Afleiðingar faraldursins afdrifaríkari í verr stöddum samfélögum

Afleiðingar COVID-19 faraldursins tengjast mörgum erfiðum álitamálum, meðal annars hvaða hagsmuna þurfi að líta til og hvað skuli gera til að lágmarka neikvæðar félagslegar afleiðingar eins og aukna áhættu fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Auglýsing

COVID-19 far­ald­ur­inn hefur vakið margar áleitnar spurn­ingar um ákvarð­anir stjórn­valda, sið­ferði­leg álita­mál í heil­brigð­is­geir­an­um, rétt­indi og skyldur almenn­ings, mat á áhættu og mis­mun­andi hags­mun­um, upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings og traust til vís­inda.

Þetta segir Eyja Mar­grét Brynjars­dótt­ir, pró­fessor í heim­speki og hag­nýtri sið­fræði, í sam­tali við Kjarn­ann. Unnið verður að nýju rann­sókn­ar­verk­efni í sumar á vegum Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna sem ber yfir­skrift­ina „Heim­speki­legar áskor­anir á far­sótt­ar­tím­um“. Eyja Mar­grét er umsjón­ar­maður verk­efn­is­ins ásamt Finni Ulf Dell­sén, dós­ent í heim­speki, og Vil­hjálmi Árna­syni, pró­fessor í sömu grein,

Hún segir að verk­efnið snú­ist um að skoða COVID-19 far­ald­ur­inn og við­brögðin við honum út frá þeim und­ir­sviðum heim­spek­innar sem helst snerta á þeim álita­málum sem upp koma: hag­nýttri sið­fræði, femínískri heim­speki, stjórn­mála­heim­speki og þekk­ing­ar­fræð­i/­vís­inda­heim­speki. 

Auglýsing

Fjórir heim­spekinemar skrá­setji helstu atburði og álita­mál sem komið hafa upp, auk þess að vinna með leið­bein­endum að því að greina þessa atburði og álita­mál út frá heim­speki- og sið­fræði­legu sjón­ar­horni. Hver nem­andi leggur áherslu á eitt ofan­nefndra sviða en hóp­ur­inn í heild sinni vinnur jafn­framt saman og sam­þættir þannig rann­sóknir sín­ar.

Hér á Íslandi erum við nokkuð heppin

Eyja Mar­grét segir að álita­málin sem komið hafa upp séu af ýmsum toga, sem sé ástæða þess að þau tengi þetta við fjögur svið innan heim­spek­inn­ar. 

„Þau eru líka mis­mun­andi eftir því hvar við erum stödd í heim­in­um. Hér á Íslandi erum við nokkuð hepp­in, ekki aðeins vegna þess að okkur hefur – fram að þessu – gengið vel í glímunni við far­ald­ur­inn heldur líka vegna þess að við búum við mikla vel­meg­un, sem gerir það mun auð­veld­ara en ella að taka á hinum ýmsu félags­legu afleið­ingum far­ald­urs­ins og ann­ars sem honum teng­ist.

Án þess að ég vilji með nokkru móti gera lítið úr þeim afleið­ingum hér á landi þá geta afleið­ingar bæði far­ald­urs­ins og ýmissa aðgerða gegn honum orðið enn afdrifa­rík­ari í sam­fé­lögum sem eru verr stödd. Þessar afleið­ingar tengj­ast mörgum erf­iðum álita­mál­um, meðal ann­ars hvaða ákvarð­anir sé rétt að taka varð­andi lok­anir fyr­ir­tækja og þjón­ustu­stofn­ana, sam­komu­bann og fleira í þeim dúr, hvaða hags­muna þurfi að líta til, hvað skuli gera til að lág­marka nei­kvæðar félags­legar afleið­ingar eins og aukna áhættu fyrir þolendur heim­il­is­of­beldis eða bregð­ast við því sem virð­ist óhjá­kvæmi­legt við þessar aðstæð­ur, eins og aukið atvinnu­leysi.“

Margar spurn­ingar vakna

Eyja Mar­grét segir að eins þurfi að huga að hlutum eins og hvenær og hve mikið sé í lagi að skerða frelsi almenn­ings, með hvaða hætti upp­lýs­inga­gjöf og upp­lýs­inga­öflun fari fram og hvernig skuli for­gangs­raða í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Svo vakni ýmsar spurn­ingar varð­andi vís­inda­rann­sókn­ir, til dæmis hvort ástæða sé til að draga úr kröfum um til­skilin leyfi eða vönduð vinnu­brögð þegar mikið er í húfi og mikið liggur á. Ekki megi heldur gleyma því máli sem hefur verið nokkuð umdeilt að und­an­förnu, þ.e. hvernig skuli haga tak­mörk­unum á ferðir til og frá land­inu, skimunum fyrir veirunni og öðru því tengdu.

Mik­il­vægt að geta kort­lagt þá hags­muni sem koma við sögu

Aðspurð af hverju mik­il­vægt sé að velta fyrir sér þessum álita­málum þá segir Eyja Mar­grét að þau telji mik­il­vægt að skoða málin út frá þessum spurn­ingum og skrá­setja sem fyrst meðan svo stuttur tími sé lið­inn frá því að þetta ástand skall á.

„Eins og við vitum geta hugs­anir og við­horf breyst hratt með breyttum aðstæðum og fer fljótt að fenna yfir ýmis­legt í minn­inu. Þess vegna er dýr­mætt að geta átt heim­ildir um afstöðu til þess­ara spurn­inga á þessu stigi. Við erum að glíma við afar flókin álita­mál sem er mik­il­vægt að gefa sér tíma til að rýna aðeins í og greina hvað það er sem skiptir máli.

Ástandið sem hefur skap­ast er í raun mjög flókið og lítið til af ein­földum lausnum á því eða aug­ljósum svörum við því hvað sé best að gera. Því er mik­il­vægt að geta kort­lagt þá hags­muni sem koma við sögu og hvaða leiðir séu færar til að koma til móts við þá og hvernig sé hægt að vega og meta bæði hags­muni og áhættu þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru tekn­ar,“ segir hún.

Hlut­verk heim­spek­innar að gera grein fyrir mis­mun­andi þáttum sem flækja málin

Varð­andi það hvað heim­spekin geti lagt til á tímum sem þessum þá bendir hún á – eins og margoft hafi verið sagt – að það ástand sem við búum við sé for­dæma­laust og staðan sé í raun mjög flókin vegna mik­ils fjölda ólíkra hags­muna sem tak­ist á, en séu samt allir mik­il­vægir, og vegna óvissunnar sem skap­ist af nýjum sjúk­dómi sem eng­inn viti almenni­lega hvernig hegðar sér. Hlut­verk heim­spek­innar hér sé að gera grein fyrir öllum þessum mis­mun­andi þáttum sem flækja mál­in.

„Rann­sóknin mun hafa hag­nýtt gildi – beint og óbeint – fyrir rann­sókn­ir, kennslu og ekki síst opin­bera umræðu um heim­speki­legar hliðar COVID-19. Ef vel tekst til munu þær heim­speki­legu rann­sóknir á COVID-19 sem gerðar verða á næstu árum byggja á þess­ari skrá­setn­ingu og grein­ingu, auk þess sem rann­sóknir utan heim­speki – svo sem í stjórn­mála­fræði og félags­sál­fræði – geta byggt á sama grunni að nokkru leyti.

Kennsla um COVID-19 getur einnig byggt á þessum grunni, enda verða útbúnir textar fyrir Vís­inda­vef HÍ sem henta sér­stak­lega vel í kennslu, til dæmis á fram­halds­skóla­stigi. Loks mun opin­ber umræða geta byggt á þessum grunni, enda verða gögn og nið­ur­stöður birtar opin­ber­lega og fjöl­miðlum sér­stak­lega bent á þau,“ segir hún að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent