Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa

Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.

Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun telur mats­skýrslu Arctic Sea Farm um áformað 4.000 tonna lax­eldi í Arn­ar­firði upp­fylla skil­yrði laga um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Í áliti sínu telur stofn­unin helstu nei­kvæðu áhrif fram­leiðsl­unnar fel­ast í auknum áhrifum á botn­dýra­líf, mögu­legum áhrifum á villta lax­fiska vegna auk­ins álags laxalúsar og mögu­legum áhrifum á villta laxa­stofna vegna erfða­blönd­un­ar. Auk þess telur Skipu­lags­stofnun að fram­leiðslan komi til með að hafa nei­kvæð sam­legð­ar­á­hrif með öðru eldi á Vest­fjörð­um, bæði núver­andi og fyr­ir­hug­uðu, á villta laxa með til­liti til erfða­blönd­unar og á villta lax­fiska vegna laxalús­ar.



Í mats­skýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja lax­eldi á þremur svæðum í Arn­ar­firði; í Trostans­firði, við Hvestu­dal og við Lækj­ar­bót. Stefnt sé að því að fram­leiða að með­al­tali 4.000 tonn af laxi árlega í kyn­slóða­skiptu eldi. Til eld­is­ins verði notuð seiði af kyn­bættum laxa­stofni af norskum upp­runa.

Auglýsing



Auk fyr­ir­hug­aðs lax­eldis Arctic Sea farm í Arn­ar­firði hafa fyr­ir­tækin Arn­ar­lax og Fjarða­lax heim­ild til fram­leiðslu á 11.500 tonnum af laxi í firð­in­um. Haf­rann­sókna­stofnun hefur metið burð­ar­þol Arn­ar­fjarðar 20.000 tonn. Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar um mats­skýrsl­una kemur fram að Arn­ar­lax áformi um 4.500 tonna aukn­ingu og sam­an­lagt séu því nú uppi áform um 20.000 tonna eldi í firð­in­um.



Í mats­skýrslu kemur fram að áætlað fóð­ur­magn fyrir eina kyn­slóð af laxi á sér­hverju eld­is­svæði sé um 4.840 tonn (um 1.150 kíló af fóðri þarf til að fram­leiða 1.000 kíló af lax­i). Vegna lax­eld­is­ins muni um 460 tonn af föstum úrgangi (kolefni, köfn­un­ar­efni og fos­fór) falla til botns undir og í nágrenni eld­iskvía yfir þriggja ára eld­is­lotu og um 130 tonn af upp­leystum nær­ing­ar­efn­um.



Áhrif á eðl­is­þætti sjávar og burð­ar­þol



Arctic Sea Farm telur að áhrif eld­is­ins á eðl­is­eig­in­leika sjávar séu aft­ur­kræf og tíma­bundin. Með mark­vissri vöktun á umhverf­is­á­hrifum verði mögu­legt að grípa til mót­væg­is­að­gerða ger­ist þess þörf.



Skipu­lags­stofnun segir í áliti sínu að hafa beri í huga að í burð­ar­þols­mati Hafró komi fram að burð­ar­þols­mörkin séu ekki end­an­leg og að búast megi við end­ur­mati ef þörf kref­ur. Því telur Skipu­lags­stofnun að við leyf­is­veit­ingar þurfi að setja skil­yrði um vöktun á áhrifum eldis á botn­lag sjáv­ar.



Líf­rænt álag, botn­dýra­líf og kalk­þör­ungar



Í mats­skýrslu Arctic Sea Farm Farm kemur fram að saur og fóð­ur­leifar undir kví­unum og næst þeim muni hafa tíma­bundin nei­kvæð áhrif á vist­kerfi hafs­botns. Þrátt fyrir mark­vissa stýr­ingu á nýt­ingu eld­is­svæða og hvíld þeirra að lok­inni slátrun megi búast við að áhrifin verði tals­vert nei­kvæð en stað­bundin og aft­ur­kræf.



Skipu­lags­stofnun telur að áhrif vegna upp­söfn­unar líf­ræns úrgangs á sjáv­ar­botn verði tals­vert nei­kvæð á tak­mörk­uðu svæði undir og nærri eld­is­stað. Fjær verði áhrifin nokkuð nei­kvæð til óveru­leg. Áhrifin verði þannig stað­bundin og ráð­ist af umhverf­is­að­stæðum á hverjum stað.



Stofn­unin telur mik­il­vægt að fyrir liggi rann­sóknir á botn­dýra­lífi á áætl­uðum eld­is­svæðum áður en gefið verði út starfs­leyfi og að í því verði kveðið á um að eldi hefj­ist ekki á ný að lok­inni hvíld fyrr en hafs­botn hafi náð ásætt­an­legu ástandi.

Eldissvæði Arctic Sea Farm hf. sem tilkynnt eru hér til umhverfismats eru blálituð. Fyrirhuguð og núverandi eldissvæði Arnarlax eru afmörkuð með svörtum línum og bókstafnum A. Núverandi og fyrirhuguð eldissvæði Fjarðalax í Fossfirði eru afmörkuð með rauðum útlínum. Mynd: Matsskýrsla



Erfða­blöndun



Arctic Sea Farm telur að „virkasta átak­ið“ til að fyr­ir­byggja erfða­blöndun sé að hindra slepp­ingar smá­seiða og auka notkun ljósa til þess að „draga úr hættu á að eld­is­fiskur verði kyn­þroska“. Í heild­ina metur fyr­ir­tækið áhrif erfða­blönd­unar óveru­leg og aft­ur­kræf.



Með hlið­sjón af áhættu­mati Haf­rann­sókna­stofn­unar telur Skipu­lags­stofnun að áhrif fram­kvæmdar á laxa­stofna í þeim ám sem matið nær til verði óveru­leg en horfa verði einnig til áhrifa í öðrum ám. „Gera verður ráð fyrir að stroku­laxar geti leitað upp í ár í Arn­ar­firði og jafn­vel í ár í öðrum fjörðum sem áhættu­mat tekur ekki til­lit til.“



Í umsögn Haf­rann­sókna­stofn­unar er bent á að í Nor­egi hafi grein­ing á áhrifa­þáttum í umhverfi villtra laxa sýnt að fisk­eldi hafi áhrif og geti leitt til breyt­inga og jafn­vel útrým­ing­ar. Far­leiðir og dreif­ing laxa sem sleppi úr sjó­kvíum hér við land sé óþekkt. Miðað við stöðu þekk­ingar á inn­blöndun sé ekki hægt að fall­ast á að áhrifin verði óveru­leg og aft­ur­kræf.



Nið­ur­stöður rann­sóknar Haf­rann­sókna­stofn­unar á erfða­blöndun eld­is­laxa við íslenska laxa­stofna benda til þess að laxa­stofnar á Vest­fjörðum myndi sér­stakan erfða­hóp og að líta megi svo á að þeir hafi vernd­ar­gildi út frá sjón­ar­miðum um varð­veislu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika. Einnig benda nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar til að erfða­efni eld­is­lax hafi bland­ast villtum laxi á Vest­fjörð­um.



Telur Skipu­lags­stofnun að fyr­ir­hugað eldi muni hafa nokkuð nei­kvæð áhrif á villta laxa­stofna á Vest­fjörð­um. Sé horft til allra laxa­stofna á Vest­fjörðum telur Skipu­lags­stofnun að sam­legð­ar­á­hrif vegna ann­arra eld­is­fyr­ir­tækja verði tals­vert nei­kvæð.



Áhrif á fisk­sjúk­dóma og laxa­lús



Komi til þess að villtur fiskur sýk­ist af völdum smits frá eld­is­fiski telur Arctic Sea Farm slík áhrif aft­ur­kræf og óveru­leg.



Í ljósi þess að Mat­væla­stofnun gerir ekki athuga­semd við umfjöllun fram­kvæmda­að­ila um áhrif sjúk­dóma telur Skipu­lags­stofnun að litlar líkur séu á að fyr­ir­hugað eldi komi til með að smita villta laxa. Áhrif fram­kvæmdar á villta fiska með til­liti til sjúk­dóma eru því metin óveru­leg.



En borið hefur á lúsa­smiti í eldi á Vest­fjörðum und­an­farin ár og í Arn­ar­firði var gripið til lyfja­með­höndl­unar vegna laxalúsar og fiskilúsar árin 2017, 2018 og 2019. ­Með hlið­sjón af reynslu síð­ustu ára telur Skipu­lags­stofnun lík­legt að laxa­lús og fiski­lús eigi eftir að koma reglu­lega upp í eldi Arctic Sea Farm í Arn­ar­firði. Lík­legt sé að fyr­ir­hugað eldi komi til með að auka laxalúsa­á­lag á þá laxa­stofna sem finna megi í firð­in­um. Telur Skipu­lags­stofnun að áhrif af völdum laxalúsar og fiskilúsar geti orðið nokkuð nei­kvæð á villta lax­fiska­stofna.



Þá telur stofn­unin að með auknu fisk­eldi í Arn­ar­firði og á Vest­fjörðum fjölgi smit­leiðum ásamt því að líkur auk­ist á því að laxa­lús magn­ist upp í og við eld­iskví­ar. Einnig er það mat stofn­un­ar­innar að fyr­ir­hugað eldi komi til með að hafa nei­kvæð sam­legð­ar­á­hrif með öðru núver­andi og áform­uðu eldi á Vest­fjörð­um.



Í áliti sínu bendir Skipu­lags­stofnun á að í skýrslu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, Lyf gegn laxalús, komi fram að notkun lyfja gegn laxa­lús kunni að fela í sér slæmar afleið­ingar fyrir annað líf­ríki.

Vaðall við Hvestudal í Arnarfirði. Dalurinn er hluti af Ketildölum. Mynd: Úr matsskýrslu



Áhrif á ásýnd og vernd­ar­svæði



Arctic Sea Farm telur að áhrif kvía­þyrp­ing­ar­innar í Trostans­firði á lands­lagið yrði nokk­ur. Þyrp­ingin verði sýni­leg í öllum firð­in­um. Eld­is­svæði við Hvestunúp yrði sýni­legt þeim sem keyra um Ket­ildala­veg út í Sel­ár­dal og einnig frá ytri hluta Vað­als sem er vin­sælt úti­vist­ar­svæði. Heild­ar­á­hrif fisk­eld­is­ins á ásýnd og vernd­ar­svæði yrðu að mati fyr­ir­tæk­is­ins þó óveru­leg og aft­ur­kræf.



Skipu­lags­stofnun segir að ásýnd­ar­á­hrif á hin umfangs­miklu vernd­ar­svæði í syðri hluta Arn­ar­fjarðar vegna sjó­kví­anna verði áber­andi nei­kvæð en aft­ur­kræf.



„Ljóst er að auk fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar Arctic Sea Farm er eldi í sjó­kvíum starf­rækt eða fyr­ir­hugað í flestum fjörðum Vest­fjarða­kjálkans,“ segir áliti stofn­un­ar­inn­ar. „Því telur Skipu­lags­stofnun lík­legt að sam­legð fram­kvæmd­anna muni leiða til nokkuð nei­kvæðra sjón­rænna áhrifa á upp­lifun gesta sem leið eiga um Vest­firð­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent