Endurráðningar starfsfólks í flugþjónustu hafnar

Þrettán flugfélög bjóða nú ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli og fer fjölgandi. Um mánaðamótin hefur Vueling flug milli Keflavíkur og Barcelona. Hluti fólks sem starfaði við flugþjónustu á vegum Airport Associates verður endurráðið.

Það er heldur rýmra um fólk í Leifsstöð þessa dagana enda umferð um flugvöllinn töluvert minni en áður. Nokkur flugfélög bætast við á næstunni og önnur hafa verið að bæta við ferðum.
Það er heldur rýmra um fólk í Leifsstöð þessa dagana enda umferð um flugvöllinn töluvert minni en áður. Nokkur flugfélög bætast við á næstunni og önnur hafa verið að bæta við ferðum.
Auglýsing

Það fer án efa ágæt­lega um flug­far­þega sem leggja leið sína um Kefla­vík­ur­flug­völl þessa dag­ana, enda nóg pláss nú þegar unnið er á vel innan við tíu pró­sentum af afkasta­getu vall­ar­ins. Und­an­farnar vikur hafa um 16-20 flug­vélar lent á hverjum sól­ar­hring, eða um það bil sá fjöldi sem vana­lega gæti verið að lenda á einni klukku­stund. 

Völl­ur­inn getur reyndar tekið við 26 vélum að hámarki á klukku­stund, en fjöldi flug­véla nær því ekki einu sinni á einum degi eins og staðan er nú. Ferðum fjölgar þó dag frá degi og nú er í und­ir­bún­ingi að ráða aftur hluta starfs­fólks hjá Air­port Associ­ates sem sagt var upp vegna Covid 19.



Sífellt bæt­ist í hóp þeirra flug­fé­laga sem fljúga til og frá Kefla­vík. Nú fljúga þrettán flug­fé­lög um Kefla­vík­ur­flug­völl. Icelandair er með lang­mest af ferð­um, um helm­ing allra ferða um völl­inn til alls 21 áfanga­stað­ar, þar af 20 í Evr­ópu. Ung­verska lággjalda­flug­fé­lagið Wizz Air er þó ekki síður með mikil umsvif en félagið hefur verið að bæta við sig og flýgur nú frá Kefla­vík til alls tíu áfanga­staða í Evr­ópu. Önnur flug­fé­lög fljúga aðeins til eins eða tveggja áfanga­staða.

Auglýsing


Spán­ar­flug á næsta leit­i  

Á næst­unni bæt­ast enn fleiri flug­fé­lög við sem fljúga um Kefla­vík. Í leit­ar­vél spænska lággjalda­flug­fé­lags­ins Vuel­ing má til að mynda finna flug milli Kefla­víkur og Barcelona frá næstu mán­aða­mótum en eins og staðan er nú eru engin skipu­lögð áætl­un­ar­flug til og frá Spáni, aðeins leiguflug. 

Auk þess ­sem ný flug­fé­lög munu bæt­ast við á næst­unni hafa þau sem nú eru að fljúga verið að bæta við ferðum eins og til dæmis Wizz Air og Air Baltic auk Icelanda­ir. 

„Þetta er hæg­fara í rétta átt, þetta er allt að koma. En bara það að það vanti allt flug til Amer­íku gerir það að verkum að þetta sumar eða haust verður aldrei svipur hjá sjón. En Evr­ópa er jákvæð og núna seinni­part­inn í júlí og ágúst eru fleiri félög að bæt­ast við, til dæmis Vuel­ing, Iberia Express og rúss­neska flug­fé­lagið S7,” ­segir Sig­ur­þór Krist­inn Skúla­son, for­stjóri Air­port Associ­ates, sem sinnir þjón­ustu við mörg flug­fé­lög í Kefla­vík­.  

Í kjöl­far tekju­falls vegna Covid-far­ald­urs­ins sögðu Air­port Associ­ates upp um 130 starfs­mönnum en nú er unnið að því að meta í hve mörgum til­vikum er hægt að aft­ur­kalla upp­sagnir og að sögn Sig­ur­þórs verður mörgum boðin staða að nýju fyrir mán­aða­mótin næstu. Flestir sem fengu upp­sagn­ar­bréf eru enn að störfum hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Það verður tals­vert um end­ur­ráðn­ingar og suma höfum við ráðið aftur nú þeg­ar. Ágúst­mán­uður stefnir í að verða um 50 pró­sent af því sem hefði átt að vera. Flug­fé­lögin eru búin að bóka [stæði] á flug­vell­inum fram í tím­ann, þannig að við sjáum hvað félögin ætla sér og metum þörf­ina út frá því.” 

Nýt­ingin á upp­leið

Sig­ur­þór telur nýt­ingu véla hjá þeim flug­fé­lögum sem eru að fljúga gegnum Kefla­vík vera á upp­leið. „Þegar opn­aði þá voru kannski 30-40 manns í hverri vél en nú eru flestar vélar að koma með yfir 100 far­þega þannig að nýt­ingin gæti verið komin vel yfir 50 pró­sent." 

Þjón­usta við far­þega á flug­vell­inum sjálfum er tals­vert minni en í venju­legu árferði. Til dæmis er aðeins hægt að kaupa sér að borða á tveimur stöðum í Leifs­stöð. Mat­hús og annar staður Joe and the Juice eru opnir en aðrir veit­inga­staðir eru lok­að­ir. Flug­vall­ar­útibú veit­inga­stað­ar­ins Hjá Höllu verður til að mynda lokað að minnsta kosti út sept­em­ber en þá á að taka stöð­una og meta hvort borgi sig að opna.

Frí­höfnin er eina versl­unin sem hefur verið opin allan tím­ann, óháð Covid 19, en nú hafa aðrar versl­anir á flug­vell­inum flestar verið opn­aðar þótt við­skiptin séu ekki í neinni lík­ingu við það sem var áður en brast á með heims­far­aldri. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent