Danmörk snerist á sveif með Íslandi eftir að pólitísk afstaða Íslands lá fyrir

Danska fjármálaráðuneytið lagðist, rétt eins og það íslenska, gegn því að Þorvaldur Gylfason tæki við sem ritstjóri NEPR. Sú afstaða danska ráðuneytisins var þó einungis byggð á því að Þorvaldur nyti ekki stuðnings íslenska fjármálaráðuneytisins.

Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Auglýsing

Fyrst þegar gerð var til­laga til nor­ræns stýri­hóps sem fer með ráðn­ingu í starf rit­stjóra fræða­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review (NEPR) um að Þor­valdur Gylfa­son kæmi til greina í stöð­una lýsti full­trúi danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í stýri­hópnum því yfir að ráðu­neytið sam­þykkti að Þor­valdur tæki að sér starf­ið. Síðan varð afstaða Íslands ljós og þá sner­ist danska ráðu­neyt­inu hug­ur.

Þetta segir Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla, sem tók þátt í ákvarð­ana­töku starfs­hóps­ins síð­asta haust sem sitj­andi rit­stjóri NEPR, í svari við spurn­ingu Kjarn­ans. ­Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra greindi frá því á Face­book-­síðu sinni í morgun að Ísland hefði ekki verið eina ríkið sem ekki féllst á til­lögu um ráðn­ingu Þor­valds í stöð­una, þegar til kast­anna kom.

Hitt ríkið sem studdi Þor­vald ekki var Dan­mörk, en full­trúi danska ráðu­neyt­is­ins í stýri­hópnum hafði þó sem áður segir engar athuga­semdir við það að Þor­valdur tæki að sér starfið áður en Ísland lýsti yfir and­stöðu sinni við að Þor­valdur kæmi til álita vegna stjórn­mála­þátt­töku sinn­ar.

Auglýsing

Calm­fors segir að afstaða danska ráðu­neyt­is­ins hafi ekki verið byggð á því að Þor­valdur væri á ein­hvern hátt óhæfur til starfs­ins, heldur segir hann að full­trúi Dan­merkur hafi ein­fald­lega, eftir því hann best muni, borið fyrir sig stuðn­ings­leysi íslenska ráðu­neyt­is­ins.

Pró­fess­or­inn lýsti því í sam­tali við Kjarn­ann að full­trúar hinna Norð­ur­land­anna í stýri­hópnum hefðu sumir hverjir verið óánægðir með afstöðu íslenska ráðu­neyt­is­ins og komið þeirri óánægju á fram­færi munn­lega á fundi sem hald­inn var eftir að afstaða Íslands í mál­inu var ljós.

Fjár­mála­ráð­herra sagði NEPR ekki vera óháð fræði­rit

Bjarni Bene­dikts­son full­yrti í færslu sinni í morgun að ekki væri hægt að líta á NEPR sem „ó­háð fræði­rit“, heldur væri rit­inu ætlað að styðja við stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna í efna­hags­mál­um. Hann sagði enn­fremur að sýn og áherslur Þor­valdar gætu engan veg­inn stutt við stefnu­mótun í ráðu­neyti sem hann stýrði.

Calm­fors sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að það flækti vissu­lega málin að Nor­ræna ráð­herra­nefndin væri póli­tísk ein­ing og að flest fræði­rit væru gefin út með sjálf­stæð­ari hætti. En þó væri það svo að rist­jóra­starfið væri akademískt starf, þar sem póli­tískar skoð­anir hæfra fræði­manna ættu ekki að koma til nokk­urra álita við ráðn­ing­una.

Sá munur birt­ist í orða­notkun Bjarna ann­ars vegar og Calm­fors hins vegar að að Bjarni segir rit­inu ætlað að „­styðja við“ ­stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna en Calm­fors segir að rit­inu sé ætlað að birta rann­sóknir sem geti nýst nor­rænu ríkj­unum við opin­bera stefnu­mót­un.

Ritið er rit­rýnt tíma­rit, sem gefið er út undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar og er því ætl­að, sam­kvæmt lýs­ingu á vef Norð­ur­landa­ráðs að koma nýj­ustu rann­sóknum í hag­fræði á fram­færi við þá sem taka stefnu­mót­andi ákvarð­anir um efna­hags­mál á Norð­ur­löndum og aðra sem hafa áhuga á rann­sókn­um. Rit­inu er einnig ætlað að vera fram­lag til nor­rænnar þekk­ingaröfl­unar um efna­hags­mál.

Efn­is­tök­unum er stýrt af nor­ræna stýri­hópn­um, sem akademískur rit­stjóri og full­trúi rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dregio eiga sæti í, auk full­trúa nor­rænu ráðu­neyt­anna. Valið er eitt þema á hverju ári til þess að taka sér­stak­lega fyr­ir. Í síð­ustu útgáfu rits­ins var fjallað um lofts­lags­mál og Norð­ur­lönd­in, í sex mis­mun­andi fræði­grein­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent