Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári

Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.

Trú- og lífsskoðunarfélög
Auglýsing

Meðlimum Siðmenntar hefur fjölgað um þriðjung síðan 1. desember 2018. Þetta kemur fram í tölum um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í vikunni. Þann 1. júlí voru meðlimir Siðmenntar alls 3.746 samanborið við 3.470 þann 1. desember 2019 og 2.815 þann 1. desember 2018.


Hlutfallslega var mest fjölgun meðlima í Stofnun múslima á Íslandi. Meðlimum fjölgaði um meira en þriðjung frá því í desember síðastliðnum, úr 251 í 341. Frá því í desember 2018 hefur meðlimum fjölgað um hátt í 80 prósent en þá var fjöldi meðlima 191.


Auglýsing

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Þjóðkirkjan er eftir sem áður stærsta trúfélag landsins. Meðlimum hefur hins vegar fækkað á undanförnum árum. Þeir voru rúmlega 230 þúsund þann 1. júlí eða 62,9 prósent landsmanna. Þann fyrsta desember í fyrra voru meðlimirnir rúmlega 231 þúsund og þann 1. desember 2018 voru þeir tæplega 233 þúsund.


En þar með er ekki öll sagan sögð, því landsmönnum fer einnig fjölgandi. Ef horft er á hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni sést að það hefur farið úr 65,2 prósentum í desember 2018 niður í 62,9 prósent í júlí 2020.


Fjölgun hefur orðið í þeim trúfélögum sem á eftir Þjóðkirkjunni koma í stærð. Næstflestir eru skráðir í Kaþólsku kirkjuna, alls tæplega 15 þúsund einstaklingar. Söfnuðurinn hefur stækkað ár frá ári og er helsta ástæðan fyrir því fjölgun erlendra ríkisborgara sem setjast hér að. Mikil fækkun hjá Zúistum

Mesta fækkunin á meðal þeirra trú- og lífsskoðunarfélaga sem hafa 10 meðlimi eða fleiri var hjá trúfélaginu Zuism. Síðan 1. desember í fyrra hefur meðlimum fækkað um 13,3 prósent, fóru úr 1.255 niður í 1.088. Þann 1. Desember 2018 voru 1.630 einstaklingar skráðir í trúfélagið. 


Mikið hefur verið fjallað um málefni félagsins á undanförnum misserum. Í upphafi var trúfélagið stofnað með það að markmiði að berjast fyrir því að hið opinbera felldi úr gildi lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi og fjárstyrki. Þá endurgreiddi félagið hluta sóknargjalda til meðlima félagsins og það loforð skilaði trúfélaginu á fjórða þúsund sóknarbarna.


Fjöldi þeirra sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga er tæplega 27 þúsund og rétt um 54 þúsund einstaklingar eru skráðir með ótilgreint trú- og lífsskoðunarfélag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent