Icelandair segir stutt í samkomulag við hagaðila

Tekjur Icelandair á öðrum ársfjórðungi voru 60 milljónir dala samanborið við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Viðræður við hlutaðeigandi aðila eru langt komnar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í ágúst.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15610206252_o.jpg
Auglýsing

Alls námu tekjur Icelandair á öðrum árs­fjórð­ungi um 60 millj­ónum dala, sem sam­svarar tæp­lega 8,3 millj­örðum króna á gengi dags­ins, sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöðum fyrir árs­fjórð­ung­inn. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem send var til kaup­hallar í morg­un. Á sama tíma í fyrra námu tekjur félags­ins rúm­lega 400 millj­ónum dala, eða um  og sam­drátt­ur­inn því um 85 pró­sent.Rekstr­ar­nið­ur­staða félags­ins fyrir fjár­magnsliði og skatta verður nei­kvæð um 100 til 110 millj­ónir dala á fjórð­ungnum eða sem sam­svarar 13,7 millj­örðum til 15,1 millj­arðs króna, að því er fram kemur í til­kynn­ingu. Þá nemur hand­bært fé og jafn­gildi hand­bærs fjár 154 millj­ónum dala, eða rúmum 21 millj­arði króna. Nið­ur­staða ann­ars árs­fjórð­ungs verður birt 27. júlí næst­kom­and­i. Í gær greindi Frétta­blaðið frá því að félagið ætl­aði að ljúka við­ræðum við lán­ar­drottna, Boeing og stjórn­völd fyrir lok mán­aðar áður en farið verður í hluta­fjár­út­boð. Í kaup­hall­ar­til­kynn­ingu Icelandair segir að við­ræður við hlut­að­eig­andi aðila séu langt á veg komn­ar. Gert er ráð fyrir að sam­komu­lagi verði náð fyrir lok mán­aðar og stefnir félagið á hluta­fjár­út­boð í ágúst. 

Auglýsing


Eitt af þeim atriðum sem enn er óleyst fyrir hluta­fjár­út­boð er samn­ingur við flug­freyjur félags­ins. Atkvæða­greiðsla um nýund­ir­rit­aðan kjara­samn­ing milli Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands hefst á morgun og stendur til 27. júlí. Nú þegar hafa flug­menn og flug­virkjar skrifað undir nýja samn­inga sem skila sér í rekstr­ar­hag­ræði fyrir félag­ið.Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans frá því í maí kom fram að við­mæl­endur væru sam­mála um að það fé sem sótt verði í hluta­fjár­út­boð­inu yrði ekki sótt til erlendra fjár­festa. Vonir eru helst bundnar við að líf­eyr­is­sjóð­irnir taki þátt í útboð­inu enda fáir aðilar á inn­lendum mark­aði með álíka bol­magn til fjár­fest­inga. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga auk þess stóran hlut í félag­in­u. Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagst munu beita sér fyrir því að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna taki ekki þátt í hluta­fjár­út­boð­inu. Í síð­ustu viku beindi stjórn VR þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er stærsti ein­staki eig­andi Icelandair en sjóð­ur­inn heldur á tæp­lega 12 pró­sent hlut í félag­inu.Í kjöl­farið sá Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits, ástæðu til að minna á sjálf­stæði stjórn­ar­manna og að fylgst væri með fram­göngu verka­lýðs­for­yst­unnar í tengslum við aðkomu Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna að Icelanda­ir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent