Þórólfur: Ekki ástæða til að stytta sóttkví og einangrun

„Það eru engar umræður uppi hér um að breyta leiðbeiningum um einangrun og sóttkví,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þessar tvær aðgerðir hafi vegið þungt í að ráða niðurlögum faraldursins hér og tel að veigamikil rök þurfi til að breyta því.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir engar umræður uppi hér á landi um að breyta leið­bein­ingum um ein­angrun og sótt­kví líkt og Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna hefur gert. Þar í landi hefur til­mælum um lengd þess­ara úrræða í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni verið breytt úr fjórtán dögum í tíu. Er það sagt gert út frá nýj­ustu þekk­ingu um smit­hættu.

Þórólfur segir við Kjarn­ann að hann telji að bæði sótt­kví og ein­angrun hafi vegið þungt í að ráða nið­ur­lögum far­ald­urs­ins hér. Hann telur veiga­mikil rök þurfa til að breyta því. „Á þess­ari stundu tel ég því ekki ástæðu til breyt­inga.“

Allt frá því far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur það verið megin reglan að fólk sem kom­ist hefur í tæri við sýkta ein­stak­linga fari í tveggja vikna sótt­kví. Þannig hefur það m.a. verið hér á landi. Að sama skapi hefur víð­ast hvar verið mælst til þess að fólk sem grein­ist með veiruna fari í að minnsta kosti tveggja vikna ein­angrun en jafn­vel leng­ur, eftir alvar­leika veik­inda þeirra.

Auglýsing

Hér á landi eru leið­bein­ing­arnar þær að þegar fólk er greint með veiruna og virkt smit fer það í að minnsta kosti fjórtán daga ein­angr­un. Læknar COVID-19-teymis Land­spít­ala sjá svo um útskrift­ar­sím­töl fyrir ein­stak­linga sem útskrif­ast úr ein­angr­un. Þeir þurfa að upp­fylla bæði eft­ir­far­andi skil­yrði og stað­festa það í sam­tali við lækni:

  • Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá grein­ing­u/já­kvæðu sýni (grein­ing­ar­sýn­i).
  • Að hafa verið ein­kenna­lausir í 7 daga.

Þá fá allir þau til­mæli að huga sér­stak­lega vel að hand­þvotti og hrein­læti í tvær vikur eftir að ein­angrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forð­ast umgengni við við­kvæma ein­stak­linga svo sem eldra fólk og ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm í a.m.k. tvær vik­ur.

Sótt­kví vegna COVID-19 er einnig 14 dagar frá síð­asta mögu­lega smiti eða þar til ein­kenni koma fram.

­Upp­færð til­mæli Smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna eru á þann veg að fólk sem greinst hefur með COVID-19 skuli fara í ein­angrun í tíu daga eftir að það fær ein­kenni og vera í ein­angrun í sól­ar­hring eftir að það verður hita­laust. Fyrir þá sem grein­ast með veiruna en sýna engin ein­kenni er samt sem áður mælt með tíu daga ein­angr­un.

Í til­mælum stofn­un­ar­innar er bent á að lít­ill hluti fólks sem fái alvar­leg ein­kenni geti smitað aðra af veirunni í lengri tíma og því gæti það þurft að vera í ein­angrun í allt að tutt­ugu daga.

Í dag eru átta manns í ein­angrun vegna COVID-19 hér á landi og 91 í sótt­kví. Sam­kvæmt því sem fram kemur á upp­lýs­inga­síð­unni covid.is hafa alls 22.993 manns lokið sótt­kví frá upp­hafi far­ald­urs­ins. 

57 pró­sent þeirra sem greindust með veiruna fyrir 15. júní (áður en landamæra­skimun hóf­st) voru í sótt­kví við grein­ingu.Þegar mest lét í lok mars voru yfir tíu þús­und manns í sótt­kví á sama tíma. Þá lágu átján sjúk­lingar á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins og sex þeirra voru í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild. 

Tíu hafa lát­ist vegna COVID-19 á Ísland­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent