Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta

„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, lagði gríð­ar­lega áherslu á það á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að skipu­leggj­endur sam­koma útfæri hólfa­skipt­ingu rétt, standi til að bjóða fleiri en 500 manns á svæð­ið. Eng­inn sam­gangur eigi að vera á milli hólfa – hvorki hjá gestum eða starfs­fólki.Víðir sagði að lög­reglan hefðu á síð­ustu dögum og vikum fengið margar ábend­ingar um sam­komur þar sem hólfa­skipt­ing átti að vera til staðar en var ábóta­vant. Hann fór því ræki­lega í saumana á þeim reglum sem eru í gildi. Í fyrsta lagi, minnti Víðir á, þá er sam­komu­bann í gildi sem mið­ast við að ekki fleiri en 500 manns mega koma sam­an. Hins vegar er hólfa­skipt­ing leyfi­leg en þó aðeins að því gefnu að engin blöndun sé á milli fólks sem er í hólf­unum eða þjón­ustar með ein­hverjum hætti þá sem þar eru.Ýmsar leið­bein­ingar hafa verið gefnar út um þetta en í ljósi ábend­inga um að fram­kvæmd hólfa­skipt­ingar sé oft ekki rétt skrif­uðu hann og sótt­varna­læknir minn­is­blað í morgun um málið sem sent var öllum lög­reglu­stjórum og fleir­um.

Auglýsing„Eng­inn sam­gangur eða blöndun milli hólfanna á að ver­a,“ ítrek­aði Víð­ir. „Þetta er sett í sótt­varna­skyni og það gengur þvert á til­gang fjölda­tak­mark­ana að hafa 500 manna hólf ef þau geta svo bland­ast fram og til baka eins og hverjum sýn­ist.“Hann benti svo á að fólk sem væri með ein­hver sjúk­dóms­ein­kenni, fólk sem væri í sótt­kví og fólk sem hefði verið í ein­angrun og ekki liðnar tvær vikur frá henni, ætti ekki að koma á sam­kom­ur. Það sama gilti um þá sem hefðu verið erlendis síð­ustu fjórtán daga. Þá eru gestir á sam­komum beðnir að virða tveggja metra regl­una eins og unnt er.Hvað varðar hólfin sjálf sagði Víðir að skil­grein­ing þeirra og aðskiln­aður þyrfti að vera greini­leg­ur. Góður aðgangur að hand­þvotti og hand­spritti eigi að vera til stað­ar. Hvert hólf þarf að hafa sinn inn­gang og sinn útgang og að minnsta kosti fjögur sal­erni séu fyrir hvert hólf. Miða­sala og öll önnur þjón­usta þarf að vera aðskilin milli hólfa. Eng­inn sam­gangur er heim­il­aður á milli hólfanna, ekki hjá gestum og ekki hjá starfs­fólki.Víðir minnti einnig á að veit­inga­staðir þar sem seldar eru vín­veit­ingar mega ekki hafa opið lengur en til 23 á kvöld­in. „Og við viljum líka hvetja til þess að opin­berar skemmt­anir sem ekki eru leyf­is­skyldar standi ekki lengur heldur en til 23.“

Verðum að sýna ábyrgð

 Víðir sagði að þetta væru leið­bein­ingar sem byggðar eru á sam­komu­bann­inu. „En þetta mun auð­vitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð. Skipu­leggj­endur við­burða þurfa að sýna ábyrgð með því að bjóða upp á skipu­lag sem sam­ræm­ist þessum leið­bein­ing­um. En við öll, sem mætum á svona staði, við þurfum líka að sýna ábyrgð.“

Sagð­ist hann síð­ustu daga hafa átt nokkur sam­töl við fólk sem sé að kvarta yfir að við­burður sem það sótti hafi ekki verið í lagi hvað þetta varð­ar. Hann spurði alla hvað þeir hefðu gert – hvort að þeir hefðu far­ið. Svörin hafi verið sú að það hafi fólk ekki gert heldur „þvælst á milli allra hólfanna“.„Það er nátt­úr­lega alveg glatað að þykj­ast vera að sýna ábyrgð með því að kvarta yfir þessu og hafa svo ekki sýnt neina ábyrgð á staðn­um. Það getur eng­inn gert þetta fyrir okk­ur. Við verðum að gera þetta saman og það þurfa allir að taka þátt í þessu.“Hann benti þeim sem vildu kvarta á að ganga fyrir með góðu for­dæmi og kvarta til skipu­leggj­enda.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent