Þjóðaröryggisráðgjafinn leysir frá skjóðunni

John Bolton sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps lýsir honum sem spilltum, fávísum og kærulausum í nýrri bók sinni, The Room Where it Happened sem kemur út á þriðjudag.

John Bolton starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps í 17 mánuði.
John Bolton starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps í 17 mánuði.
Auglýsing

Mik­ill styr hefur staðið um vænt­an­lega bók John Boltons, The Room Where it Happ­ened, en bókin kemur út í Banda­ríkj­unum á þriðju­dag­inn næst­kom­andi. Í leitan sinni við að stöðva útgáfu bók­ar­innar hefur dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna til að mynda höfðað mál gegn Bolton. Ráðu­neytið hefur kraf­ist þess að útgáfan verði stöðvuð þar sem í bók­inni megi finna leyni­legar upp­lýs­ingar sem stefnt geti þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna í hættu. Þá sakar ráðu­neytið hann um að hafa ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar um yfir­lestur sem hefði komið í veg fyrir að við­kvæmar upp­lýs­ingar röt­uðu í bók­ina.Umfjöll­un­ar­efni bók­ar­innar er fyrst og fremst mán­uð­irnir 17 sem Bolton starf­aði við hlið Trumps sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans. Í bók­inni er Bolton sagður lýsa Don­ald Trump sem spillt­um, fávísum og kæru­lausum leið­toga sem mis­beitir valdi emb­ættis síns sér í hag og lætur jafn­vel hag þjóð­ar­innar mæta afgangi í emb­ætt­is­færslum sín­um.

AuglýsingTölu­vert hefur verið fjallað um bók­ina í erlendum miðlum og hafa ýmis atriði í bók­inni verið dregin saman á vef­síðum þeirra. Sumar sög­urnar eru grát­bros­legar en aðrar segja frá afglöpum sem Bolton segir að hefðu átt að vera rann­sökuð betur í tengslum við ákæru á hendur for­set­ans fyrir emb­ætt­is­brot sem hann var að lokum sýkn­aður af. Það sem mesta athygli hefur vakið eru full­yrð­ingar Boltons um aðgerðir for­set­ans sem hefðu átt að vera rann­sak­aðar í tengslum við ákæru á hendur for­set­ans fyrir emb­ætt­is­brot sem hann var að lokum sýkn­aður af. Trump var þá sak­aður um að hafa beitt þrýst­ingi til þess að reyna að fá úkra­ínsk yfir­völd til að hefja rann­sókn á demókröt­um. Í bók­inni full­yrðir Bolton að Trump hafi verið fús til þess að hlut­ast til um rann­sóknir dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til þess að vinna sér inn greiða hjá erlendum stjórn­mála­leið­togum og ein­ræð­is­herr­um. Þetta eru meðal atriða úr bók Boltons sem New York Times hefur tekið sam­an. Greiði fyrir greiða

Fyrsta málið sem tekið er fyrir í umfjöllun New York Times snerta ásak­an­irnar sem voru í for­grunni ákærunnar fyrir emb­ætt­is­brot for­set­ans, þrýst­ingur sem hann á að hafa beitt úkra­ínsk stjórn­völd. Málið lýsir sér þannig að Trump á að hafa farið fram á að í skiptum fyrir hern­að­ar­að­stoð til Úkra­ínu myndu stjórn­völd þar í landi til­kynna það að hafin væri rann­sókn á meintum mis­gjörðum nokk­urra demókrata, þar á meðal Joe Bidens, en Biden er vita­skuld helsti and­stæð­ingur Trumps á póli­tíska svið­inu í Banda­ríkj­un­um.Trump hafi þar með notað hern­að­ar­að­stoð­ina, sem nemur alls 391 milljón banda­ríkja­dala af opin­beru fé, til þess að reyna að kría út aðstoð frá erlendu ríki sem myndi svo hjálpa honum í sinni póli­tísku bar­áttu. Það eru þessi skipti á fjár­munum og afskiptum úkra­ínskra yfir­valda sem ákæran um emb­ætt­is­brot sner­ist um, sem sagt greiði fyrir greiða (e. quid pro quo). Í rétt­ar­höld­unum sjálfum var mál­flutn­ingur vitna sleg­inn út af borð­inu vegna þess að sönn­un­ar­gögn þeirra voru fengin í gegnum milli­liði. Bolton var hins vegar við­staddur og því getur hann gefið raunsanna mynd af því hvernig Trump hafi reynt að hrinda rann­sókn yfir­valda Úkra­ínu af stað.Bolton segir að hann ásamt utan­rík­is­ráð­herr­anum Mike Pompeo og varn­ar­mála­ráð­herr­anum Mark Esper hafi ítrekað reynt að sann­færa for­set­ann um að láta hern­að­ar­að­stoð­ina af hendi. Úkra­ínsk yfir­völd hafi nauð­syn­lega þurft á henni að halda vegna átaka sem úkra­ínski her­inn stæði í. Að sögn Boltons hafi Trump sagst ekki vilja láta úkra­ínsk stjórn­völd hafa eitt né neitt fyrr en þau hefðu látið öll gögn sem snúa að rann­sókn á Hill­ary Clinton og Biden af hendi.Í bók­inni segir Bolton sig hafa efast um að Trump hafi verið réttum megin við lögin í mál­inu og að hátt­semi hans hafi alls ekki sæmt for­seta Banda­ríkj­anna. Málið hafi auk þess haft nokkur áhrif á það að Bolton hafi á end­anum ákveðið að hætta sem þjóðar­ör­ygg­is­full­trúi Trumps.En hvers vegna bar hann ekki vitni?

Þing­menn demókrata hafa gagn­rýnt Bolton fyrir það að hafa ekki borið vitni gegn Trump. Hvers vegna leiddi hann ekki hið sanna í ljós í stað þess að sitja á upp­lýs­ing­unum og hafa svo vel upp úr þeim með því að gefa þetta allt út á bók?Útskýr­ingu Bolton á þess­ari hlið máls­ins má finna í eft­ir­mála bókar hans. Eftir að þingið hafi sam­þykkt að ákæra Trump fyrir mis­beit­ingu valds hafi Bolton ætlað að bera vitni fyrir öld­unga­deild­inni ef gefin hefði verið út kvaðn­ing þess efn­is. Svo fór á end­anum að repúblikanar í öld­unga­deild­inni komu í veg fyrir að hann bæri vitni. Það gerðu öld­unga­deild­ar­þing­menn­irnir eftir að fréttir fóru að ber­ast af því að í óbirtu hand­riti Boltons, sem nú er rétt óút­kom­ið, hefði hann full­yrt að Trump hefði gerst sekur um að bjóða úkra­ínskum yfir­völdum hern­að­ar­að­stoð­ina í skiptum fyrir þeirra aðstoð.Bolton kennir demókrötum um að svo fór sem fór. Að hans mati hafi demókratar verið á of mik­illi hrað­ferð við að koma mál­inu í gegnum þing­ið. Málið hafi því ein­ungis snúið að sam­skiptum Trumps við Úkra­ínu en ekki höfðað á breið­ari grunni.Staðið í vegi fyrir rétt­læt­inu

Á meðal þeirra atriða sem Bolton telur að þingið hefði átt að rann­saka eru meðal ann­ars vilji Trumps til þess að hlut­ast til um rann­sóknir dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Það geri Trump sem per­sónu­lega greiða fyrir erlenda ein­ræð­is­herra sem honum fellur vel við. Trump og Erdogan á góðri stund. Mynd: EPAÍ áður­nefndri umfjöllun New York Times um bók­ina er til dæmis sagt frá því að Trump hafi heitið Racep Tayyip Erdogan Tyrk­lands­for­seta að hann myndi redda mál­unum fyrir Halk­bank, tyrk­nesks banka sem lá undir rann­sókn dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna gruns um að bank­inn hefði staðið í millj­arða dala ráða­bruggi sem sneri að því að kom­ast hjá við­skipta­þving­unum sem Banda­ríkin hafa beitt gegn Íran. Sömu sögu er að segja af kín­verska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu ZTE en Bolton segir Trump hafa lofað Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, því að ZTE myndi ekki hljóta alltaf harða refs­ingu fyrir að snið­ganga sam­bæri­legar við­skipta­þving­an­ir. Það hefur vænt­an­lega verið Trump afar mik­il­vægt að halda góðu sam­bandi við Xi ef marka má ásak­anir Bolton í garð Trumps. Í bók­inni er full­yrt að Trump hafi biðlað til Xi Jin­p­ing um aðstoð við að ná end­ur­kjöri. Sú aðstoð myndi fela í sér kaup Kín­verja á banda­rískum land­bún­að­ar­af­urð­um, sem myndi þá hjálpa Trump að afla sér, eða halda, fylgi í þeim ríkjum Banda­ríkj­anna þar sem land­bún­aður er mik­il­væg atvinnu­grein. Fávís for­seti

Líkt og áður segir snú­ast ekki allar sög­urnar í bók­inni um mis­beit­ingu valds eða afglöp for­set­ans. Þar má einnig lesa sögur sem ef til vill eiga að sýna fram á hve fávís for­set­inn er. Til dæmis er sagt frá því í umfjöllun BBC að Trump hafi ekki vitað að Bretar réðu yfir kjarn­orku­vopn­um. Á fundi með Ther­esu May á emb­ætt­is­maður að hafa vísað til Bret­lands sem kjarn­orku­veld­is. Trump svarar þá „Ó, svo þið eruð kjarn­orku­veld­i?“ Bolton tekur það skýrt fram að ekki hafi verið um grín að ræða.En það voru fleiri gloppur í vit­neskju for­set­ans. Skömmu fyrir fund með Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta sem hald­inn var í Helsinki, höf­uð­borg Finn­lands, á Trump að hafa spurt hvort Finn­land væri í raun og veru lepp­ríki Rúss­lands­.  Litli eld­flauga­mað­ur­inn

Svo er það ef til vill furðu­leg­asta sagan af þeim öll­um: sagan af sam­skiptum Trumps við Kim Jong-un, ein­ræð­is­herra Norð­ur­-Kóreu, sem gerð eru skil í umfjöllun The New Yor­ker. Baksagan er sú að árið 2017 hóf Trump að upp­nefna Kim á Twitter í kjöl­far eld­flauga­til­rauna Norð­ur­-Kóreu og til­rauna þeirra með kjarna­vopn. Kall­aði Trump þá Kim ýmist Eld­flauga­mann­inn (e. Rocket Man) eða Litla eld­flauga­mann­inn (e. Little Rocket Man). 

Donald Trump og Kim Jong-un takast í hendur. Mynd: EPAÞegar sam­band leið­tog­anna fór að skána varð Trump svo mjög upp­tek­inn af því að koma höndum yfir áritað ein­tak af Rocket Man, lagi Elton John, á geisla­diski. Diskinn átti svo að færa Kim Jong-un sem eins konar sátta­gjöf. Trump vildi enda meina að hann hefði ekki upp­nefnt Kim, hann hafi öllu heldur gefið honum gælu­nafn — svona eins og vinir gera.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent