Evrópa opnar á ný

Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.

Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Auglýsing

Stjórn­völd víðs­vegar í Evr­ópu skoða nú að aflétta ferða­tak­mörk­unum til að blása lífi í ferða­þjón­ust­una, nú þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er í rén­un. Sums staðar hafa slíkar til­slak­anir verið sam­þykkt­ar. Til að mynda hefur rík­is­stjórn Spánar sam­þykkt að frá og með 1. júlí munu erlendir ferða­menn sem sækja landið heim ekki þurfa að fara í sótt­kví. 

Ákvörð­unin er sögð gíf­ur­lega mik­il­væg fyrir spænskan efna­hag sem reiðir sig mikið á ferða­þjón­ustu. Hluta­bréf í evr­ópskum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum hækk­uðu mikið við opnun mark­aða í morg­un, STOXX vísi­talan sem heldur utan um fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu tók um 7 pró­sent kipp upp á við.Þjóð­verjar íhuga nú að aflétta ferða­tak­mörk­unum á milli Þýska­lands og 31 lands í Evr­ópu þann 15. júní næst­kom­andi. Löndin sem um ræðir eru aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, lönd innan Schen­gen-­svæð­is­ins og Bret­land. BBC greinir frá því að rík­is­stjórn Ang­elu Merkel taki fyrir frum­varp þess efnis á morg­un, mið­viku­dag. Nú þegar hafa landa­mæri Þýska­lands og Lúx­em­borgar verið opn­uð. Þjóð­verjar höfðu enn fremur stefnt að því að opna landa­mærin við nágranna­ríkin Aust­ur­ríki, Frakk­land og Sviss þann 15. júní en ein­hverjar til­slak­anir í landamæra­eft­ir­liti þar á milli komu til fram­kvæmda 15. maí.

Auglýsing


Mun fleiri lönd í Evr­ópu setja stefn­una á að opna landa­mærin á sama tíma og Þýska­land. Það sama er uppi á ten­ingnum hér en stefnt hefur verið að því að geta boðið ferða­mönnum sem hingað koma upp á COVID-19 próf á Kefla­vík­ur­flug­velli eigi síðar en 15. júní.Á Bret­landseyjum hefur útgöngu­bann verið í gildi í sjö vik­ur. Íbúar Eng­lands mega nú fara út úr húsi og hitta einn ein­stak­ling af öðru heim­ili utandyra. Þá eru ferða­lög innan Eng­lands leyfi­leg en ekki til Wales, Skotlands eða Norð­ur­-Ír­lands því þar er útgöngu­bann enn við lýði. Skotar þurfa að vísu ekki að bíða lengi því Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra skosku stjórn­ar­inn­ar, hefur sagst ætla að aflétta útgöngu­banni á föstu­dag.Íbúar Dan­merkur sem eru í fjar­sam­bandi geta tekið gleði sína á ný, að því gefnu að makar þeirra séu frá Norð­ur­löndum eða Þýska­landi. Landa­mærin hafa verið opnuð fyrir maka danskra þegna frá þessum löndum en þó þarf að færa sönnur á sam­band­ið, með fram­vísun ljós­mynda, smá­skila­boða eða tölvu­pósta. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær landa­mærin munu end­an­lega opna en ákvörðun verður tekin um það eigi síðar en 1 júní.Þegar kemur að ferða­tak­mörk­unum skera Eystra­salts­ríkin sig nokkuð úr. Íbúar þeirra hafa mátt ferð­ast á milli land­anna síðan 15. þessa mán­að­ar. Ferða­frelsið hefur verið til­tölu­lega óhindr­að, að minnsta kosti í sam­an­burði við önnur lönd álf­unn­ar. Þeim ein­stak­lingum sem vilja ferð­ast eru sett nokkur skil­yrði. Þeir mega ekki hafa heim­sótt önnur lönd síð­ast­liðnar tvær vik­ur, þeir þurfa að vera ósmit­aðir af kór­ónu­veirunni auk þess sem þeir mega ekki hafa umgeng­ist smitað fólk.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent