Þórólfur: Ekki ástæða til að stytta sóttkví og einangrun

„Það eru engar umræður uppi hér um að breyta leiðbeiningum um einangrun og sóttkví,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þessar tvær aðgerðir hafi vegið þungt í að ráða niðurlögum faraldursins hér og tel að veigamikil rök þurfi til að breyta því.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir engar umræður uppi hér á landi um að breyta leiðbeiningum um einangrun og sóttkví líkt og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hefur gert. Þar í landi hefur tilmælum um lengd þessara úrræða í baráttunni gegn kórónuveirunni verið breytt úr fjórtán dögum í tíu. Er það sagt gert út frá nýjustu þekkingu um smithættu.

Þórólfur segir við Kjarnann að hann telji að bæði sóttkví og einangrun hafi vegið þungt í að ráða niðurlögum faraldursins hér. Hann telur veigamikil rök þurfa til að breyta því. „Á þessari stundu tel ég því ekki ástæðu til breytinga.“

Allt frá því faraldur kórónuveirunnar braust út hefur það verið megin reglan að fólk sem komist hefur í tæri við sýkta einstaklinga fari í tveggja vikna sóttkví. Þannig hefur það m.a. verið hér á landi. Að sama skapi hefur víðast hvar verið mælst til þess að fólk sem greinist með veiruna fari í að minnsta kosti tveggja vikna einangrun en jafnvel lengur, eftir alvarleika veikinda þeirra.

Auglýsing

Hér á landi eru leiðbeiningarnar þær að þegar fólk er greint með veiruna og virkt smit fer það í að minnsta kosti fjórtán daga einangrun. Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá svo um útskriftarsímtöl fyrir einstaklinga sem útskrifast úr einangrun. Þeir þurfa að uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni:

  • Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarsýni).
  • Að hafa verið einkennalausir í 7 daga.

Þá fá allir þau tilmæli að huga sérstaklega vel að handþvotti og hreinlæti í tvær vikur eftir að einangrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga svo sem eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóm í a.m.k. tvær vikur.

Sóttkví vegna COVID-19 er einnig 14 dagar frá síðasta mögulega smiti eða þar til einkenni koma fram.

Uppfærð tilmæli Smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna eru á þann veg að fólk sem greinst hefur með COVID-19 skuli fara í einangrun í tíu daga eftir að það fær einkenni og vera í einangrun í sólarhring eftir að það verður hitalaust. Fyrir þá sem greinast með veiruna en sýna engin einkenni er samt sem áður mælt með tíu daga einangrun.

Í tilmælum stofnunarinnar er bent á að lítill hluti fólks sem fái alvarleg einkenni geti smitað aðra af veirunni í lengri tíma og því gæti það þurft að vera í einangrun í allt að tuttugu daga.

Í dag eru átta manns í einangrun vegna COVID-19 hér á landi og 91 í sóttkví. Samkvæmt því sem fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is hafa alls 22.993 manns lokið sóttkví frá upphafi faraldursins. 

57 prósent þeirra sem greindust með veiruna fyrir 15. júní (áður en landamæraskimun hófst) voru í sóttkví við greiningu.


Þegar mest lét í lok mars voru yfir tíu þúsund manns í sóttkví á sama tíma. Þá lágu átján sjúklingar á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og sex þeirra voru í öndunarvél á gjörgæsludeild. 

Tíu hafa látist vegna COVID-19 á Íslandi. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent