„Evrópusambandið er bara ein risastór málamiðlunarfabrikka“

Björgunarpakki upp á 750 milljarða evra var samþykktur í morgunsárið eftir einar lengstu viðræður Evrópusambandsins. Öxull Þýskalands og Frakklands er orðinn skýrari innan ESB, nú þegar Bretar hafa stigið af sviðinu að mati prófessors í stjórnmálafræði.

Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
Auglýsing

Blokka­myndun innan Evr­ópu­sam­bands­ins er orðin skýr­ari nú en áður að mati Dr. Eiríks Berg­manns pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Háskól­ann á Bif­röst. Nú þegar Bretar hafa yfir­gefið sviðið er öxull­inn á milli Þýska­lands og Frakk­lands orð­inn skýr­ari, segir Eiríkur í sam­tali við Kjarn­ann.„Það sem að ger­ist fyrst og fremst er að þessi öxull Þýska­lands og Frakk­lands verður enn skýr­ari heldur en þegar Bretar voru þarna sem þriðja hjólið undir þeim vagni. Síðan hefur verið að teikn­ast upp munur á milli þess­ara hópa mun skýr­ar, norð­urs­ins og suð­urs­ins, skýr­ari munur heldur en áður var. Hann varð aug­ljós í fjár­málakrís­unni en mun­ur­inn núna er sá að þá lágu lín­urnar dálítið skýrt milli norð­urs og suð­urs þar sem Þýska­land og Frakk­land tóku afstöðu með norðr­inu en núna eru þau í miklu meira mála­miðl­un­ar­hlut­verki þarna á milli og eru til dæmis tals­menn beinna styrkja en ekki bara lána­fyr­ir­greiðslna. Þarna er orðin ákveðin breyt­ing,“ segir Eirík­ur.Auglýsing

Minna í styrki heldur en lagt var upp með

Líkt og Eiríkur segir töl­uðu Þjóð­verjar og Frakkar fyrir því að stór hluti björg­un­ar­pakk­ans yrði greiddur út í styrkja­formi. Í upp­haf­legri til­lögum Macron og Merkel var gert ráð fyrir að alls yrðu 500 millj­arðar evra greiddir út í styrkja­formi af alls 750 millj­örðum sem björg­un­ar­pakk­inn hljóðar upp á.

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Mynd: Bára Huld Beck

Mikið fór fyrir spar­sömu blokk­inni í umræðum síð­ustu daga sem tal­aði fyrir lána­fyr­ir­greiðslum til aðild­ar­ríkja í stað styrkja. Spar­sama blokkin sam­anstendur jafnan af fjórum ríkj­um; Hollandi, Aust­ur­ríki, Dan­mörku og Sví­þjóð en í nýaf­stöðnum við­ræðum bætt­ist Finn­land í hóp­inn. Svo fór að björg­un­ar­pakk­inn minnkar ekki að umfangi en alls verða 390 millj­arðar evra greiddar út í styrkja­formi og 360 millj­arðar ætl­aðar í lán.Spurður að því hvort að ekki sé um mála­miðl­un­ar­nið­ur­stöðu að ræða segir Eirík­ur: „Evr­ópu­sam­bandið er bara ein risa­stór mála­miðl­un­ar­fa­brikka. Þetta voru enda­lausar mála­miðl­anir milli þess­ara aðila til að finna ein­hverja lausn sem eng­inn er sáttur við en allir geta lifað við.“ Ríki sem brjóta aðild­ar­skil­yrði flækja málin

Eiríkur segir afstöðu ríkja í Austur Evr­ópu til mál­efna sem eru grund­vall­ar­skil­yrði fyrir aðild að sam­band­inu hafa flækt mál­in. „Síðan er ný vídd í þessu öllu saman sem gerir allt miklu flókn­ara og það er austr­ið. Þar ertu kom­inn með stjórn­völd víða sem hafa fært ríki sín bein­línis í and­stöðu við grund­vallar aðild­ar­skil­yrði að Evr­ópu­sam­band­inu hvað varðar rétt­ar­ríkið einkum og sér­ílagi og jafn­vel lýð­ræði að ein­hverju leyti og þess vegna þriðja atrið­inu sem eru mann­rétt­indi. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði sem ríki verða að upp­fylla vilji þau vera aðilar að Evr­ópu­sam­band­in­u.“Eitt af því sem tek­ist var á um í við­ræð­unum var réttur þess­ara ríkja til þess að þiggja stuðn­ing úr björg­un­ar­pakk­an­um. „Þessi blokk sem kallar sig spar­sömu blokk­ina, þau vildu setja stíf skil­yrði um að greiðslur úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins færu ekki til ríkja sem að gengju gegn grund­vall­ar­að­ild­ar­skilyðum um rétt­ar­rík­ið. Og þetta var mik­ill ásteyt­ing­ar­steinn miklu fremur en upp­hæð­irnar sem um var að tefla,“ segir Eirík­ur.Málið sem tekið var fyrir á síð­ustu dögum krefst stuðn­ings allra ríkja sam­bands­ins og eru slíkar umræður yfir­leitt erf­ið­ari heldur en aðrar að sögn Eiríks. Sú mála­miðlun var gerð að vísa þeim atriðum er varða skil­yrði fyrir útgreiðslum í síð­ari umræður innan Evr­ópu­sam­bands­ins og því mun verða kosið um skil­yrðin síðar í meiri­hluta­kosn­ingu. Pól­land og Ung­verja­land hafa því ekki neit­un­ar­vald varð­andi þau skil­yrði sem sett verða.Evr­ópu­sam­bandið hafi nú þegar farið í aðgerðir gegn þessum ríkjum og virkjað svo­kall­aða sjö­undu grein sátt­mál­ans um Evr­ópu­sam­band­ið. Verði nið­ur­staðan sú að þau brjóta ekki aðild­ar­skil­yrðin þá verður ekki hægt að beita þau neinum við­ur­lögum þegar kemur að útdeil­ingu vegna björg­un­ar­pakk­ans.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent