„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“

Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Auglýsing

Þau flug­fé­lög sem hafa flogið hingað til lands und­an­farin ár hafa verið í sam­bandi við Isa­via til að kanna stöð­una hér um leið og þau hafa upp­lýst um stöð­una þeirra meg­in. Þá hefur Isa­via haldið nánu sam­bandi við þessa flug­rek­endur til að upp­lýsa þá um gang mála á Íslandi.

Þetta segir Guð­jón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, spurður um hvort erlend flug­fé­lög hafi sýnt því áhuga að fljúga hingað í sumar þegar landa­mæri hér og víðar í Evr­ópu hafa opn­ast. Þegar hefur verið gefið út að stjórn­völd stefni að því að bjóða ferða­mönnum að fara í sýna­töku við kom­una til Kefla­vík­ur­flug­vallar eða að fram­vísa við­ur­kenndu vott­orði í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví. 

Stýri­hópur skil­aði nýverið skýrslu með hug­myndum að útfærsl­um. Í kjöl­farið skip­aði heil­brigð­is­ráð­herra verk­efn­is­stjórn og fól henni und­ir­bún­ing að fram­kvæmd sýna­töku hjá komu­far­þeg­um. Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní verði skimunin komin til fram­kvæmda  og tveimur vikum eftir að hún hefst verði verk­efnið metið og tekin ákvörðun um fram­haldið á grund­velli þeirrar nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Verk­efn­is­stjórnin á einnig að gera til­lögur um fram­kvæmd sýna­töku og grein­ingar hjá far­þegum sem koma til lands­ins eftir öðrum leiðum en með flugi til Kefla­vík­ur.

Í minn­is­blaði heil­brigð­is- og dóms­mála­ráð­herra um málið segir að viss áhætta sé fólgin í því að draga úr sótt­varna­ráð­stöf­unum og liðka fyrir ferða­lögum til og frá land­inu þar sem fá ríki hafi náð jafn góðum tökum á far­aldr­inum og hér. Aftur á móti megi líta til þess að í ljósi góðrar stöðu okkar og þeirrar stað­reyndar að fyrr eða síðar verði aukin ferða­lög til og frá land­inu óhjá­kvæmi­leg sé nú tíma­bært að huga að til­slök­un­um. „Að ýmsu leyti sé hag­stætt að gera það núna þar sem ferða­lög á milli landa séu hvort eð er í lág­marki og því svig­rúm fyrir hendi til að prófa sig áfram án þess að missa tök á ástand­in­u.“

Sótt­varna­læknir mun vinna minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra upp úr til­lögum vinnu­hóps­ins sem ráð­herra mun svo byggja ákvörðun sína á og er hennar að vænta fljót­lega.

Aðeins eitt flug­fé­lag með reglu­bundið far­þega­flug

Icelandair er eina flug­fé­lagið sem er nú með reglu­bundið far­þega­flug til Íslands. Eitt og eitt flug ann­arra flug­fé­laga hefur þó „tínst inn af og til,“ segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, „meðal ann­ars sér­stök flug með erlenda rík­is­borg­ara frá Ísland­i“.

Í júlí í fyrra buðu 23 flug­fé­lög upp á flug­ferðir frá Íslandi til 67 áfanga­staða. Yfir 840 þús­und far­þegar voru fluttir til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli i þeim mán­uði. Í apríl í ár voru 3.132 flug­far­þegar fluttir til og frá Íslandi um flug­völl­inn.

Þegar hafa banda­rísk flug­fé­lög ákveð­ið að fljúga ekki til Íslands í sumar en önnur félög sem hingað hafa vanið komur sínar hafa ekki gefið slíkt út. 

Guð­jón segir að Isa­via geti brugð­ist mjög hratt við þegar flug­fé­lög vilja hefja flug til Íslands á nýjan leik. „Við erum þegar til­búin að taka við vélum og verðum til­búin þegar flug­fé­lögin kom­a.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent