Talsvert neikvæð áhrif myndu fylgja endurræsingu og stækkun kísilversins

Loftgæði: Talsvert neikvæð og mögulega verulega neikvæð. Lyktarmengun: Talsvert neikvæð. Vatnafar: Talsvert neikvæð. Ásýnd: Talsvert neikvæð. Umhverfisstofnun hefur skilað umsögn sinni um áformaða endurræsingu og stækkun kísilversins í Helguvík.

Stakksberg áformar að ræsa ljósbogaofn kísilversins í Helguvík og stækka það.
Stakksberg áformar að ræsa ljósbogaofn kísilversins í Helguvík og stækka það.
Auglýsing

 Fyr­ir­huguð end­ur­ræs­ing eins ljós­boga­ofns og síðar upp­bygg­ing kís­il­verk­smiðju Stakks­bergs í Helgu­vík með fjórum ofn­um, myndi að mati Umhverf­is­stofn­unar hafa tals­vert nei­kvæð áhrif. Hún telur enn fremur óvissu ríkja um áhrif end­ur­ræs­ingar og gæði meng­un­ar­varna án neyð­ar­skor­steins líkt og Stakks­berg áformar og hættu á rekstr­ar­ó­stöð­ug­leika af þeim sök­um. „Við þær aðstæður telur stofn­unin mögu­legt að áhrif verk­smiðj­unnar á loft­gæði verði veru­lega nei­kvæð, bæði ryklos­unar og lykt­ar­meng­un­ar. Þá eru áhrifin ekki aðeins stað­bundin við iðn­að­ar­svæðið í Helgu­vík heldur einnig svæð­is­bundin með til­liti til ásýnd­ar.“

Þetta er sam­an­dregin nið­ur­staða Umhverf­is­stofn­unar á frum­mats­skýrslu Stakks­bergs um fyr­ir­hug­aða end­ur­ræs­ingu kís­il­vers­ins í Helgu­vík og stækkun þess í áföng­um. Stofn­unin hefur nú skilað ítar­legri umsögn sinni um skýrsl­una til Skipu­lags­stofn­un­ar. 

Auglýsing

Félagið Stakks­berg ehf., sem er alfarið í eigu Arion banka, ráð­gerir að end­ur­ræsa kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ, eftir end­ur­bætur og hefja á ný fram­leiðslu á kís­il. Áætluð fram­leiðslu­geta er 100.000 tonn á ári af hrákísil í allt að fjórum ljós­boga­ofn­um. Á næstu árum er þó aðeins stefnt á nýt­ingu eins ljós­boga­ofns og árlegri fram­leiðslu 25.000 tonna af kís­il­vör­um.

Gang­setn­ing kís­il­verk­smiðj­unnar með end­ur­bótum er kallað 1. áfangi með nýt­ingu eins ljós­boga­ofns og einum 52 metra háum skor­steini úr síu­húsi. Að loknum 4. áfanga er full­byggð kís­il­verk­smiðja með nýt­ingu alls fjög­urra ljós­boga­ofna og tveimur 52 metra háum skor­stein­um. Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar er bent á þá stað­reynd að við 4. áfanga verður fram­leiðsla og þar með losun fjórum sinnum meiri en við 1. áfanga.

Rekstr­ar­vandi frá upp­hafi

Kís­il­verk­smiðja Sam­ein­aðs Síli­kons var í rekstri frá nóv­em­ber 2016 til ágúst­loka 2017. Að mati Umhverf­is­stofn­unar kemur skýrt fram að rekstr­ar­örðu­leika, sem ollu því að ítrekað þurfti að stöðva ljós­boga­ofn, megi að miklu leyti rekja til slakra gæða á bún­aði og efna sem nýtt voru við fram­leiðsl­una. Varð þetta til þess að ofn­inn var oft keyrður á lágu afli annað hvort við nið­ur­keyrslu þegar slökkt var á honum eða við ræs­ingu þegar kveikt var á honum á ný. 

Við þessar aðstæður var lykt­ar­mengun frá starf­sem­inni hvað verst en ekki er að fullu vitað hvers vegna. Erf­ið­lega reynd­ist að halda ofn­inum stöð­ug­um, ekki síst vegna lít­illa gæða í bún­aði verk­smiðj­unnar en einnig vegna skorts á þjálfun starfs­fólks.

Athuga­semdir voru gerðar í eft­ir­liti Umhverf­is­stofn­unar með starf­sem­inni allt frá útgáfu starfs­leyf­is­ins og er áréttað í umsögn­inni að „vegna umfangs­mik­illa og end­ur­tek­inna rekstr­ar­vanda­mála var umfang eft­ir­lits með verk­smiðj­unni for­dæma­laust“. Eft­ir­lits­menn Umhverf­is­stofn­unar fóru í alls 15 eft­ir­lits­ferðir milli 13. júlí 2015 og 21. júlí 2017 og voru á því tíma­bili skráð 22 frá­vik auk 16 athuga­semda.

Rekstur verk­smiðj­unnar hafði nokkra sér­stöðu hvað varðar eðli, umfang fram­leiðslu og nálægð við íbúa­byggð, segir enn fremur í umsögn­inni og að rekstur kís­il­vers­ins hafði í för með sér veru­leg óþæg­indi fyrir íbúa í nán­asta umhverfi þess. Á þeim tíma sem verk­smiðjan var virk tók stofn­unin við um 1.600 ábend­ing­um. Helst var kvartað undan ólykt.

Mik­il­vægt var að mati stofn­un­ar­innar að bregð­ast við þessum mikla fjölda kvart­ana frá íbúum og því var ákveðið að stöðva rekstur þann 1. sept­em­ber 2017.

Áhrif á heilsu ekki endi­lega aft­ur­kræf

Í umsögn sinni fer stofn­unin ítar­lega yfir það mat á umhverf­is­á­hrifum sem Stakks­berg leggur á end­ur­ræs­ingu og stækkun verk­smiðj­unn­ar. Hún er ósam­mála ýmsu og öðru ekki fylli­lega sam­mála. Þannig segir hún t.d. að áhrif á loft­gæði verði tals­vert nei­kvæð en ekki „nokkuð nei­kvæð“ eins og fram­kvæmda­að­ili telur og bendir á að áhrif á heilsu séu ekki endi­lega aft­ur­kræf, líkt og segir í frum­mats­skýrslu, þó að rekstur verk­smiðj­unnar stöðv­ist. Slæm loft­gæði geti hugs­an­lega haft áhrif á heilsu fólks til lang­frama. 

Að mati Umhverf­is­stofn­unar eru áhrif end­ur­ræs­ingar kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík í stórum dráttum eft­ir­far­andi:

Loft­gæð­i: 

Að áhrif á loft­gæði verði tals­vert nei­kvæð og tekur því ekki undir nið­ur­stöðu frum­mats­skýrslu sem metur þau nokkuð nei­kvæð á rekstr­ar­tíma. Umhverf­is­stofnun telur að end­ur­ræs­ing og upp­bygg­ing verk­smiðj­unnar muni hafa í för með sér aukna losun meng­un­ar­efna í and­rúms­loft­ið. Losun ryks ætti að vera innan marka með full­nægj­andi ryk­hreinsi­virki og að styrkur ann­arra meng­un­ar­efna verði innan við­mið­un­ar­marka við kjör aðstæð­ur. Óvissa er þó um grund­völl þeirra aðstæðna vegna áætl­ana um að hafa ekki neyð­ar­skor­stein.

Stofn­unin tekur fram að áhrif slæmra loft­gæða eru ekki endi­lega aft­ur­kræf hvað varðar heilsu fólks og að losun meng­un­ar­efna er lík­leg til að aukast ef pokasíur í síu­húsi verða fyrir skaða. Þetta er stutt með áliti Norconsult SA (2020). Umhverf­is­stofnun telur hættu á að rekstur verk­smiðj­unnar verði óstöð­ugur ef afgas er ávalt leitt í gegnum síu­virki sem getur orðið til þess að pokasíur liggja oftar undir skemmd­um. Við þær aðstæður telur Umhverf­is­stofnun mögu­legt að áhrif verk­smiðj­unnar á loft­gæði verði veru­lega nei­kvæð.

Áhrif lyktarmengunar geta að mati Umhverfisstofnunar orðið talsvert neikvæð á íbúa Reykjanesbæjar.

Hvað varðar lykt­ar­mengun ein­ungis telur stofn­unin að áhrifin verði tals­vert nei­kvæð á íbúa Reykja­nes­bæjar sem eru í nálægð við verk­smiðj­una þar sem starf­semi kís­il­verk­smiðju fylgir óhjá­kvæmi­lega ein­hver lykt. Stofn­unin telur þó að með til­komu skor­steina, auk stöðugra rekstr­ar­um­hverfis ljós­boga­ofna, sé lík­legt að lykt­ar­mengun verði minni en áður. Búast má við mestri lykt þegar ofnar eru í upp- og nið­ur­keyrslu án neyð­ar­skor­steins eða þegar síu­bún­aður virkar ekki sem skyldi. Umhverf­is­stofnun er því ósam­mála mati frum­mats­skýrslu um að áhrif sökum lyktar sé óveru­leg.

Umhverf­is­stofnun telur allt benda til þess að að besti val­kostur með til­liti til lykt­ar­meng­unar og hag nær­liggj­andi íbúa, sé að setja upp bæði 52 metra háa skor­steina á síu­hús og neyð­ar­skor­stein/a á ofn­hús. Skor­steinar taka við afgasi og hreinsa við venju­legar rekstr­ar­að­stæður en neyð­ar­skor­stein/ar við ofn­hús taka við útblást­urs­lofti frá ofnum aðeins við upp- eða nið­ur­keyrslu ofns/ofna þegar losun ryks er lítil en losun VOC-efna er mik­il.

Vatnaf­ar: 

Að áhrifin verði tals­vert nei­kvæð á grunn­vatn við full­byggða verk­smiðju þar sem sú grunn­vatns­taka sem þyrfti fyrir kæli­kerfið er yfir sjálf­bærni­mörkum og end­ur­nýj­un­ar­mörkum grunn­vatns­linsunn­ar. Hins vegar er hægt að nýta annað vatn til kæl­ingar og dregur það úr nei­kvæðum áhrifum á grunn­vatn. Umhverf­is­stofnun er því ekki fylli­lega sam­mála mati frum­mats­skýrslu um að áhrifin verði nokkuð nei­kvæð fyrir grunn­vatn. 

Fugl­ar: 

Að óvissa sé um áhrif end­ur­ræs­ingar á fugla þar sem vísað er í fjórtán ára gömul gögn og kann sam­setn­ing teg­unda og ástand búsvæða sjó­fugla hafa breyst. Stofn­unin getur því ekki tekið undir með frum­mats­skýrslu um að áhrifin verði óveru­leg. Stofn­unin telur ástæðu til að kanna gerð nýrrar úttektar á fugla­lífi.

Líf­ríki fjöru og strand­sjáv­ar: Að óvissa sé um áhrif end­ur­ræs­ingar á líf­ríki strand­sjávar en að áhrifin séu ekki lík­leg til að vera veru­lega nei­kvæð. Í frum­mats­skýrslu eru áhrifin metin óveru­leg en stofn­unin telur að fjalla þurfi betur um áhrif frá­veitu á strand­sjó til að geta tekið undir þá afstöðu.

Mynd úr frummatsskýrslunni sem á að sýna ásýnd fullbyggðrar verksmiðju frá Reykjanesbæ.

Ásýnd: 

Að áhrifin við 1. áfanga end­ur­ræs­ingar felist aðal­lega í við­bót tveggja 52 metra háa skor­steina sem geta valdið auknum sjón­rænum áhrifum en að þau áhrif séu óveru­leg. Hins vegar er það mat Umhverf­is­stofnun að áhrif 4. áfanga full­byggðrar verk­smiðju, til við­bótar við þau áhrif sem ásýnd verk­smiðj­unnar hefur í dag, vera tals­vert nei­kvæð á ásýnd svæð­is­ins.

Stofn­unin telur ljóst að aukið magn mann­virkja við full­byggða verk­smiðju muni valda veru­legum áhrifum á ásýnd svæð­is­ins, bæði frá þétt­býli Reykja­nes­bæj­ar, frá Leifs­stöð og jafn­vel frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún tekur því ekki undir með frum­mats­skýrslu þar sem fram kemur að áhrif á ásýnd og lands­lag eru talin vera nokkuð nei­kvæð við full­byggða verk­smiðju. 

Gæti skert lífs­gæði fólks

Í umsögn sinni áréttar Umhverf­is­stofnun ýmis­legt, m.a. að þrátt fyrir að mengun hafi ekki mælst í íbúða­byggð, líkt og segir í frum­mats­skýrsl­unni, mæld­ist hið rok­gjarna efni form­al­d­ehýð við grein­ing­ar­mörk og að norsk rann­sókn­ar­stofn­un, sem fram­kvæmdi mæl­ing­una, hafi sagt að gera þyrfti frek­ari mæl­ingar þar sem mæl­inga­að­ferðin hafi ekki verið til þess fallin að greina þessi efn­i. 

Einnig bendir hún sér­stak­lega á að í frum­mats­skýrsl­unni séu áhrif end­ur­ræs­ingar á heilsu íbúa í næsta nágrenni metin óveru­leg og aft­ur­kræf en að hún telji áhrifin hins vegar lík­leg til að valda íbúum ein­hverjum óþæg­ind­um, jafn­vel skerða lífs­gæði fólks vegna lyktar­ónæðis og að óvissa sé um áhrif útblást­urs á heilsu.

Umhverf­is­stofnun telur þær end­ur­bætur sem kynntar eru til þess fallnar að draga úr styrk meng­un­ar­efna en tekur fram að þau gildi los­unar sem sett eru fram mið­ist við stöðugt rekstr­ar­um­hverfi, að ljós­boga­ofnar séu keyrðir við kjör aðstæð­ur, að ryk­hreinsi­virki virki sem skyldi og að afgas sé losað um háa skor­steina. „Þó svo losun sé undir mörkum telur Umhverf­is­stofnun áhrif fram­kvæmdar á loft­gæði vera tals­vert nei­kvæð miðað við núver­andi ástand (starf­semi stöðv­uð). Rekstarörð­ug­leikar geta að mati stofn­un­ar­innar valdið enn frek­ari nei­kvæðum áhrif­um.“

Tveir 52 metra háir skor­teinar í stað neyð­ar­skor­steins

Í mats­á­ætlun end­ur­bóta verk­smiðj­unn­ar, sem Umhverf­is­stofnun skil­aði umsögn við í jan­úar í fyrra, voru ekki komin fram núver­andi áform um tvo háa skor­steina sem eru ein helsta mót­væg­is­að­gerðin sem fara á í til að bæta dreif­ingu efna í and­rúms­lofti. Varð þessi breyt­ing til þess að Stakks­berg telur ekki þörf á neyð­ar­skor­steini úr ofn­hús­i. 

Í ráð­gef­andi áliti Norconsult, sem gert var í ár og Umhverf­is­stofnun vísar til í umsögn sinni, kemur fram að allar kís­il­verk­smiðjur í Nor­egi hafi neyð­ar­skor­steina. Eru þeir nýttir við nið­ur- og upp­keyrslu ljós­boga­ofna til að vernda pokasíur og stuðla þannig að stöðugri rekstri.

Ásýnd kísilversins og skorsteinarnir tveir. Myndin er úr frummatsskýrslunni.

Umhverf­is­stofnun tekur undir með fram­kvæmda­að­ila að ókostur neyð­ar­skor­steina sé sá að við nýt­ingu þeirra fer loft óhreinsað út í and­rúms­loftið og að því geti fylgt mikið af fínu kís­il­ryki. Hins vegar áréttar stofn­unin að þegar þörf er á losun um neyð­ar­skor­stein mynd­ist meira af lykt­ar­meng­andi VOC-efn­um. Því sé óvissa falin í því að ekki eigi að nýta aðrar aðferðir en þekktar eru ann­ars stað­ar. 

Í umsögn­inni er einnig minnt á að ekki sé að fullu vitað af hverju lykt­ar­meng­unin staf­aði en að talið sé að hana megi rekja til meiri los­unar VOC-efna en búist var við. 

Fjórtán atriði sem fjalla þarf betur um

Umhverf­is­stofnun dregur saman eft­ir­far­andi þætti sem fjalla ætti betur um í mats­skýrslu fram­kvæmdar sem er næsta skref í skipu­lags­ferl­inu:



  1. Ítar­legri umfjöllun um lykt­ar­mengun þar sem metin eru ann­ars vegar áhrif gang­setn­ingar 1. áfanga og svo við full­byggða verk­smiðju eftir 4. áfanga. Meta ítar­lega áhrif á íbúa og þá lykt sem mun finn­ast í nær­liggj­andi byggð.

  2. Grein­ing á lands­lagi og áhrifa sem hita­stigull/hita­hvörf frá sjó hafa áhrif á loft­dreif­ingu og þ.a.l. lykt­ar­mengun í næstu íbúa­byggð. 

  3. Umfjöllun um fyr­ir­huguð við­brögð rekstr­ar­að­ila ef upp koma kvart­anir um lykt­ar­meng­un.

  4. Ítar­legri umfjöllun um sviðs­myndir þar sem settur er upp neyð­ar­skor­steinn við ofn­hús.

  5. Ítar­legri umfjöllun um rekstur og útskipt­ingu pokasía við þær aðstæður þar sem ekki er neyð­ar­skor­steinn.  Frek­ari rök­stuðn­ing um að setja hann ekki upp.

  6. Umfjöllun um þær aðstæður sem verða í síu­húsi verk­smiðj­unnar án neyð­ar­skor­steins. 

  7. Að fram­kvæmda­að­ili vakti bæði magn­stöðu og efna­inni­hald þess grunn­vatns sem fyr­ir­tækið hygg­ist nota við fram­leiðsl­una.

  8. Taka fram að grunn­vatns­taka vegna kís­il­verk­smiðj­unnar er áætluð úr vatns­hlot­inu Rosmhvala­nes 2 (104-115-2-G) skil­greint skv. lögum nr. 36/2011 um stjórn vatna­mála. Auk þess að losun frá­veitu sé í vatns­hlotið Hafnir að Gróttu og hefur (104-1382-C) sem er sér­stak­lega skil­greint vegna álags.

  9. Nán­ari umfjöllun áhrif og útfærslu val­kosts á upp­dæl­ingu og nýt­ingu jarð­sjós inn á kæli­kerfi ofna í stað grunn­vatns.

  10. Skýr­ari umfjöllun um áhrif los­unar frá­veitu og kæli­vatns í strand­sjáv­ar­-vatns­hlotið og á líf­ríki þess og blönd­un.

  11. Umfjöllun um áhrif fram­kvæmdar á fugla út frá nýrri úttekt fugla­lífs á svæð­inu eða frek­ari rök­stuðn­ingur þess efnis að gögn frá 2006 séu full­nægj­andi að mati sér­fræð­inga.

  12. Upp­færsla á vökt­un­ar­á­ætlun út frá nýjum for­sendum og reynslu á rekstri kís­il­verk­smiðj­unnar á árunum 2016-2017. Umhverf­is­stofnun telur að upp­færð til­laga að vökt­un­ar­á­ætlun ætti að fylgja mats­skýrslu.

  13. Útskýr­ing á for­sendum mynda fyr­ir­hug­aðra bygg­inga í mati á áhrifum á ásýnd svæðis út frá hæð­ar­tak­mörk­unum í skipu­lagi iðn­að­ar­svæð­is­ins.

  14. Drög að skýrslu um grunn­á­stand svæð­is­ins áður en starf­semin hefst eða áður en starfs­leyfi starf­sem­innar er upp­fært. Umhverf­is­stofnun telur að slík grunn­á­stands­skýrsla ætti að liggja fyrir í mats­skýrslu fram­kvæmdar en ef ekki þá skal hún liggja fyrir áður en starfs­leyfi er end­ur­skoð­að.



Umhverf­is­stofnun minnir á að end­ur­ræs­ing á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík er háð sam­þykkt stofn­un­ar­inn­ar. Ekki verður veitt heim­ild fyrir end­ur­ræs­ingu  fyrr en að loknum full­nægj­andi end­ur­bótum og mati á fram­kvæmdum úrbóta. 

„Gerð og eig­in­leikar hugs­an­legra áhrifa fram­kvæmdar eru þess eðlis að end­ur­ræs­ing og upp­bygg­ing kís­il­verk­smiðj­unnar kann að hafa áhrif á fjölda fólks,“ segir í umsögn­inni. „Óljóst er hver tíma­þáttur þeirra áhrifa er og hver sé tíðni tíma­bila upp- og/eða nið­ur­keyrslu ljós­boga­ofna þegar lík­leg­ast er að lykt­ar­mengun verði mest.“

Er Stakks­berg hefur farið yfir umsagnir og athuga­semdir sem fram hafa komið á frum­mats­skýrsl­una mun það að teknu til­liti til þeirra gera mats­skýrslu sem Skipu­lags­stofnun mun byggja álit sitt á fram­kvæmd­inni á.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent