Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári

Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.

Trú- og lífsskoðunarfélög
Auglýsing

Með­limum Sið­menntar hefur fjölgað um þriðj­ung síðan 1. des­em­ber 2018. Þetta kemur fram í tölum um skrán­ingar í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög sem Þjóð­skrá birti í vik­unni. Þann 1. júlí voru með­limir Sið­menntar alls 3.746 sam­an­borið við 3.470 þann 1. des­em­ber 2019 og 2.815 þann 1. des­em­ber 2018.Hlut­falls­lega var mest fjölgun með­lima í Stofnun múslima á Íslandi. Með­limum fjölg­aði um meira en þriðj­ung frá því í des­em­ber síð­ast­liðn­um, úr 251 í 341. Frá því í des­em­ber 2018 hefur með­limum fjölgað um hátt í 80 pró­sent en þá var fjöldi með­lima 191.Auglýsing

Enn fækkar í þjóð­kirkj­unni

Þjóð­kirkjan er eftir sem áður stærsta trú­fé­lag lands­ins. Með­limum hefur hins vegar fækkað á und­an­förnum árum. Þeir voru rúm­lega 230 þús­und þann 1. júlí eða 62,9 pró­sent lands­manna. Þann fyrsta des­em­ber í fyrra voru með­lim­irnir rúm­lega 231 þús­und og þann 1. des­em­ber 2018 voru þeir tæp­lega 233 þús­und.En þar með er ekki öll sagan sögð, því lands­mönnum fer einnig fjölg­andi. Ef horft er á hlut­fall lands­manna í þjóð­kirkj­unni sést að það hefur farið úr 65,2 pró­sentum í des­em­ber 2018 niður í 62,9 pró­sent í júlí 2020.Fjölgun hefur orðið í þeim trú­fé­lögum sem á eftir Þjóð­kirkj­unni koma í stærð. Næst­flestir eru skráðir í Kaþ­ólsku kirkj­una, alls tæp­lega 15 þús­und ein­stak­ling­ar. Söfn­uð­ur­inn hefur stækkað ár frá ári og er helsta ástæðan fyrir því fjölgun erlendra rík­is­borg­ara sem setj­ast hér að. 

Mikil fækkun hjá Zúistum

Mesta fækk­unin á meðal þeirra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga sem hafa 10 með­limi eða fleiri var hjá trú­fé­lag­inu Zuism. Síðan 1. des­em­ber í fyrra hefur með­limum fækkað um 13,3 pró­sent, fóru úr 1.255 niður í 1.088. Þann 1. Des­em­ber 2018 voru 1.630 ein­stak­lingar skráðir í trú­fé­lag­ið. Mikið hefur verið fjallað um mál­efni félags­ins á und­an­förnum miss­er­um. Í upp­hafi var trú­fé­lagið stofnað með það að mark­miði að berj­ast fyrir því að hið opin­bera felldi úr gildi lög sem veita trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum for­rétt­indi og fjár­styrki. Þá end­ur­greiddi félagið hluta sókn­ar­gjalda til með­lima félags­ins og það lof­orð skil­aði trú­fé­lag­inu á fjórða þús­und sókn­ar­barna.Fjöldi þeirra sem standa utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga er tæp­lega 27 þús­und og rétt um 54 þús­und ein­stak­lingar eru skráðir með ótil­greint trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent