Icelandair segir stutt í samkomulag við hagaðila

Tekjur Icelandair á öðrum ársfjórðungi voru 60 milljónir dala samanborið við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Viðræður við hlutaðeigandi aðila eru langt komnar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í ágúst.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15610206252_o.jpg
Auglýsing

Alls námu tekjur Icelandair á öðrum árs­fjórð­ungi um 60 millj­ónum dala, sem sam­svarar tæp­lega 8,3 millj­örðum króna á gengi dags­ins, sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöðum fyrir árs­fjórð­ung­inn. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem send var til kaup­hallar í morg­un. Á sama tíma í fyrra námu tekjur félags­ins rúm­lega 400 millj­ónum dala, eða um  og sam­drátt­ur­inn því um 85 pró­sent.Rekstr­ar­nið­ur­staða félags­ins fyrir fjár­magnsliði og skatta verður nei­kvæð um 100 til 110 millj­ónir dala á fjórð­ungnum eða sem sam­svarar 13,7 millj­örðum til 15,1 millj­arðs króna, að því er fram kemur í til­kynn­ingu. Þá nemur hand­bært fé og jafn­gildi hand­bærs fjár 154 millj­ónum dala, eða rúmum 21 millj­arði króna. Nið­ur­staða ann­ars árs­fjórð­ungs verður birt 27. júlí næst­kom­and­i. Í gær greindi Frétta­blaðið frá því að félagið ætl­aði að ljúka við­ræðum við lán­ar­drottna, Boeing og stjórn­völd fyrir lok mán­aðar áður en farið verður í hluta­fjár­út­boð. Í kaup­hall­ar­til­kynn­ingu Icelandair segir að við­ræður við hlut­að­eig­andi aðila séu langt á veg komn­ar. Gert er ráð fyrir að sam­komu­lagi verði náð fyrir lok mán­aðar og stefnir félagið á hluta­fjár­út­boð í ágúst. 

Auglýsing


Eitt af þeim atriðum sem enn er óleyst fyrir hluta­fjár­út­boð er samn­ingur við flug­freyjur félags­ins. Atkvæða­greiðsla um nýund­ir­rit­aðan kjara­samn­ing milli Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands hefst á morgun og stendur til 27. júlí. Nú þegar hafa flug­menn og flug­virkjar skrifað undir nýja samn­inga sem skila sér í rekstr­ar­hag­ræði fyrir félag­ið.Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans frá því í maí kom fram að við­mæl­endur væru sam­mála um að það fé sem sótt verði í hluta­fjár­út­boð­inu yrði ekki sótt til erlendra fjár­festa. Vonir eru helst bundnar við að líf­eyr­is­sjóð­irnir taki þátt í útboð­inu enda fáir aðilar á inn­lendum mark­aði með álíka bol­magn til fjár­fest­inga. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga auk þess stóran hlut í félag­in­u. Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagst munu beita sér fyrir því að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna taki ekki þátt í hluta­fjár­út­boð­inu. Í síð­ustu viku beindi stjórn VR þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er stærsti ein­staki eig­andi Icelandair en sjóð­ur­inn heldur á tæp­lega 12 pró­sent hlut í félag­inu.Í kjöl­farið sá Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits, ástæðu til að minna á sjálf­stæði stjórn­ar­manna og að fylgst væri með fram­göngu verka­lýðs­for­yst­unnar í tengslum við aðkomu Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna að Icelanda­ir.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent