Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust

Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.

Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Auglýsing

Í dag mun koma í ljós hvort að aðgerðir gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunnar verði hertar að nýju, bæði inn­an­lands og við landa­mær­in. Beðið er eftir nið­ur­stöðum úr sýna­tökum gær­dags­ins og rað­grein­ingu sem mun varpa ljósi á upp­runa veirunnar sem greinst hefur hjá fólki hér á landi síð­ustu daga. Í gær voru 24 virk smit í land­inu. Þar af höfðu fjórtán smit­ast inn­an­lands og ekki var vitað um upp­runa tveggja smit­anna. Ekki hafa jafn­margir verið sýktir af COVID-19 sam­tímis síðan í byrjun maí.

Sjö ein­stak­lingar á Akra­nesi hafa greinst með veiruna. Þeir eru vinnu­fé­lagar og búa saman í tveimur íbúðum í bæn­um. Heim­sókn­ar­bann hefur verið sett á hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands.

Alma Möller land­læknir sagði við RÚV í gær­kvöldi að nið­ur­stöður úr sýna­tökum og rað­grein­ingu ættu að liggja fyrir snemma í dag. 

Auglýsing

Þró­unin ógn­vekj­andi

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sagði í fréttum RÚV í gær að hann hefði áhyggjur af því að kór­ónu­veiran væri aftur komin á flug á Íslandi og sagði að þróun síð­ustu daga væri ógn­vekj­and­i. 

Sagði Kári það áhyggju­efni að þrír ein­stak­lingar væru nú sýktir af veiru sem allt benti til að væri komin frá sömu upp­sprettu. Þre­menn­ing­arnir virt­ust hins vegar ekki tengj­ast á nokkurn hátt, „og það leiðir mann að þeirri nið­ur­stöðu að það hljóti að vera ein­stak­lingar milli þess­ara aðila þannig að það séu fleiri úti í sam­fé­lag­inu sýktir af þess­ari veiru úr sama stofn­i,“ sagði Kári við RÚV. Einnig tók hann fram að sumir þeirra sem greinst hefðu síð­ustu daga hefðu verið með mikið magn veirunnar í lík­am­anum og því mjög smit­and­i. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­tækið hefur hafið skimun fyrir veirunni í sam­fé­lag­inu á ný auk þess sem það sinnir rað­grein­ingum til að finna upp­runa veirunn­ar.

Óvissa, hætta, neyð

Þann 27. jan­úar var lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna vegna nýju veirunnar sem þá var farin að breið­ast út um heim­inn. Um mán­uði síðar eða þann 28. febr­ú­ar, sama dag og fyrsta smit kór­ónu­veirunnar greind­ist hér á landi, lýsti rík­is­lög­reglu­stjóri yfir hættu­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni og emb­ætti land­lækn­is. 

Að­eins nokkrum dögum síð­ar, þann 6. mars, var við­bún­að­ur­inn svo hækk­aður upp á neyð­ar­stig þegar fyrstu inn­an­lands­smitin voru stað­fest. Tíu manns áttu eftir að deyja vegna COVID-19 og hund­ruð eftir að sýkj­ast áður en ákveðið var að lækka almanna­varna­stigið niður í hættu­stig á ný þann 25. maí. 

Skil­grein­ing á hættu­stigi vegna heims­far­ald­urs er eft­ir­far­andi: „Um­tals­verðar hóp­sýk­ingar brjót­ast út hjá mönnum en þær eru enn stað­bundn­ar. Veiran aðlag­ast mönnum í vax­andi mæli og umtals­verð hætta er á heims­far­aldri. Sýk­ing kann að hafa verið stað­fest hér á landi en lýsa má hættu­stigi þó sýk­ing hafi ekki borist til lands­ins. Far­aldur er í rén­un, færri til­felli grein­ast en sýk­ing er enn til staðar í sam­fé­lag­inu. Enn er hætta á að far­aldur taki sig upp aft­ur.“

Í til­kynn­ingu almanna­varna á sínum tíma um hækkun upp á neyð­ar­stig kom fram að „virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig“ en að á neyð­ar­stigi væri unnið eftir ýmsum ráð­stöf­un­um, m.a. áætl­unum um vöktun og far­sótt­ar­grein­ingu ásamt því að tryggja að sótt­varna­ráð­stöf­unum væri beitt.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að til greina kæmi að breyta við­bún­að­ar­stigi vegna nýju smit­anna sem greinst hafa síð­ustu daga. Hættu­stig er enn í gildi en það kann þá að breyt­ast í dag en almanna­varn­ir, land­læknir og full­trúi sótt­varna­læknis munu hitt­ast á fundi snemma dags og taka ákvörðun um næstu skref. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent