Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta

„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, lagði gríð­ar­lega áherslu á það á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að skipu­leggj­endur sam­koma útfæri hólfa­skipt­ingu rétt, standi til að bjóða fleiri en 500 manns á svæð­ið. Eng­inn sam­gangur eigi að vera á milli hólfa – hvorki hjá gestum eða starfs­fólki.Víðir sagði að lög­reglan hefðu á síð­ustu dögum og vikum fengið margar ábend­ingar um sam­komur þar sem hólfa­skipt­ing átti að vera til staðar en var ábóta­vant. Hann fór því ræki­lega í saumana á þeim reglum sem eru í gildi. Í fyrsta lagi, minnti Víðir á, þá er sam­komu­bann í gildi sem mið­ast við að ekki fleiri en 500 manns mega koma sam­an. Hins vegar er hólfa­skipt­ing leyfi­leg en þó aðeins að því gefnu að engin blöndun sé á milli fólks sem er í hólf­unum eða þjón­ustar með ein­hverjum hætti þá sem þar eru.Ýmsar leið­bein­ingar hafa verið gefnar út um þetta en í ljósi ábend­inga um að fram­kvæmd hólfa­skipt­ingar sé oft ekki rétt skrif­uðu hann og sótt­varna­læknir minn­is­blað í morgun um málið sem sent var öllum lög­reglu­stjórum og fleir­um.

Auglýsing„Eng­inn sam­gangur eða blöndun milli hólfanna á að ver­a,“ ítrek­aði Víð­ir. „Þetta er sett í sótt­varna­skyni og það gengur þvert á til­gang fjölda­tak­mark­ana að hafa 500 manna hólf ef þau geta svo bland­ast fram og til baka eins og hverjum sýn­ist.“Hann benti svo á að fólk sem væri með ein­hver sjúk­dóms­ein­kenni, fólk sem væri í sótt­kví og fólk sem hefði verið í ein­angrun og ekki liðnar tvær vikur frá henni, ætti ekki að koma á sam­kom­ur. Það sama gilti um þá sem hefðu verið erlendis síð­ustu fjórtán daga. Þá eru gestir á sam­komum beðnir að virða tveggja metra regl­una eins og unnt er.Hvað varðar hólfin sjálf sagði Víðir að skil­grein­ing þeirra og aðskiln­aður þyrfti að vera greini­leg­ur. Góður aðgangur að hand­þvotti og hand­spritti eigi að vera til stað­ar. Hvert hólf þarf að hafa sinn inn­gang og sinn útgang og að minnsta kosti fjögur sal­erni séu fyrir hvert hólf. Miða­sala og öll önnur þjón­usta þarf að vera aðskilin milli hólfa. Eng­inn sam­gangur er heim­il­aður á milli hólfanna, ekki hjá gestum og ekki hjá starfs­fólki.Víðir minnti einnig á að veit­inga­staðir þar sem seldar eru vín­veit­ingar mega ekki hafa opið lengur en til 23 á kvöld­in. „Og við viljum líka hvetja til þess að opin­berar skemmt­anir sem ekki eru leyf­is­skyldar standi ekki lengur heldur en til 23.“

Verðum að sýna ábyrgð

 Víðir sagði að þetta væru leið­bein­ingar sem byggðar eru á sam­komu­bann­inu. „En þetta mun auð­vitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð. Skipu­leggj­endur við­burða þurfa að sýna ábyrgð með því að bjóða upp á skipu­lag sem sam­ræm­ist þessum leið­bein­ing­um. En við öll, sem mætum á svona staði, við þurfum líka að sýna ábyrgð.“

Sagð­ist hann síð­ustu daga hafa átt nokkur sam­töl við fólk sem sé að kvarta yfir að við­burður sem það sótti hafi ekki verið í lagi hvað þetta varð­ar. Hann spurði alla hvað þeir hefðu gert – hvort að þeir hefðu far­ið. Svörin hafi verið sú að það hafi fólk ekki gert heldur „þvælst á milli allra hólfanna“.„Það er nátt­úr­lega alveg glatað að þykj­ast vera að sýna ábyrgð með því að kvarta yfir þessu og hafa svo ekki sýnt neina ábyrgð á staðn­um. Það getur eng­inn gert þetta fyrir okk­ur. Við verðum að gera þetta saman og það þurfa allir að taka þátt í þessu.“Hann benti þeim sem vildu kvarta á að ganga fyrir með góðu for­dæmi og kvarta til skipu­leggj­enda.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent