Fuglar og friðlönd fái meiri athygli en botninn á bjórglösunum

Sumir vilja meina að í kjölfar faraldurs COVID-19 skapist tækifæri til að breyta um kúrs í ferðaþjónustu. Að núna hafi opnast gluggi til að markaðssetja svæði með sjálfbærni að leiðarljósi í stað ódýrra drykkja og diskóteka. En er slíkt hægt á Mallorca?

Strandirnar á Mallorca að lifna við.
Strandirnar á Mallorca að lifna við.
Auglýsing

„Við erum mætt aft­ur!“ hróp­uðu þýskir ferða­menn í gleð­inni sem ríkti við Ball­er­mann-­götu á spænsku eyj­unni Mall­orca um síð­ustu helgi. „Við viljum skemmta okk­ur!“

Bjór og sangríur flæddu úr krönum og margir gleymdu sér í gleð­inni. Myndir af þétt­setnum stöðum þar sem sótt­varna­ráð­staf­anir voru ekki ofar­lega á blaði röt­uðu í fjöl­miðla og vöktu hneykslan víða – ekki síst í Þýska­landi þaðan sem flestir hinna skemmt­ana­þyrstu ferða­manna voru. Svo óvar­lega þótti farið að sumir ótt­uð­ust upp­á­komu eins og þá sem varð í Ischgl í Aust­ur­ríki við upp­haf far­ald­urs­ins. 

Fjöl­miðlar á Mall­orca birtu einnig fréttir um málið og sögðu að nán­ast eng­inn hefði verið með grím­ur, líkt og á að gera á almanna­færi, og drykkj­arglös hafi gengið manna á milli. Og þegar bjór­inn og sangríurnar voru farin að flæða um æðar ferða­mann­anna var eins og tveggja metra reglan hefði aldrei verið til. „Það er eins og eng­inn þarna hafi heyrt af heims­far­aldr­in­um,“ stóð m.a. í umfjöllun Mall­orca Zeit­ung, frétta­mið­ils sem gef­inn er út á þýsku á spænsku eyj­unni. „Við gengum ekki í gegnum umfangs­miklar lok­anir í margar vikur svo árangrinum sé stefnt í voða með þessum hætt­i.“

Auglýsing

Mall­orca, eyjan fagra sem tekur fal­lega á móti ferða­mönnum með fjöl­skrúð­ugum gróðri og freist­andi sól­ar­strönd­um, náði fljótt góðum tökum á útbreiðslu far­ald­urs COVID-19, ólíkt því sem gerð­ist á meg­in­landi Spán­ar. En líkt og víða ann­ars staðar hefur til­fellum farið að fjölga á nýjan leik eftir að til­slak­anir voru gerða á sam­komu- og ferða­tak­mörk­un­um. Eyja­skeggjar hófu að taka á móti ferða­mönnum um miðjan júní, rétt eins og við Íslend­ing­ar, og því fyrr en flestir aðrir vin­sælir ferða­manna­staðir í Evr­ópu. Dag­lega lenda margar far­þega­þotur á flug­vell­inum í Palma. 

Mikið efna­hags­legt tjón

Sam­komu- og ferða­tak­mark­anir komu veru­lega illa niður á efna­hag Spánar og þar með Mall­orca sem stólar meira á ferða­þjón­ustu en nokkra aðra atvinnu­grein. „Það versta sem gæti gerst er að fá stóra hóp­sýk­ing­u,“ segir Francina Armen­gol, svæð­is­stjóri spænsku eyj­anna í Mið­jarð­ar­haf­inu. Hún vonar að allir fari var­lega héðan í frá.

Ferða­mennskan á spænsku Mið­jarð­ar­hafs­eyj­un­um, Mall­orca, Ibiza og fleiri, ein­kenn­ist mjög af partístandi og stundum drykkjulát­um. Matur og drykkir eru ódýrir og alls stað­ar. Ferða­menn eru svo þekktir fyrir að sletta ærlega úr klauf­unum á Ball­er­mann-­götu á Mall­orca. Og þýsku ferða­menn­irnir sem þar voru um síð­ustu helgi voru ekk­ert að láta sitt eftir liggja í því.

Á flugvellinum í Mallorca. Þar lenda nú margar vélar á dag, fullar af þyrstum ferðamönnum. Mynd: EPA

Jafn­vel þó að ólík­legt sé að fram­hjá þeim hafi farið fréttir um að í far­aldri COVID-19 hafa yfir 27 þús­und Spán­verjar dáið. Og að tíu daga þjóð­ar­sorg hafi verið lýst yfir í júní.

Þá, í upp­hafi ferða­manna­ver­tíð­ar­innar á Mall­orca, stóðu hót­elin tóm og strand­irnar voru mann­laus­ar. Flug­vellir voru enn lok­að­ir. Um 200 þús­und störf í ferða­þjón­ustu eru undir venju­legum kring­um­stæðum á þess­ari stærstu eyju Spánar í Mið­jarð­ar­haf­inu. Þess vegna er ekki að undra að þegar ákveðið var að opna landa­mærin um miðjan júní hafi rík áhersla verið á að fá sem flesta ferða­menn og það sem fyrst. Á eyj­unni er að finna mörg risa­hótel sem bjóða „allan pakk­ann“ á lágu verði: Gist­ingu og mat og drykk eins og þú getur í þig lát­ið. 

Þetta er þó ekki ferða­mennskan sem allir eyj­ar­skeggjar vilja. Í augum margra er hún ósjálf­bær og skilur þar með lítið eftir sig annað en sorp og fót­spor í mjúkum sandi strand­anna. 

Fjölda­ferða­mennska í ára­tugi

Spænsku eyj­arnar í Mið­jarð­ar­hafi, saman kall­aðar Bale­ar­eyj­ar, voru þekktar fyrir fjölda­ferða­mennsku jafn­vel áður en það orð var fundið upp og notað yfir aðsókn­ina til Barcelona og Fen­eyja. Reyndar var hún svo stjórn­laus og ósjálf­bær að þegar ferða­mála­fræð­ingar tala um slíka þróun ann­ars staðar kalla þeir fyr­ir­bærið „bale­aris­er­ing­u“.

Líkt og ann­ars staðar í heim­inum varð COVID-19 til þess að svipta hul­unni af áhrifum massa­t­úrisma á nátt­úru og sam­fé­lög.  Þekkt er sagan af því þegar fiskar tóku að synda um sýkin í Fen­eyjum á ný og hópar fugla að láta sig fljóta þar um í mestu mak­ind­um, án ónæðis frá ferða­mönnum á gondól­u­m. 

Allt annar veru­leiki kom í ljós. 

Efna­hags­lega og heilsu­fars­lega hafði far­ald­ur­inn mikil áhrif en nátt­úran fékk frið til að blómstra. Leið­sögu­maður á Mall­orca seg­ist í við­tali við National Geograp­hic hafa séð nátt­úru- og dýra­líf, sem ferða­mennskan mikla hafði þaggað nið­ur, taka við sér. „Við sáum mjög sjald­gæfar teg­undir víðar en áður,“ segir hann. Ágang­ur­inn hafi stækkað búsvæði þeirra. 

Tólf millj­ónir ferða­manna

Þegar talað er um massa­t­úrisma á Mall­orca er verið að vísa til þess að þangað koma árlega um 12 millj­ónir gesta. Eyja­skeggjar eru hins vegar aðeins um ein millj­ón. Fast­eigna­fé­lög kaupa upp hús og leigja þau út. Fast­eigna­verðið er því orðið hátt og því ekki á færi allra sem á eyj­unni búa að kaupa. Þá hafa umhverf­is­á­hrifin verið mik­il. Vatns­skortur hefur oft verið yfir­vof­andi og hótel hafa sprottið upp eins og gorkúlur á við­kvæðum svæð­um. Fjöldi bíla­leigu­bíla og flug­véla hefur svo mengað loftið svo það var engin nýlunda fyrir íbúa Mall­orca að bera grímur fyrir vitum þegar COVID kom upp.

Það er skilj­an­legt að fólk vilji koma til Mall­orca. Eyjan er sól­rík, sandur strand­anna hvítur og sjór­inn fag­ur­blár. En sú leið sem farin hefur verið í ferða­þjón­ustu er ekki að skilja mikið eftir sig til þeirra sem þar búa. Fjölda­ferða­mennskan, með ódýru hót­el­unum og hlað­borðum í mat og drykk er afsprengi þró­unar sem rekja má allt aftur til sjötta ára­tug­ar­ins. Þá þyrsti spænskum stjórn­völdum í erlendan gjald­eyri og umfangs­mikil ferða­þjón­usta var svar­ið.  

Halda á tveggja metra reglu á ströndinni á Mallorca. Mynd: EPA

Og í kjöl­farið hófst gríð­ar­leg upp­bygg­ing við strend­urnar fögru – meðal ann­ars á Mall­orca. Höf­uð­borgin Palma varð fljót­lega umkringd háum hót­el­bygg­ingum sem reyndu að lokka til sín ferða­menn í massa­vís, ferða­menn sem vildu ferð­ast ódýrt og oft. 

Ibiza fór illa út úr sams­konar upp­bygg­ingu og ferða­manna­fjölda. Vin­sældir hennar dvín­uðu enda hafði eyjan mikið látið á sjá. 

Nú þegar hlé hefur orðið á ferða­lögum fólks vegna COVID-19 velta því sumir fyrir sér hvort hægt sé að nota tæki­færið og breyta um kúrs? Breyta mark­hópnum og fá frekar ferða­menn sem eru til­búnir að borga meira fyrir ein­staka upp­lifun?

Stjórn­völd á Mall­orca eru á þess­ari línu, þ.e. þau vilja vita hvort hægt sé að byggja ferða­þjón­ust­una upp með sjálf­bær­ari og arð­sam­ari hætti. Árið 2016 var til að mynda settur á ferða­manna­skattur til að standa straum af kostn­aði við nátt­úru­vernd vegna átroðn­ings­ins. Eig­endur sumra hót­ela og gisti­staða hafa ákveðið að stíla inn á gesti sem hafa meiri áhuga á menn­ingum heima­fólks og nátt­úr­unni en því að skemmta sér fram undir morg­un.

Nátt­úruparadísin Mall­orca

Nú í kjöl­far far­ald­urs COVID, að minnsta kosti fyrstu bylgju hans, veltir fólk því fyrir sér hvort tæki­færi hafi skap­ast til að reyna að breyta ímynd Mall­orca. 

Julio Bat­le, pró­fessor og sér­fræð­ingur í sjálf­bærri ferða­mennsku og hag­fræði, segir við National Geograp­hic að heima­menn hafi flestir enga reynslu af því að eiga í nánum sam­ræðum við ferða­menn sem heim­sækja eyj­una. Hann segir að núna hafi opn­ast gluggi til að breyta um kúr­s. 

Mall­orca hafi upp á svo margt að bjóða fyrir fólk sem vilji njóta nátt­úr­unnar án stöðugra partía. Þar eru svæði sem eru friðuð vegna ein­stakrar nátt­úru og heimsminja. Og þar sem líf okkar allra hefur breyst vegna heims­far­ald­urs­ins getur verið að enn fleiri eigi eftir að sækja í nákvæm­lega þannig frí en áður. Frí þar sem valin er gist­ing á stöðum sem heima­menn reka og frí þar sem fjöll­in, fugla­líf­ið, ólífu- og ávaxta­akrarnir fá meiri athygli en botn­inn á bjór- og sangríuglös­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent