„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“

Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Auglýsing

Þau flug­fé­lög sem hafa flogið hingað til lands und­an­farin ár hafa verið í sam­bandi við Isa­via til að kanna stöð­una hér um leið og þau hafa upp­lýst um stöð­una þeirra meg­in. Þá hefur Isa­via haldið nánu sam­bandi við þessa flug­rek­endur til að upp­lýsa þá um gang mála á Íslandi.

Þetta segir Guð­jón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, spurður um hvort erlend flug­fé­lög hafi sýnt því áhuga að fljúga hingað í sumar þegar landa­mæri hér og víðar í Evr­ópu hafa opn­ast. Þegar hefur verið gefið út að stjórn­völd stefni að því að bjóða ferða­mönnum að fara í sýna­töku við kom­una til Kefla­vík­ur­flug­vallar eða að fram­vísa við­ur­kenndu vott­orði í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví. 

Stýri­hópur skil­aði nýverið skýrslu með hug­myndum að útfærsl­um. Í kjöl­farið skip­aði heil­brigð­is­ráð­herra verk­efn­is­stjórn og fól henni und­ir­bún­ing að fram­kvæmd sýna­töku hjá komu­far­þeg­um. Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní verði skimunin komin til fram­kvæmda  og tveimur vikum eftir að hún hefst verði verk­efnið metið og tekin ákvörðun um fram­haldið á grund­velli þeirrar nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Verk­efn­is­stjórnin á einnig að gera til­lögur um fram­kvæmd sýna­töku og grein­ingar hjá far­þegum sem koma til lands­ins eftir öðrum leiðum en með flugi til Kefla­vík­ur.

Í minn­is­blaði heil­brigð­is- og dóms­mála­ráð­herra um málið segir að viss áhætta sé fólgin í því að draga úr sótt­varna­ráð­stöf­unum og liðka fyrir ferða­lögum til og frá land­inu þar sem fá ríki hafi náð jafn góðum tökum á far­aldr­inum og hér. Aftur á móti megi líta til þess að í ljósi góðrar stöðu okkar og þeirrar stað­reyndar að fyrr eða síðar verði aukin ferða­lög til og frá land­inu óhjá­kvæmi­leg sé nú tíma­bært að huga að til­slök­un­um. „Að ýmsu leyti sé hag­stætt að gera það núna þar sem ferða­lög á milli landa séu hvort eð er í lág­marki og því svig­rúm fyrir hendi til að prófa sig áfram án þess að missa tök á ástand­in­u.“

Sótt­varna­læknir mun vinna minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra upp úr til­lögum vinnu­hóps­ins sem ráð­herra mun svo byggja ákvörðun sína á og er hennar að vænta fljót­lega.

Aðeins eitt flug­fé­lag með reglu­bundið far­þega­flug

Icelandair er eina flug­fé­lagið sem er nú með reglu­bundið far­þega­flug til Íslands. Eitt og eitt flug ann­arra flug­fé­laga hefur þó „tínst inn af og til,“ segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, „meðal ann­ars sér­stök flug með erlenda rík­is­borg­ara frá Ísland­i“.

Í júlí í fyrra buðu 23 flug­fé­lög upp á flug­ferðir frá Íslandi til 67 áfanga­staða. Yfir 840 þús­und far­þegar voru fluttir til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli i þeim mán­uði. Í apríl í ár voru 3.132 flug­far­þegar fluttir til og frá Íslandi um flug­völl­inn.

Þegar hafa banda­rísk flug­fé­lög ákveð­ið að fljúga ekki til Íslands í sumar en önnur félög sem hingað hafa vanið komur sínar hafa ekki gefið slíkt út. 

Guð­jón segir að Isa­via geti brugð­ist mjög hratt við þegar flug­fé­lög vilja hefja flug til Íslands á nýjan leik. „Við erum þegar til­búin að taka við vélum og verðum til­búin þegar flug­fé­lögin kom­a.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent