Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur

Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.

Býfluga á kafi í villiblómi.
Býfluga á kafi í villiblómi.
Auglýsing

Frá því á fimmta ára­tug síð­ustu aldar hefur svæði þar sem villi­blóm vaxa í Bret­landi minnkað um sjö millj­ónir hekt­ara eða 97 pró­sent. Sífellt meira land er brotið undir land­búnað og manna­bú­staði með þessum afleið­ing­um. En villi­blómin eru grund­völlur lífs mjög mik­il­vægrar líf­veru – líf­veru sem gegnir lyk­il­hlut­verki í vist­kerfum jarð­ar: Býflug­unn­ar.



Í Bret­landi er því svo komið að býfluga sem kennd er við langa fálm­ara karl­dýrs­ins og nefn­ist long horned bee á ensku, er aðeins að finna á örfáum svæð­um, aðal­lega á grös­ugum klettum við strönd­ina. Þessi býfluga er háð villi­blómunum sem hún lifir á. Í námunda við þau gerir hún svo bú sitt.



Fækkun býflugna í Bret­landi, ann­ars staðar í Evr­ópu, í Banda­ríkj­unum og víð­ar, hefur verið ljós í nokkur ár. Og skýr­ingin á fækk­un­inni sömu­leið­is. Bresku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Buglife ætla nú að reyna að koma upp „býlínu“ – líf­línu fyrir býfl­ugur – um Bret­land þvert og endi­langt. Línan verður í formi villi­blóma á að minnsta kosti 150 þús­undum hekt­ara lands, gangi allt að ósk­um. Blóma­beltin verða um þrír kíló­metrar að breidd og munu ná stranda á milli, þræða sig í kringum borgi og bæi og þekja sam­tals 48 þús­und fer­kíló­metra á Englandi.

Auglýsing

„Ímynd­aðu þér hvernig það væri að reyna að ferð­ast um Bret­land án þess að hafa til þess vegi og járn­braut­ir. Ímynd­aðu þér ef níu af hverjum tíu kíló­metrum af vegum væru horfn­ir. Lífið við þær aðstæður væri ómögu­leg­t,“ segir í kynn­ing­ar­texta býlínu verk­efn­is­ins á heima­síðu Bugli­fe.



Von­ast er til að blóma­beltin – býlínan – eigi eftir að skapa góð skil­yrði fyrir býfl­ug­urnar með löngu þreifar­ana og fleiri skor­dýr sem eru und­ir­staða alls lífs á jörð­inni.



Andrew Whitehou­se, líf­fræð­ingur sem starfar hjá Bugli­fe-­sam­tök­unum segir að allt of mikið land­svæði villtra plöntu­teg­unda hafi verið brotið undir beit­ar- og rækt­ar­lönd. Það hafi slitið nátt­úru­leg blóma­belti í sundur sem hefti útbreiðslu og fjölgun býflugna. Þess vegna þurfi að tengja þau svæði sem eftir eru saman á ný. Og þar kemur býlínan til sög­unn­ar.



Catherine Jones, sem fer fyrir býlín­u-verk­efn­inu hjá Bugli­fe, segir að skipu­lag verk­efn­is­ins fyrir Eng­land sé klárt og síðar á þessu ári verið lokið við að skipu­leggja það í Skotlandi, Wales og á Norð­ur­-Ír­landi.



Buglife hóf und­ir­bún­ings verk­efn­is­ins fyrir sex árum með fjár­stuðn­ingi frá umhverf­is­ráðu­neyt­inu og fleiri opin­berum aðil­um. Við und­ir­bún­ing­inn hefur verið leitað til fjölda sam­starfs­að­ila, m.a. nátt­úru­vernd­ar­hópa á ýmsum svæð­um, land­eig­enda og fleiri. Verk­efnið er þegar farið af stað og í sam­ein­ingu hafa þessir aðilar búið til 450 hekt­ara blóma­belti á milli nátt­úru­legra svæða sem enn eru ósnort­in. Árang­ur­inn er þegar far­inn að koma í ljós og hefur ein býflugna­teg­und sést t.d. suður af Bristol þar sem engin slík fluga hefur fund­ist í sjö ár. Í blóma­belt­inu er ekki aðeins að finna blóm­strandi plöntur heldur ýmsar aðrar sem býfl­ug­urnar sækj­ast í.





Ein býlínan liggur frá strönd­inni í Devon og inn í land og von­ast er til þess að býflugan með löngu þreifar­ana nýti sér hana. Enn á eftir að fá marga land­eig­endur að verk­efn­inu svo að það geti fari að skila þeim árangri sem vænta má.



Þessa vik­una stendur yfir árvekni­á­tak í Bret­landi, Bees’ Needs Week, þar sem almenn­ingur er fræddur um hvernig hann getur tekið þátt í því að bæta lífs­kjör býflugna með ein­földum aðgerð­um. Þær geta m.a. falist í því að planta ákveðnum blómum í garða og að slá flöt­ina sjaldn­ar.



Í Bret­landi er að finna 250 teg­undir af villtum býflug­um. 24 þeirra eru hun­angs­fl­ugur og fækkað hefur um meira en 80 pró­sent í stofnum sex slíkra teg­unda á síð­ustu ára­tug­um.



 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent