Evrópa opnar á ný

Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.

Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Auglýsing

Stjórnvöld víðsvegar í Evrópu skoða nú að aflétta ferðatakmörkunum til að blása lífi í ferðaþjónustuna, nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun. Sums staðar hafa slíkar tilslakanir verið samþykktar. Til að mynda hefur ríkisstjórn Spánar samþykkt að frá og með 1. júlí munu erlendir ferðamenn sem sækja landið heim ekki þurfa að fara í sóttkví. 

Ákvörðunin er sögð gífurlega mikilvæg fyrir spænskan efnahag sem reiðir sig mikið á ferðaþjónustu. Hlutabréf í evrópskum ferðaþjónustufyrirtækjum hækkuðu mikið við opnun markaða í morgun, STOXX vísitalan sem heldur utan um fyrirtæki í ferðaþjónustu tók um 7 prósent kipp upp á við.


Þjóðverjar íhuga nú að aflétta ferðatakmörkunum á milli Þýskalands og 31 lands í Evrópu þann 15. júní næstkomandi. Löndin sem um ræðir eru aðildarríki Evrópusambandsins, lönd innan Schengen-svæðisins og Bretland. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Angelu Merkel taki fyrir frumvarp þess efnis á morgun, miðvikudag. Nú þegar hafa landamæri Þýskalands og Lúxemborgar verið opnuð. Þjóðverjar höfðu enn fremur stefnt að því að opna landamærin við nágrannaríkin Austurríki, Frakkland og Sviss þann 15. júní en einhverjar tilslakanir í landamæraeftirliti þar á milli komu til framkvæmda 15. maí.

Auglýsing

Mun fleiri lönd í Evrópu setja stefnuna á að opna landamærin á sama tíma og Þýskaland. Það sama er uppi á teningnum hér en stefnt hefur verið að því að geta boðið ferðamönnum sem hingað koma upp á COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli eigi síðar en 15. júní.


Á Bretlandseyjum hefur útgöngubann verið í gildi í sjö vikur. Íbúar Englands mega nú fara út úr húsi og hitta einn einstakling af öðru heimili utandyra. Þá eru ferðalög innan Englands leyfileg en ekki til Wales, Skotlands eða Norður-Írlands því þar er útgöngubann enn við lýði. Skotar þurfa að vísu ekki að bíða lengi því Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar, hefur sagst ætla að aflétta útgöngubanni á föstudag.


Íbúar Danmerkur sem eru í fjarsambandi geta tekið gleði sína á ný, að því gefnu að makar þeirra séu frá Norðurlöndum eða Þýskalandi. Landamærin hafa verið opnuð fyrir maka danskra þegna frá þessum löndum en þó þarf að færa sönnur á sambandið, með framvísun ljósmynda, smáskilaboða eða tölvupósta. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær landamærin munu endanlega opna en ákvörðun verður tekin um það eigi síðar en 1 júní.


Þegar kemur að ferðatakmörkunum skera Eystrasaltsríkin sig nokkuð úr. Íbúar þeirra hafa mátt ferðast á milli landanna síðan 15. þessa mánaðar. Ferðafrelsið hefur verið tiltölulega óhindrað, að minnsta kosti í samanburði við önnur lönd álfunnar. Þeim einstaklingum sem vilja ferðast eru sett nokkur skilyrði. Þeir mega ekki hafa heimsótt önnur lönd síðastliðnar tvær vikur, þeir þurfa að vera ósmitaðir af kórónuveirunni auk þess sem þeir mega ekki hafa umgengist smitað fólk.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent