Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu

Andlitslyfting er hafin á Tryggvagötunni í Reykjavík. Og í stað bílastæða beint fyrir framan stórfenglegt mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu kemur torg svo verkið fái loks notið sín sem skyldi.

Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Auglýsing

Fyrir framan Toll­húsið í Reykja­vík er stór og djúp hola. Ofan í henni eru menn með app­el­sínugula hjálma. Þar er líka stór grafa. Og fleiri minni vinnu­vél­ar.



Gatan er lokuð fyrir umferð. En gang­stéttin er fær og þar staldra nú margir við og virða fyrir sér lista­verk úr millj­ónum mósaíkflísa – líkt og þeir hafi aldrei séð það áður.



Kannski hafa þeir aldrei séð það áður. Að minnsta kosti ekki virt það fyrir sér. Verkið hefur hingað til verið nokkuð falið, beint fyrir framan það voru  bíla­stæði sem voru alltaf umset­in. Fólk lagði þar, læsti bílnum í snar­hasti og stökk svo af stað að sinna erindum sínum í mið­borg­inni.

Auglýsing



„Líf­leg og fjöl­breyti­leg almenn­ings­rými“ og „aðl­að­andi borg­ar­brag­ur“ eru leið­ar­ljós við end­ur­gerð Tryggva­göt­unnar sem nú stendur yfir. Mark­miðið er að fegra svæðið og leyfa mósaíkverki Gerðar Helga­dóttur á Toll­hús­inu að njóta sín bet­ur. Framan við verkið verður torg og þar sem svæðið liggur vel við sólu er það talið henta vel sem dval­ar­svæði fyrir veg­far­end­ur. Lista­verkið verður lýst upp og fær nú efni­við­ur­inn að njóta sín betur en áður á þessum 142 fer­metra fleti. Á svæð­inu verða einnig litlir „þoku­úð­ar­ar“, nokk­urs konar vatnsskúlp­t­úr­ar, sem bjóða upp á leik og veita svæð­inu ákveðna dulúð.

Einstefna og torg verður fyrir framan Tollhúsið. Mynd: Tölvuteikning



Með þessum hætti er end­ur­bót­unum lýst af Reykja­vík­ur­borg sem stendur að fram­kvæmdum ásamt Veit­um. Lagnir vatns­veitu, hita­veitu og raf­veitu verða end­ur­nýj­að­ar. Margar þeirra eru komnar til ára sinna, en skól­plögnin og kalda­vatns­lögnin eru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyr­ir­tækjum í mið­bænum í tæpa öld.



Þegar gatan verður opnuð á ný að fram­kvæmdum loknum geta bílar ekið um hana aft­ur. En hún verður þó ein­stefnu­gata og um leið skap­ast rólegra og aðgengi­legra rýmri fyrir gang­andi.



Í fróð­leik um Toll­húsið á vef toll­stjórans segir að húsið hafi verið tekið í notkun árið 1971 en arki­tekt þess var Gísli Hall­dórs­son. Vegna þess að hafn­ar­skemma náði í gegnum húsið mynd­að­ist þar 250 m² glugga­laus vegg­flötur út að götu. Bygg­ing­ar­nefnd og arki­tekt voru sam­mála um að slíkur flötur myndi hafa slæm áhrif á heild­ar­götu­mynd­ina, ef ekki væru gerðar sér­stakar ráð­staf­anir til að prýða útlit húss­ins. Aðilar urðu því sam­mála um að reikna með því að láta setja þarna upp var­an­legt lista­verk.

Þokulúðrar, nokkurs konar vatnsskúlptúrar, verða á torginu fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur. Mynd: Tölvuteikning



Á þessum tíma fór mikið orð af Gerði Helga­dótt­ur, lista­konu, segir í sam­an­tekt­inni. Hafði hún unnið mikið að mósaíklista­verkum í Þýska­landi og víð­ar. Afráðið var að hafa fyrst sam­band við hana áður en ákveðið yrði hvort efnt yrði til sam­keppni um verk­ið. Oft hafði verið rætt um að verkið þyrfti að spegla lífið við höfn­ina, enda hafði höfnin verið lífæð Reykja­víkur síðan hún var gerð.



Gerður Helgadóttir.Þegar rætt var við lista­kon­una varð hún að trax hug­fangin af slíku verki. Varð að sam­komu­lagi að hún fengi teikn­ingar og aðra aðstoð áður en hún færi aftur af landi brott, þar sem hún myndi vinna við til­lög­urnar erlend­is.



 Lést tveimur árum eftir að verkið var afhjúpað



Gerður fékk þann tíma sem hún ákvað sjálf að þyrfti, og þegar hún sneri aftur heim lagði hún nokkrar til­lögur fram til umræðu. Sam­þykkt var án tafar að biðja hana um að vinna verk­ið. Jafn­framt var óskað eftir að gera heild­ar­samn­ing við hana og hið fræga lista­verka­fyr­ir­tæki í Þýska­landi, Bræð­urna Oidt­mann, en Gerður hafði lengi starfað með þeim að upp­setn­ingu frægra lista­verka víða um Evr­ópu. Samn­ingar tók­ust og Gerður vann lista­verkið undir upp­setn­ingu á verk­stæði þeirra bræðra, sem sáu síðan um upp­setn­ingu á Toll­hús­ið.



Allt verkið var ein­stak­lega vel af hendi leyst, bæði af hálfu Gerðar Helga­dóttur og Oidt­mann­bræðra, segir í sam­an­tekt­inni. Hefur það æ síðan stað­ist óblíða íslenska veðr­áttu.



Það tók Gerði um tvö ár að vinna verk­ið, sem var unnið og sett upp á árunum 1972 og 1973.  Lista­konan lést tveimur árum eftir að Toll­hús­verkið var klárað, aðeins 47 ára göm­ul.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent