„Evrópusambandið er bara ein risastór málamiðlunarfabrikka“

Björgunarpakki upp á 750 milljarða evra var samþykktur í morgunsárið eftir einar lengstu viðræður Evrópusambandsins. Öxull Þýskalands og Frakklands er orðinn skýrari innan ESB, nú þegar Bretar hafa stigið af sviðinu að mati prófessors í stjórnmálafræði.

Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
Auglýsing

Blokka­myndun innan Evr­ópu­sam­bands­ins er orðin skýr­ari nú en áður að mati Dr. Eiríks Berg­manns pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Háskól­ann á Bif­röst. Nú þegar Bretar hafa yfir­gefið sviðið er öxull­inn á milli Þýska­lands og Frakk­lands orð­inn skýr­ari, segir Eiríkur í sam­tali við Kjarn­ann.„Það sem að ger­ist fyrst og fremst er að þessi öxull Þýska­lands og Frakk­lands verður enn skýr­ari heldur en þegar Bretar voru þarna sem þriðja hjólið undir þeim vagni. Síðan hefur verið að teikn­ast upp munur á milli þess­ara hópa mun skýr­ar, norð­urs­ins og suð­urs­ins, skýr­ari munur heldur en áður var. Hann varð aug­ljós í fjár­málakrís­unni en mun­ur­inn núna er sá að þá lágu lín­urnar dálítið skýrt milli norð­urs og suð­urs þar sem Þýska­land og Frakk­land tóku afstöðu með norðr­inu en núna eru þau í miklu meira mála­miðl­un­ar­hlut­verki þarna á milli og eru til dæmis tals­menn beinna styrkja en ekki bara lána­fyr­ir­greiðslna. Þarna er orðin ákveðin breyt­ing,“ segir Eirík­ur.Auglýsing

Minna í styrki heldur en lagt var upp með

Líkt og Eiríkur segir töl­uðu Þjóð­verjar og Frakkar fyrir því að stór hluti björg­un­ar­pakk­ans yrði greiddur út í styrkja­formi. Í upp­haf­legri til­lögum Macron og Merkel var gert ráð fyrir að alls yrðu 500 millj­arðar evra greiddir út í styrkja­formi af alls 750 millj­örðum sem björg­un­ar­pakk­inn hljóðar upp á.

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Mynd: Bára Huld Beck

Mikið fór fyrir spar­sömu blokk­inni í umræðum síð­ustu daga sem tal­aði fyrir lána­fyr­ir­greiðslum til aðild­ar­ríkja í stað styrkja. Spar­sama blokkin sam­anstendur jafnan af fjórum ríkj­um; Hollandi, Aust­ur­ríki, Dan­mörku og Sví­þjóð en í nýaf­stöðnum við­ræðum bætt­ist Finn­land í hóp­inn. Svo fór að björg­un­ar­pakk­inn minnkar ekki að umfangi en alls verða 390 millj­arðar evra greiddar út í styrkja­formi og 360 millj­arðar ætl­aðar í lán.Spurður að því hvort að ekki sé um mála­miðl­un­ar­nið­ur­stöðu að ræða segir Eirík­ur: „Evr­ópu­sam­bandið er bara ein risa­stór mála­miðl­un­ar­fa­brikka. Þetta voru enda­lausar mála­miðl­anir milli þess­ara aðila til að finna ein­hverja lausn sem eng­inn er sáttur við en allir geta lifað við.“ Ríki sem brjóta aðild­ar­skil­yrði flækja málin

Eiríkur segir afstöðu ríkja í Austur Evr­ópu til mál­efna sem eru grund­vall­ar­skil­yrði fyrir aðild að sam­band­inu hafa flækt mál­in. „Síðan er ný vídd í þessu öllu saman sem gerir allt miklu flókn­ara og það er austr­ið. Þar ertu kom­inn með stjórn­völd víða sem hafa fært ríki sín bein­línis í and­stöðu við grund­vallar aðild­ar­skil­yrði að Evr­ópu­sam­band­inu hvað varðar rétt­ar­ríkið einkum og sér­ílagi og jafn­vel lýð­ræði að ein­hverju leyti og þess vegna þriðja atrið­inu sem eru mann­rétt­indi. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði sem ríki verða að upp­fylla vilji þau vera aðilar að Evr­ópu­sam­band­in­u.“Eitt af því sem tek­ist var á um í við­ræð­unum var réttur þess­ara ríkja til þess að þiggja stuðn­ing úr björg­un­ar­pakk­an­um. „Þessi blokk sem kallar sig spar­sömu blokk­ina, þau vildu setja stíf skil­yrði um að greiðslur úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins færu ekki til ríkja sem að gengju gegn grund­vall­ar­að­ild­ar­skilyðum um rétt­ar­rík­ið. Og þetta var mik­ill ásteyt­ing­ar­steinn miklu fremur en upp­hæð­irnar sem um var að tefla,“ segir Eirík­ur.Málið sem tekið var fyrir á síð­ustu dögum krefst stuðn­ings allra ríkja sam­bands­ins og eru slíkar umræður yfir­leitt erf­ið­ari heldur en aðrar að sögn Eiríks. Sú mála­miðlun var gerð að vísa þeim atriðum er varða skil­yrði fyrir útgreiðslum í síð­ari umræður innan Evr­ópu­sam­bands­ins og því mun verða kosið um skil­yrðin síðar í meiri­hluta­kosn­ingu. Pól­land og Ung­verja­land hafa því ekki neit­un­ar­vald varð­andi þau skil­yrði sem sett verða.Evr­ópu­sam­bandið hafi nú þegar farið í aðgerðir gegn þessum ríkjum og virkjað svo­kall­aða sjö­undu grein sátt­mál­ans um Evr­ópu­sam­band­ið. Verði nið­ur­staðan sú að þau brjóta ekki aðild­ar­skil­yrðin þá verður ekki hægt að beita þau neinum við­ur­lögum þegar kemur að útdeil­ingu vegna björg­un­ar­pakk­ans.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent