Allt að 350 manns mega fara ofan í Laugardalslaug strax á miðnætti 18. maí

Sundlaugar Reykjavíkurborgar geta tekið á móti á milli 110 og 350 manns í einu þegar leyfilegt verður að opna þær á ný á mánudag. Til stendur að hafa næturopnun í sundlaugum borgarinnar aðfaranótt mánudags.

Laugardalslaugin mun geta tekið við 350 gestum þegar sundlaugarnar opna á ný.
Laugardalslaugin mun geta tekið við 350 gestum þegar sundlaugarnar opna á ný.
Auglýsing

Sund­laugar Reykja­vík­ur­borgar munu opna strax á mið­nætti á mánu­dag­inn og verða opnar allar nótt­ina. Þetta er gert til þess að skapa stemn­ingu, en líka til þess að koma í veg fyr­ir­ að það verði örtröð í sund­laug­unum á mánu­dags­morg­un, segir Stein­þór Ein­ars­son, ­skrif­stofu­stjóri rekstrar og þjón­ustu hjá ÍTR.

Laug­arnar mega vera á hálfum afköstum fyrst um sinn. Það þýðir að í stærstu laug borg­ar­inn­ar, Laug­ar­dals­laug, mega allt að 350 gestir vera á sama tíma, en not­ast verður við helm­ing­inn af skáp­unum sem eru í boði og laug­inni verður síðan skipt upp í sjö 50 manna svæði.

Fyrst um sinn mun 192 manns geta mætt á sama í Breið­holts­laug, 120 í Sund­höll­ina og Árbæj­ar­laug, 115 í Vest­ur­bæj­ar­laug og 110 í Graf­ar­vogs­laug, sam­kvæmt svari Stein­þór­s við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Auglýsing

Hann segir einnig að 2. júní sé reiknað með að hækk­a ­leyfi­legan gesta­fjölda upp í 75 pró­sent af hámarks­fjöld­anum og að sund­laug­arn­ar verði komnar á full afköst 15. júní.

Stein­þór segir að unnið hafi verið að því að útfæra fyr­ir­komu­lag sund­ferða í sam­starfi við land­lækn­is­emb­ætt­ið og fleiri und­an­farnar vikur og nú séu skýrar leið­bein­ingar til, sem farið sé eft­ir. Hann segir það á ábyrgð hvers og eins sund­gestar að virða tveggja metra regl­una ofan í laug­unum eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu.

Stein­þór býst við því að opnun sund­laug­anna verði vel tek­ið, enda hafi sím­inn og tölvu­póst­ur­inn hjá honum „varla stopp­að“ und­an­farna tvo mán­uði vegna ­fyr­ir­spurna um hvort ekki fari að verða mögu­legt að baða sig í laug­unum á ný.

Allt að 200 manns mega fara Ásvalla­laug í Hafn­ar­firði

Kjarn­inn send­i líka fyr­ir­spurn á Hafn­ar­fjarð­arbæ til þess að fá að heyra hversu margir gætu dýft ­sér í hafn­firsku laug­arn­ar. Árdís Ármanns­dóttir sam­skipta­stjóri bæj­ar­ins seg­ir að unnið hafi verið að því að heim­færa til­mæli og við­mið yfir­valda á hvern stað fyrir sig.

„Hjá okkur þýðir þetta að í Ásvalla­laug getum við tekið á móti 200 manns frá og með mánu­degi og vöktum svo sér­stak­lega öll skil­greind ­rými á hverjum stað miðað við 50 manns. Í Sund­höll Hafn­ar­fjarðar verð­ur­ há­marks­fjöld­inn 32,“ segir Árdís.

Hún bætir við að vegna umfangs­mik­illa við­halds­fram­kvæmda við Suð­ur­bæj­ar­laug verði ekki hægt að opna þar fyrr en 25. maí. Þá er reiknað með að í mesta lagi 30 manns get­i farið í sund á sama tíma til að byrja með, á úti­svæði laug­ar­inn­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent