Annar stór skjálfti á Reykjanesi

Skjálfti sem mældist 4,6 stig varð rétt fyrir 6 í morgun á Reykjanesi, á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn í gærkvöldi sem reyndist 5 stig. Grjóthrun varð í nágrenni upptakanna.

Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesi síðustu klukkustundir.
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesi síðustu klukkustundir.
Auglýsing

Jarð­skjálfta­hrina er nú á Reykja­nesi og mæld­ist stór skjálfti, 4,6 stig, nú klukkan 5.46 í morg­un. Klukkan 23.36 í gær varð skjálfti sem mæld­ist 5 stig. Fjöldi smærri skjálfta hefur fylgt og hafa um tutt­ugu þeirra, sam­kvæmt óyf­ir­förnum frum­nið­ur­stöð­um, verið 3 stig eða stærri frá mið­nætt­i. ­Upp­lýs­ingar hafa borist veð­ur­stof­unni um grjót­hrun í Fest­ar­fjalli sem er um sex kíló­metrum suð­vestur af upp­tökum skjálft­ans.Stóri skjálft­inn í gær varð um þrjá kíló­metra norður af Fagra­dals­fjalli á Reykja­nesi. Sam­kvæmt óyf­ir­förnum mæl­ingum úr sjálf­virkum mælum var hann 4,4 en að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra reynd­ist hann 5 að stærð.Sá skjálfti fannst víða, meðal ann­ars á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á Stokks­eyri, í Vest­manna­eyjum og í Borg­ar­nesi.

Auglýsing


Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá veð­ur­stof­unni urðu fleiri en 700 skjálftar við Fagra­dals­fjall í gær og við­búið að þeir verði fleiri.Ekki er hægt að úti­loka fleiri stóra skjálfta á svæð­inu í þess­ari hrinu, segir í til­kynn­ingu almanna­varna.Í jan­úar hófst land­ris við fellið Þor­björn skammt frá Grinda­vík sam­hliða jarð­skjálfta­hr­inu. Um tíma stöðv­að­ist land­risið en um miðjan júní hafði land þar risið um 12 sentí­metra.Jörð hefur skolfið víðar á Íslandi und­an­far­ið. Á Norð­ur­landi hefur jarð­skjálfta­hrina einnig verið í gangi.Vís­bend­ingar um að Grím­svötn búi sig undir eld­gosVís­inda­ráð almanna­varna hitt­ist á fundi 10. júní vegna jarð­hrær­inga á Reykja­nesskaga og nýlegra mæl­inga í Grím­svötn­um. Á fund­inum kom fram að um miðjan maí hófst þensla að nýju vestan við Þor­björn sem benti til þess að þriðja kvikuinnskotið á þessu svæði frá ára­mótum væri að eiga sér stað. Inn­skotið virð­ist hafa byrjað að mynd­ast um miðjan maí en jarð­skjálfta­virkni jókst nokkru síðar eða þann 30. maí. Í þeirri hrinu var stærsti skjálft­inn 3,5 stig.Á fund­inum var einnig  rætt um stöð­una í Grím­svötn­um, en Jarð­vís­inda­stofnun og Veð­ur­stofa  Íslands voru þar við mæl­ingar í byrjun júní. Á virkni­tíma­bilum eins og verið hefur frá 1996, er algengt að 5-10 ár séu milli gosa í Grím­svötn­um. Síð­ast gaus þar 2011 og var það nokkuð stórt og kröft­ugt gos. Á þeim tíma sem lið­inn er frá gos­inu benda mæl­ingar til þess að kvika hafi safn­ast fyrir og þrýst­ingur í kviku­hólfi auk­ist.  Í byrjun júní mældu starfs­menn Veð­ur­stof­unnar brenni­steins­dí­oxíð, SO2, í suð­vest­ur­horni Grím­s­vatna, nærri þeim stað þar sem gaus 2004 og 2011. „Þetta er í fyrsta sinn sem SO2 mælist í svo miklu magni í eld­stöð á Íslandi án þess að eld­gos sé í gangi og er vís­bend­ing um grunn­stæða kviku“, var haft eftir Melissu Anne Preffer, sér­fræð­ingi á Veð­ur­stofu Íslands, í til­kynn­ingu. Sagði hún að til við­bótar við aukið magn SO2, færi svæðið þar sem jarð­hiti á yfir­borði mælist stækk­andi.Mögu­legt að eld­gos brjót­ist út í lok jök­ul­hlaupsÍ til­kynn­ingu vís­inda­ráðs­ins kom fram að aðstæður í Grím­svötnum væru þannig að vatns­borð standi fremur hátt auk þess sem kviku­þrýst­ingur væri hár í kviku­hólf­inu undir öskj­unn­i.  „Því verður að gera ráð fyrir þeim mögu­leika að eld­gos brjót­ist út í lok jök­ul­hlaups, sem gæti orðið á næstu vikum eða mán­uð­u­m.  Alls ekki er víst að svona fari, jök­ul­hlaup á næst­unni þarf ekki að leiða til eld­goss.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent