Danmörk snerist á sveif með Íslandi eftir að pólitísk afstaða Íslands lá fyrir

Danska fjármálaráðuneytið lagðist, rétt eins og það íslenska, gegn því að Þorvaldur Gylfason tæki við sem ritstjóri NEPR. Sú afstaða danska ráðuneytisins var þó einungis byggð á því að Þorvaldur nyti ekki stuðnings íslenska fjármálaráðuneytisins.

Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Auglýsing

Fyrst þegar gerð var til­laga til nor­ræns stýri­hóps sem fer með ráðn­ingu í starf rit­stjóra fræða­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review (NEPR) um að Þor­valdur Gylfa­son kæmi til greina í stöð­una lýsti full­trúi danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í stýri­hópnum því yfir að ráðu­neytið sam­þykkti að Þor­valdur tæki að sér starf­ið. Síðan varð afstaða Íslands ljós og þá sner­ist danska ráðu­neyt­inu hug­ur.

Þetta segir Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla, sem tók þátt í ákvarð­ana­töku starfs­hóps­ins síð­asta haust sem sitj­andi rit­stjóri NEPR, í svari við spurn­ingu Kjarn­ans. ­Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra greindi frá því á Face­book-­síðu sinni í morgun að Ísland hefði ekki verið eina ríkið sem ekki féllst á til­lögu um ráðn­ingu Þor­valds í stöð­una, þegar til kast­anna kom.

Hitt ríkið sem studdi Þor­vald ekki var Dan­mörk, en full­trúi danska ráðu­neyt­is­ins í stýri­hópnum hafði þó sem áður segir engar athuga­semdir við það að Þor­valdur tæki að sér starfið áður en Ísland lýsti yfir and­stöðu sinni við að Þor­valdur kæmi til álita vegna stjórn­mála­þátt­töku sinn­ar.

Auglýsing

Calm­fors segir að afstaða danska ráðu­neyt­is­ins hafi ekki verið byggð á því að Þor­valdur væri á ein­hvern hátt óhæfur til starfs­ins, heldur segir hann að full­trúi Dan­merkur hafi ein­fald­lega, eftir því hann best muni, borið fyrir sig stuðn­ings­leysi íslenska ráðu­neyt­is­ins.

Pró­fess­or­inn lýsti því í sam­tali við Kjarn­ann að full­trúar hinna Norð­ur­land­anna í stýri­hópnum hefðu sumir hverjir verið óánægðir með afstöðu íslenska ráðu­neyt­is­ins og komið þeirri óánægju á fram­færi munn­lega á fundi sem hald­inn var eftir að afstaða Íslands í mál­inu var ljós.

Fjár­mála­ráð­herra sagði NEPR ekki vera óháð fræði­rit

Bjarni Bene­dikts­son full­yrti í færslu sinni í morgun að ekki væri hægt að líta á NEPR sem „ó­háð fræði­rit“, heldur væri rit­inu ætlað að styðja við stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna í efna­hags­mál­um. Hann sagði enn­fremur að sýn og áherslur Þor­valdar gætu engan veg­inn stutt við stefnu­mótun í ráðu­neyti sem hann stýrði.

Calm­fors sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að það flækti vissu­lega málin að Nor­ræna ráð­herra­nefndin væri póli­tísk ein­ing og að flest fræði­rit væru gefin út með sjálf­stæð­ari hætti. En þó væri það svo að rist­jóra­starfið væri akademískt starf, þar sem póli­tískar skoð­anir hæfra fræði­manna ættu ekki að koma til nokk­urra álita við ráðn­ing­una.

Sá munur birt­ist í orða­notkun Bjarna ann­ars vegar og Calm­fors hins vegar að að Bjarni segir rit­inu ætlað að „­styðja við“ ­stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna en Calm­fors segir að rit­inu sé ætlað að birta rann­sóknir sem geti nýst nor­rænu ríkj­unum við opin­bera stefnu­mót­un.

Ritið er rit­rýnt tíma­rit, sem gefið er út undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar og er því ætl­að, sam­kvæmt lýs­ingu á vef Norð­ur­landa­ráðs að koma nýj­ustu rann­sóknum í hag­fræði á fram­færi við þá sem taka stefnu­mót­andi ákvarð­anir um efna­hags­mál á Norð­ur­löndum og aðra sem hafa áhuga á rann­sókn­um. Rit­inu er einnig ætlað að vera fram­lag til nor­rænnar þekk­ingaröfl­unar um efna­hags­mál.

Efn­is­tök­unum er stýrt af nor­ræna stýri­hópn­um, sem akademískur rit­stjóri og full­trúi rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dregio eiga sæti í, auk full­trúa nor­rænu ráðu­neyt­anna. Valið er eitt þema á hverju ári til þess að taka sér­stak­lega fyr­ir. Í síð­ustu útgáfu rits­ins var fjallað um lofts­lags­mál og Norð­ur­lönd­in, í sex mis­mun­andi fræði­grein­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent