Afleiðingar faraldursins afdrifaríkari í verr stöddum samfélögum

Afleiðingar COVID-19 faraldursins tengjast mörgum erfiðum álitamálum, meðal annars hvaða hagsmuna þurfi að líta til og hvað skuli gera til að lágmarka neikvæðar félagslegar afleiðingar eins og aukna áhættu fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Auglýsing

COVID-19 far­ald­ur­inn hefur vakið margar áleitnar spurn­ingar um ákvarð­anir stjórn­valda, sið­ferði­leg álita­mál í heil­brigð­is­geir­an­um, rétt­indi og skyldur almenn­ings, mat á áhættu og mis­mun­andi hags­mun­um, upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings og traust til vís­inda.

Þetta segir Eyja Mar­grét Brynjars­dótt­ir, pró­fessor í heim­speki og hag­nýtri sið­fræði, í sam­tali við Kjarn­ann. Unnið verður að nýju rann­sókn­ar­verk­efni í sumar á vegum Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna sem ber yfir­skrift­ina „Heim­speki­legar áskor­anir á far­sótt­ar­tím­um“. Eyja Mar­grét er umsjón­ar­maður verk­efn­is­ins ásamt Finni Ulf Dell­sén, dós­ent í heim­speki, og Vil­hjálmi Árna­syni, pró­fessor í sömu grein,

Hún segir að verk­efnið snú­ist um að skoða COVID-19 far­ald­ur­inn og við­brögðin við honum út frá þeim und­ir­sviðum heim­spek­innar sem helst snerta á þeim álita­málum sem upp koma: hag­nýttri sið­fræði, femínískri heim­speki, stjórn­mála­heim­speki og þekk­ing­ar­fræð­i/­vís­inda­heim­speki. 

Auglýsing

Fjórir heim­spekinemar skrá­setji helstu atburði og álita­mál sem komið hafa upp, auk þess að vinna með leið­bein­endum að því að greina þessa atburði og álita­mál út frá heim­speki- og sið­fræði­legu sjón­ar­horni. Hver nem­andi leggur áherslu á eitt ofan­nefndra sviða en hóp­ur­inn í heild sinni vinnur jafn­framt saman og sam­þættir þannig rann­sóknir sín­ar.

Hér á Íslandi erum við nokkuð heppin

Eyja Mar­grét segir að álita­málin sem komið hafa upp séu af ýmsum toga, sem sé ástæða þess að þau tengi þetta við fjögur svið innan heim­spek­inn­ar. 

„Þau eru líka mis­mun­andi eftir því hvar við erum stödd í heim­in­um. Hér á Íslandi erum við nokkuð hepp­in, ekki aðeins vegna þess að okkur hefur – fram að þessu – gengið vel í glímunni við far­ald­ur­inn heldur líka vegna þess að við búum við mikla vel­meg­un, sem gerir það mun auð­veld­ara en ella að taka á hinum ýmsu félags­legu afleið­ingum far­ald­urs­ins og ann­ars sem honum teng­ist.

Án þess að ég vilji með nokkru móti gera lítið úr þeim afleið­ingum hér á landi þá geta afleið­ingar bæði far­ald­urs­ins og ýmissa aðgerða gegn honum orðið enn afdrifa­rík­ari í sam­fé­lögum sem eru verr stödd. Þessar afleið­ingar tengj­ast mörgum erf­iðum álita­mál­um, meðal ann­ars hvaða ákvarð­anir sé rétt að taka varð­andi lok­anir fyr­ir­tækja og þjón­ustu­stofn­ana, sam­komu­bann og fleira í þeim dúr, hvaða hags­muna þurfi að líta til, hvað skuli gera til að lág­marka nei­kvæðar félags­legar afleið­ingar eins og aukna áhættu fyrir þolendur heim­il­is­of­beldis eða bregð­ast við því sem virð­ist óhjá­kvæmi­legt við þessar aðstæð­ur, eins og aukið atvinnu­leysi.“

Margar spurn­ingar vakna

Eyja Mar­grét segir að eins þurfi að huga að hlutum eins og hvenær og hve mikið sé í lagi að skerða frelsi almenn­ings, með hvaða hætti upp­lýs­inga­gjöf og upp­lýs­inga­öflun fari fram og hvernig skuli for­gangs­raða í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Svo vakni ýmsar spurn­ingar varð­andi vís­inda­rann­sókn­ir, til dæmis hvort ástæða sé til að draga úr kröfum um til­skilin leyfi eða vönduð vinnu­brögð þegar mikið er í húfi og mikið liggur á. Ekki megi heldur gleyma því máli sem hefur verið nokkuð umdeilt að und­an­förnu, þ.e. hvernig skuli haga tak­mörk­unum á ferðir til og frá land­inu, skimunum fyrir veirunni og öðru því tengdu.

Mik­il­vægt að geta kort­lagt þá hags­muni sem koma við sögu

Aðspurð af hverju mik­il­vægt sé að velta fyrir sér þessum álita­málum þá segir Eyja Mar­grét að þau telji mik­il­vægt að skoða málin út frá þessum spurn­ingum og skrá­setja sem fyrst meðan svo stuttur tími sé lið­inn frá því að þetta ástand skall á.

„Eins og við vitum geta hugs­anir og við­horf breyst hratt með breyttum aðstæðum og fer fljótt að fenna yfir ýmis­legt í minn­inu. Þess vegna er dýr­mætt að geta átt heim­ildir um afstöðu til þess­ara spurn­inga á þessu stigi. Við erum að glíma við afar flókin álita­mál sem er mik­il­vægt að gefa sér tíma til að rýna aðeins í og greina hvað það er sem skiptir máli.

Ástandið sem hefur skap­ast er í raun mjög flókið og lítið til af ein­földum lausnum á því eða aug­ljósum svörum við því hvað sé best að gera. Því er mik­il­vægt að geta kort­lagt þá hags­muni sem koma við sögu og hvaða leiðir séu færar til að koma til móts við þá og hvernig sé hægt að vega og meta bæði hags­muni og áhættu þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru tekn­ar,“ segir hún.

Hlut­verk heim­spek­innar að gera grein fyrir mis­mun­andi þáttum sem flækja málin

Varð­andi það hvað heim­spekin geti lagt til á tímum sem þessum þá bendir hún á – eins og margoft hafi verið sagt – að það ástand sem við búum við sé for­dæma­laust og staðan sé í raun mjög flókin vegna mik­ils fjölda ólíkra hags­muna sem tak­ist á, en séu samt allir mik­il­vægir, og vegna óvissunnar sem skap­ist af nýjum sjúk­dómi sem eng­inn viti almenni­lega hvernig hegðar sér. Hlut­verk heim­spek­innar hér sé að gera grein fyrir öllum þessum mis­mun­andi þáttum sem flækja mál­in.

„Rann­sóknin mun hafa hag­nýtt gildi – beint og óbeint – fyrir rann­sókn­ir, kennslu og ekki síst opin­bera umræðu um heim­speki­legar hliðar COVID-19. Ef vel tekst til munu þær heim­speki­legu rann­sóknir á COVID-19 sem gerðar verða á næstu árum byggja á þess­ari skrá­setn­ingu og grein­ingu, auk þess sem rann­sóknir utan heim­speki – svo sem í stjórn­mála­fræði og félags­sál­fræði – geta byggt á sama grunni að nokkru leyti.

Kennsla um COVID-19 getur einnig byggt á þessum grunni, enda verða útbúnir textar fyrir Vís­inda­vef HÍ sem henta sér­stak­lega vel í kennslu, til dæmis á fram­halds­skóla­stigi. Loks mun opin­ber umræða geta byggt á þessum grunni, enda verða gögn og nið­ur­stöður birtar opin­ber­lega og fjöl­miðlum sér­stak­lega bent á þau,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent