„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“

Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
Auglýsing

Þau flug­fé­lög sem hafa flogið hingað til lands und­an­farin ár hafa verið í sam­bandi við Isa­via til að kanna stöð­una hér um leið og þau hafa upp­lýst um stöð­una þeirra meg­in. Þá hefur Isa­via haldið nánu sam­bandi við þessa flug­rek­endur til að upp­lýsa þá um gang mála á Íslandi.

Þetta segir Guð­jón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, spurður um hvort erlend flug­fé­lög hafi sýnt því áhuga að fljúga hingað í sumar þegar landa­mæri hér og víðar í Evr­ópu hafa opn­ast. Þegar hefur verið gefið út að stjórn­völd stefni að því að bjóða ferða­mönnum að fara í sýna­töku við kom­una til Kefla­vík­ur­flug­vallar eða að fram­vísa við­ur­kenndu vott­orði í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví. 

Stýri­hópur skil­aði nýverið skýrslu með hug­myndum að útfærsl­um. Í kjöl­farið skip­aði heil­brigð­is­ráð­herra verk­efn­is­stjórn og fól henni und­ir­bún­ing að fram­kvæmd sýna­töku hjá komu­far­þeg­um. Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní verði skimunin komin til fram­kvæmda  og tveimur vikum eftir að hún hefst verði verk­efnið metið og tekin ákvörðun um fram­haldið á grund­velli þeirrar nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Verk­efn­is­stjórnin á einnig að gera til­lögur um fram­kvæmd sýna­töku og grein­ingar hjá far­þegum sem koma til lands­ins eftir öðrum leiðum en með flugi til Kefla­vík­ur.

Í minn­is­blaði heil­brigð­is- og dóms­mála­ráð­herra um málið segir að viss áhætta sé fólgin í því að draga úr sótt­varna­ráð­stöf­unum og liðka fyrir ferða­lögum til og frá land­inu þar sem fá ríki hafi náð jafn góðum tökum á far­aldr­inum og hér. Aftur á móti megi líta til þess að í ljósi góðrar stöðu okkar og þeirrar stað­reyndar að fyrr eða síðar verði aukin ferða­lög til og frá land­inu óhjá­kvæmi­leg sé nú tíma­bært að huga að til­slök­un­um. „Að ýmsu leyti sé hag­stætt að gera það núna þar sem ferða­lög á milli landa séu hvort eð er í lág­marki og því svig­rúm fyrir hendi til að prófa sig áfram án þess að missa tök á ástand­in­u.“

Sótt­varna­læknir mun vinna minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra upp úr til­lögum vinnu­hóps­ins sem ráð­herra mun svo byggja ákvörðun sína á og er hennar að vænta fljót­lega.

Aðeins eitt flug­fé­lag með reglu­bundið far­þega­flug

Icelandair er eina flug­fé­lagið sem er nú með reglu­bundið far­þega­flug til Íslands. Eitt og eitt flug ann­arra flug­fé­laga hefur þó „tínst inn af og til,“ segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, „meðal ann­ars sér­stök flug með erlenda rík­is­borg­ara frá Ísland­i“.

Í júlí í fyrra buðu 23 flug­fé­lög upp á flug­ferðir frá Íslandi til 67 áfanga­staða. Yfir 840 þús­und far­þegar voru fluttir til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli i þeim mán­uði. Í apríl í ár voru 3.132 flug­far­þegar fluttir til og frá Íslandi um flug­völl­inn.

Þegar hafa banda­rísk flug­fé­lög ákveð­ið að fljúga ekki til Íslands í sumar en önnur félög sem hingað hafa vanið komur sínar hafa ekki gefið slíkt út. 

Guð­jón segir að Isa­via geti brugð­ist mjög hratt við þegar flug­fé­lög vilja hefja flug til Íslands á nýjan leik. „Við erum þegar til­búin að taka við vélum og verðum til­búin þegar flug­fé­lögin kom­a.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent