Bjarni spyr „hvers vegna í ósköpunum“ hann eigi að biðja Calmfors afsökunar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis hvort hann ætli að biðja Lars Calmfors afsökunar. Bjarni sagði Íslendinga eiga skilið afsökunarbeiðni en ekki „einhver prófessor úti í Svíþjóð.“

Bjarni Benediktsson svaraði spurningum Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Bjarni Benediktsson svaraði spurningum Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra út í mál Þor­valdar Gylfa­sonar Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Í fyr­ir­spurn sinni las hún upp úr yfir­lýs­ingu frá Félagi pró­fess­ora við rík­is­há­skóla þar sem meðal ann­ars segir um afskipti fjár­mála­ráðu­neytis af ráðn­ingu í rit­stjóra­stöðu NEPR: „Þessi afskipti skortir mál­efna­legan grund­völl og afhjúpar skiln­ings­leysi á vís­inda­starf­sem­i.“

Þá sagði hún frá því að Lars Calm­fors, fyrrum rit­stjóri NEPR, ótt­ist það að afstaða Íslands að leggj­ast gegn því að Þor­valdur komi til greina af póli­tískum ástæðum geti skaðað trú­verð­ug­leika tíma­rits­ins. Í kjöl­farið spurði hún Bjarna hvort hann hefði mót­tekið skila­boð aka­dem­í­unn­ar, hvort hann taki þau til sín og hvort þau hafi breytt afstöðu hans. 

Bjarni svar­aði því til að það væri ekki meint póli­tísk þátt­taka Þor­valds Gylfa­sonar sem vakin var athygli á á sínum tíma, heldur var verið að vekja athygli á því að hann hefði verið virkur á sínum tíma sem for­maður stjórn­mála­flokks.

Auglýsing

Bjarni segir pró­fess­ora hafa „­fallið á próf­inu“

Bjarni sagði enn fremur að aldrei hefði verið full­yrt að við­kom­andi væri enn for­maður í stjórn­mála­flokki. Eins og fram hefur komið í umfjöllun Kjarn­ans stóð engu að síður í tölvu­pósti frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu að Þor­valdur væri enn „sam­kvæmt okkar bestu vit­und“ for­maður Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar. Í tölvu­póst­inum var einnig sagt að það væri mat starfs­manna í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að það væri ekki við­eig­andi að ein­stak­lingur sem er póli­tískt virkur væri ráð­inn í starf­ið, sér­stak­lega ekki ein­hver sem er for­maður stjórn­mála­flokks.

Í svari sínu til Þór­hildar Sunnu sagði Bjarni Félag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla hafa fallið á próf­inu um það raun­hæfa verk­efni sem væri umræðan um rit­stjóra­stöð­una. „Ekki er tekið til­lit til ólíkra sjón­ar­miða, ekki getið heim­ilda og svo fram­veg­is, byggt á ein­hliða frá­sögn af mál­inu. Og kom­ist að nið­ur­stöðu algjör­lega án þess að ígrunda allar hliðar máls­ins,“ sagði Bjarni um afstöðu félags­ins.

Undir lok svars síns sagði Bjarni aðal­at­riði máls­ins vera það að Íslend­ingar áttu ekki að vera hafðir með í ráðum þegar ráð var í stöð­una. „Ég bendi hátt­virtum þing­manni á að reyna að átta sig á aðal­at­riði máls­ins sem er það að menn ætl­uðu sjálfur án þess að spyrja okkur Íslend­inga að ráða þessu máli til lykta. Það er hneykslið í þessu máli.“

Þór­hildur spyr hvort Bjarni ætli að biðj­ast afsök­unar

Þór­hildur Sunna tók í kjöl­farið til máls í annað sinn. Hún sagði Bjarna hafa lýst þeirri skoðun sinni að kunn­ings­skapur Lars Calm­fors við Þor­vald Gylfa­son hefði ef til vill ráðið því að Lars hefði til­nefnt Þor­vald í starf­ið. Hún vitn­aði í kjöl­farið í við­tal við Calm­fors þar sem hann sagði meðal ann­ars: „Það hendir alla að segja eitt­hvað í hugs­un­ar­leysi undir álagi. Engu að síður þætti mér við hæfi að fá afsök­un­ar­beiðni frá ráð­herr­anum þegar hann er búinn að hugsað mál­ið.“

Þór­hildur spurði Bjarna að lokum hvort hann væri búinn að hugsa málið og hvort hann hygð­ist ætla að biðja Lars afsök­un­ar. 

Hafði ekki hug­mynd um að þeir þekkt­ust

Í svari sínu þvertók Bjarni fyrir það að hafa full­yrt að vin­skapur Lars við Þor­vald hafi ráðið för. Hann sagð­ist hafa sagt að „úr fjar­lægð lítur þetta þannig út eins og hér séu tveir gamlir kunn­ingjar að spjalla sín í milli og ráð­stafa þess­ari til­teknu stöð­u.“

Hann seg­ist ekki hafi ekki haft neinar for­sendur til að full­yrða um vin­skap­inn: „En ég veit nátt­úr­lega ekk­ert um það, tók það skýrt fram. Og ég hafði ekki einu sinni hug­mynd um það hvort þeir þekkt­ust vel, þessir tveir ein­stak­ling­ar.“

Undir lok svars síns sagði Bjarni það ekki vera sitt hlut­verk að biðj­ast afsök­un­ar, en kall­aði hins vegar eftir því að Íslend­ingar væru beðnir afsök­un­ar. „Hvers vegna í ósköp­unum ætti ég að biðja ein­hvern pró­fessor úti í Sví­þjóð afsök­unar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn máls­ins hafa núna komið fram? Að án þess að við Íslend­ingar værum spurðir þá voru menn byrj­aðir að tala saman og póstur far­inn á íslenska pró­fess­or­inn þar sem staðan var boð­in. Hver ætlar að biðja okkur afsök­unar á því?“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent