Tvær skjálftaþyrpingar á Reykjanesi

Á einni viku mældust yfir1.600 jarðskjálftar á Reykjanesi. Þá var að finna í tveimur þyrpingum nærri Grindavík.

Land við fellið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur hefur risið um tólf sentímetra frá áramótum.
Land við fellið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur hefur risið um tólf sentímetra frá áramótum.
Auglýsing

Um 2.600 jarð­skjálftar voru stað­settir með SIL-­mæla­kerfi Veð­ur­stofu Íslands á sjö daga tíma­bili, 13.-19. júlí. Það eru nokkuð færri en vik­una á undan þegar um 3.100 jarð­skjálftar voru stað­sett­ir. Ekki hefur unn­ist tími til að yfir­fara alla skjálft­ana, segir í sam­an­tekt veð­ur­stof­unnar en um 760 jarð­skjálftar eru yfir­farn­ir. 

Flestir skjálftar vik­unnar voru á Reykja­nesi í tveimur þyrp­ingum nærri Grinda­vík. Önnur nærri Þor­birni og tengd land­risi og kvikuinnskotum sem þar hafa átt sér stað og hin í hrinu rétt norðan við Fagra­dals­fjall sem hófst að kvöldi 19. júlí. Einnig mæld­ist tölu­verður fjöldi skjálfta í hrin­unni við mynni Eyja­fjarðar sem hófst þann 19. jún­í. 

Alls mæld­ust um 700 skjálftar á tíma­bil­inu við Fagra­dals­fjall og einnig við mynni Eyja­fjarðar og rúm­lega 500 skjálftar nærri Þor­birni. Stærsti skjálfti vik­unnar mæld­ist við Fagra­dals­fjall 5,1 að stærð þann 19. júlí kl. 23:36. Hann fannst allt austur til Víkur og norður í Borg­ar­fjörð. Tíu skjálftar yfir 3,0 að stærð mæld­ust í vik­unni, þar af þrír yfir 4 að stærð, og mæld­ust þeir fyrir norð­an, við Grinda­vík og tveir í Bárð­ar­bungu. Fjórir smá­skjálftar mæld­ust við Heklu, allir um og undir 0,5 að stærð. Fjórir skjálftar mæld­ust í Grím­svötnum þrír undir 1 að stærð og einn 1,2.

AuglýsingStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent