Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára

Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.

Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Auglýsing

Í júní var 355 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og voru þeir 26 prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans. Þar kemur einnig fram að lítil aukning hafi verið í þinglýstum kaupsamningum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist samdráttur.


Í hagsjánni segir að maímánuður hafi verið líflegur á íbúðamarkaði. Þinglýsingar hafi verið mun fleiri í mánuðinum heldur en í apríl, þegar samkomubann stóð sem hæst, auk þess sem hækkun á íbúðaverði hafi mælst milli mánaða. 


„Vísbendingar voru því um að líf væri að færast í íbúðamarkaðinn. Tölur júnímánaðar benda til þess að staðan sé nokkuð róleg enn sem komið er á höfuðborgarsvæðinu, þó viðskipti séu fleiri en þegar samkomubann stóð sem hæst,“ segir þar.

Auglýsing

Mesta aukningin á Akranesi

Þrátt fyrir að þinglýstum kaupsamningum hafi fækkað á höfuðborgarsvæðinu fjölgar þeim víða utan þess á öðrum ársfjórðungi . Mesta aukningin var á Akranesi þar sem 57 prósent fleiri kaupsamningum var þinglýst. Aukningin nam 18 prósentum á Akureyri og 12 prósentum á Árborgarsvæðinu. 


Um þennan mun milli svæða segir í hagsjánni: „Það kemur örlítið á óvart að sjá svona mikla aukningu á tímum þar sem kreppir að, og samningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu, en þessi niðurstaða gæti verið til marks um það að fólk hafi í auknum mæli leitað út fyrir höfuðborgarsvæðið í leit að húsnæði“


Samkvæmt hagsjánni hefur um þriðjungur allra þinglýstra kaupsamninga verið utan höfuðborgarsvæðisins. Á öðrum ársfjórðungi í ár er hlutfallið 45 prósent.

Samdráttur á höfuðborgarsvæðinu en aukning utan þess

Þá segir í hagsjánni að fjölgun kaupsamninga utan höfuðborgarsvæðisins gerir það að verkum að samdráttur á öðrum ársfjórðungi er ekki jafn mikill og búast hefði mátt við fyrir landið allt. Utan höfuðborgarsvæðisins hafi kaupsamningum fjölgað um 0,5 prósent en fækkað um 31 prósent innan þess.


Að endingu er tekið fram að hafa beri í huga að mislangur biðtími eftir þinglýsingu eftir sýslumannsembættum geti að einhverju leyti skýrt ólíka þróun eftir landsvæðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent