Þórólfur: Ekki ástæða til að stytta sóttkví og einangrun

„Það eru engar umræður uppi hér um að breyta leiðbeiningum um einangrun og sóttkví,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þessar tvær aðgerðir hafi vegið þungt í að ráða niðurlögum faraldursins hér og tel að veigamikil rök þurfi til að breyta því.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir engar umræður uppi hér á landi um að breyta leið­bein­ingum um ein­angrun og sótt­kví líkt og Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna hefur gert. Þar í landi hefur til­mælum um lengd þess­ara úrræða í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni verið breytt úr fjórtán dögum í tíu. Er það sagt gert út frá nýj­ustu þekk­ingu um smit­hættu.

Þórólfur segir við Kjarn­ann að hann telji að bæði sótt­kví og ein­angrun hafi vegið þungt í að ráða nið­ur­lögum far­ald­urs­ins hér. Hann telur veiga­mikil rök þurfa til að breyta því. „Á þess­ari stundu tel ég því ekki ástæðu til breyt­inga.“

Allt frá því far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur það verið megin reglan að fólk sem kom­ist hefur í tæri við sýkta ein­stak­linga fari í tveggja vikna sótt­kví. Þannig hefur það m.a. verið hér á landi. Að sama skapi hefur víð­ast hvar verið mælst til þess að fólk sem grein­ist með veiruna fari í að minnsta kosti tveggja vikna ein­angrun en jafn­vel leng­ur, eftir alvar­leika veik­inda þeirra.

Auglýsing

Hér á landi eru leið­bein­ing­arnar þær að þegar fólk er greint með veiruna og virkt smit fer það í að minnsta kosti fjórtán daga ein­angr­un. Læknar COVID-19-teymis Land­spít­ala sjá svo um útskrift­ar­sím­töl fyrir ein­stak­linga sem útskrif­ast úr ein­angr­un. Þeir þurfa að upp­fylla bæði eft­ir­far­andi skil­yrði og stað­festa það í sam­tali við lækni:

  • Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá grein­ing­u/já­kvæðu sýni (grein­ing­ar­sýn­i).
  • Að hafa verið ein­kenna­lausir í 7 daga.

Þá fá allir þau til­mæli að huga sér­stak­lega vel að hand­þvotti og hrein­læti í tvær vikur eftir að ein­angrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forð­ast umgengni við við­kvæma ein­stak­linga svo sem eldra fólk og ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm í a.m.k. tvær vik­ur.

Sótt­kví vegna COVID-19 er einnig 14 dagar frá síð­asta mögu­lega smiti eða þar til ein­kenni koma fram.

­Upp­færð til­mæli Smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna eru á þann veg að fólk sem greinst hefur með COVID-19 skuli fara í ein­angrun í tíu daga eftir að það fær ein­kenni og vera í ein­angrun í sól­ar­hring eftir að það verður hita­laust. Fyrir þá sem grein­ast með veiruna en sýna engin ein­kenni er samt sem áður mælt með tíu daga ein­angr­un.

Í til­mælum stofn­un­ar­innar er bent á að lít­ill hluti fólks sem fái alvar­leg ein­kenni geti smitað aðra af veirunni í lengri tíma og því gæti það þurft að vera í ein­angrun í allt að tutt­ugu daga.

Í dag eru átta manns í ein­angrun vegna COVID-19 hér á landi og 91 í sótt­kví. Sam­kvæmt því sem fram kemur á upp­lýs­inga­síð­unni covid.is hafa alls 22.993 manns lokið sótt­kví frá upp­hafi far­ald­urs­ins. 

57 pró­sent þeirra sem greindust með veiruna fyrir 15. júní (áður en landamæra­skimun hóf­st) voru í sótt­kví við grein­ingu.Þegar mest lét í lok mars voru yfir tíu þús­und manns í sótt­kví á sama tíma. Þá lágu átján sjúk­lingar á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins og sex þeirra voru í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild. 

Tíu hafa lát­ist vegna COVID-19 á Ísland­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent