Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust

Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.

Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Auglýsing

Í dag mun koma í ljós hvort að aðgerðir gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunnar verði hertar að nýju, bæði inn­an­lands og við landa­mær­in. Beðið er eftir nið­ur­stöðum úr sýna­tökum gær­dags­ins og rað­grein­ingu sem mun varpa ljósi á upp­runa veirunnar sem greinst hefur hjá fólki hér á landi síð­ustu daga. Í gær voru 24 virk smit í land­inu. Þar af höfðu fjórtán smit­ast inn­an­lands og ekki var vitað um upp­runa tveggja smit­anna. Ekki hafa jafn­margir verið sýktir af COVID-19 sam­tímis síðan í byrjun maí.

Sjö ein­stak­lingar á Akra­nesi hafa greinst með veiruna. Þeir eru vinnu­fé­lagar og búa saman í tveimur íbúðum í bæn­um. Heim­sókn­ar­bann hefur verið sett á hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands.

Alma Möller land­læknir sagði við RÚV í gær­kvöldi að nið­ur­stöður úr sýna­tökum og rað­grein­ingu ættu að liggja fyrir snemma í dag. 

Auglýsing

Þró­unin ógn­vekj­andi

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sagði í fréttum RÚV í gær að hann hefði áhyggjur af því að kór­ónu­veiran væri aftur komin á flug á Íslandi og sagði að þróun síð­ustu daga væri ógn­vekj­and­i. 

Sagði Kári það áhyggju­efni að þrír ein­stak­lingar væru nú sýktir af veiru sem allt benti til að væri komin frá sömu upp­sprettu. Þre­menn­ing­arnir virt­ust hins vegar ekki tengj­ast á nokkurn hátt, „og það leiðir mann að þeirri nið­ur­stöðu að það hljóti að vera ein­stak­lingar milli þess­ara aðila þannig að það séu fleiri úti í sam­fé­lag­inu sýktir af þess­ari veiru úr sama stofn­i,“ sagði Kári við RÚV. Einnig tók hann fram að sumir þeirra sem greinst hefðu síð­ustu daga hefðu verið með mikið magn veirunnar í lík­am­anum og því mjög smit­and­i. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­tækið hefur hafið skimun fyrir veirunni í sam­fé­lag­inu á ný auk þess sem það sinnir rað­grein­ingum til að finna upp­runa veirunn­ar.

Óvissa, hætta, neyð

Þann 27. jan­úar var lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna vegna nýju veirunnar sem þá var farin að breið­ast út um heim­inn. Um mán­uði síðar eða þann 28. febr­ú­ar, sama dag og fyrsta smit kór­ónu­veirunnar greind­ist hér á landi, lýsti rík­is­lög­reglu­stjóri yfir hættu­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni og emb­ætti land­lækn­is. 

Að­eins nokkrum dögum síð­ar, þann 6. mars, var við­bún­að­ur­inn svo hækk­aður upp á neyð­ar­stig þegar fyrstu inn­an­lands­smitin voru stað­fest. Tíu manns áttu eftir að deyja vegna COVID-19 og hund­ruð eftir að sýkj­ast áður en ákveðið var að lækka almanna­varna­stigið niður í hættu­stig á ný þann 25. maí. 

Skil­grein­ing á hættu­stigi vegna heims­far­ald­urs er eft­ir­far­andi: „Um­tals­verðar hóp­sýk­ingar brjót­ast út hjá mönnum en þær eru enn stað­bundn­ar. Veiran aðlag­ast mönnum í vax­andi mæli og umtals­verð hætta er á heims­far­aldri. Sýk­ing kann að hafa verið stað­fest hér á landi en lýsa má hættu­stigi þó sýk­ing hafi ekki borist til lands­ins. Far­aldur er í rén­un, færri til­felli grein­ast en sýk­ing er enn til staðar í sam­fé­lag­inu. Enn er hætta á að far­aldur taki sig upp aft­ur.“

Í til­kynn­ingu almanna­varna á sínum tíma um hækkun upp á neyð­ar­stig kom fram að „virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig“ en að á neyð­ar­stigi væri unnið eftir ýmsum ráð­stöf­un­um, m.a. áætl­unum um vöktun og far­sótt­ar­grein­ingu ásamt því að tryggja að sótt­varna­ráð­stöf­unum væri beitt.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að til greina kæmi að breyta við­bún­að­ar­stigi vegna nýju smit­anna sem greinst hafa síð­ustu daga. Hættu­stig er enn í gildi en það kann þá að breyt­ast í dag en almanna­varn­ir, land­læknir og full­trúi sótt­varna­læknis munu hitt­ast á fundi snemma dags og taka ákvörðun um næstu skref. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent