrr en 25. maí. Þá er reiknað með að í mesta lagi 30 manns get­i farið í sund á sama tíma til að byrja með, á úti­svæði laug­ar­inn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent