Kannski flogið til Kanarí í sumar

Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.

Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Auglýsing

Icelandair er eina flug­fé­lagið sem flýgur reglu­lega með far­þega til og frá land­inu í augna­blik­inu. Áhersla félags­ins, í sam­starfi við stjórn­völd, er að halda uppi lág­marks flug­sam­göng­um. Núna er flogið með far­þega til Boston, London og Stokk­hólms og er flug­á­ætl­unin upp­færð viku fram í  tím­ann, segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.

„Ferða­bönn eru í gildi víða en við fylgj­umst vel með þróun mála á öllum okkar áfanga­stöð­u­m,“ segir hún. Enn ríki mikil óvissa um næstu skref „en við von­umst auð­vitað til að geta hafið dag­legt flug til lyk­ilá­fanga­staða eftir að landa­mæri Íslands verða opnuð 15. júní en eft­ir­spurnin mun ráða för.“ Segir hún Icelandair þá sjá fyrir sér áfanga­staði eins og Kaup­manna­höfn, Ósló, Frank­furt og Berlín. „Þetta er þó allt háð eft­ir­spurn en við erum til­búin og getum brugð­ist hratt við um leið og eft­ir­spurn tekur við sér.“

Spánn er óðum að opn­ast og stjórn­völd þar hvetja ferða­menn til að koma. Ásdís Ýr segir þetta jákvæðar fréttir og að Icelandair reikni með að geta boðið flug til Spán­ar, t.d. Kanarí og Tenerife í sum­ar. „Svo erum við sífellt að meta stöð­una hvað alla okkar áfanga­staði varð­ar.“

Auglýsing

Sem stendur segir hún ekki verið að skoða nýja áfanga­staði með til­liti til þess hver staðan á far­aldri kór­ónu­veirunnar er í hverju land­i.  Fyrst og fremst sé verið að ein­beita sér að þeim áfanga­stöðum sem þegar eru í leiða­kerfi Icelanda­ir. „Við stöndum enn frammi fyrir miklum ferða­tak­mörk­unum í heim­in­um. Ferða­lög milli landa munu fara hægt af stað aftur en von­andi mun áhugi og ferða­vilji aukast jafnt og þétt þegar á líð­ur.“

Icelandair finnur að sögn Ásdísar „tví­mæla­laust“ fyrir áhuga erlendra ferða­manna á að koma til Íslands. „Við höfum hér mikla víð­áttu og fal­lega nátt­úru sem er lík­legt að fólk sæki í þegar þessu ástandi lýkur fremur en að ferð­ast til stór­borga. Þá hefur íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum tek­ist vel að ná tökum á kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hér á landi og það hefur einnig áhrif.“

Ekk­ert far­þega­flug er nú um stundir farið milli landa á vegum Air Iceland Conn­ect en flogið er með frakt. Spurð hvort til greina komi að bjóða upp á far­þega­flug frá Íslandi til Græn­lands og Fær­eyja sem virð­ast laus við kór­ónu­veiruna bendir Ásdís á að landa­mæri Græn­lands verði lokuð til 15. Júní og að eftir það verði þau opnuð en með miklum tak­mörk­un­um. Ólík­legt sé því að far­þega­flug þangað hefj­ist á næst­unni. Air Iceland Conn­ect hefur ekki flogið í áætl­un­ar­flugi til Fær­eyja en verið í sam­starfi við fær­eyska flug­fé­lagið Atl­antic Airways í því sam­band­i. 

Ein­hverjar vikur eru þó enn í að mögu­leiki verði á flugi milli Íslands og Fær­eyja því landa­mæri Fær­eyja verða lokuð til að minnsta kosti 30. jún­í. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent