Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust

Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.

Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Auglýsing

Í dag mun koma í ljós hvort að aðgerðir gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunnar verði hertar að nýju, bæði inn­an­lands og við landa­mær­in. Beðið er eftir nið­ur­stöðum úr sýna­tökum gær­dags­ins og rað­grein­ingu sem mun varpa ljósi á upp­runa veirunnar sem greinst hefur hjá fólki hér á landi síð­ustu daga. Í gær voru 24 virk smit í land­inu. Þar af höfðu fjórtán smit­ast inn­an­lands og ekki var vitað um upp­runa tveggja smit­anna. Ekki hafa jafn­margir verið sýktir af COVID-19 sam­tímis síðan í byrjun maí.

Sjö ein­stak­lingar á Akra­nesi hafa greinst með veiruna. Þeir eru vinnu­fé­lagar og búa saman í tveimur íbúðum í bæn­um. Heim­sókn­ar­bann hefur verið sett á hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands.

Alma Möller land­læknir sagði við RÚV í gær­kvöldi að nið­ur­stöður úr sýna­tökum og rað­grein­ingu ættu að liggja fyrir snemma í dag. 

Auglýsing

Þró­unin ógn­vekj­andi

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sagði í fréttum RÚV í gær að hann hefði áhyggjur af því að kór­ónu­veiran væri aftur komin á flug á Íslandi og sagði að þróun síð­ustu daga væri ógn­vekj­and­i. 

Sagði Kári það áhyggju­efni að þrír ein­stak­lingar væru nú sýktir af veiru sem allt benti til að væri komin frá sömu upp­sprettu. Þre­menn­ing­arnir virt­ust hins vegar ekki tengj­ast á nokkurn hátt, „og það leiðir mann að þeirri nið­ur­stöðu að það hljóti að vera ein­stak­lingar milli þess­ara aðila þannig að það séu fleiri úti í sam­fé­lag­inu sýktir af þess­ari veiru úr sama stofn­i,“ sagði Kári við RÚV. Einnig tók hann fram að sumir þeirra sem greinst hefðu síð­ustu daga hefðu verið með mikið magn veirunnar í lík­am­anum og því mjög smit­and­i. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­tækið hefur hafið skimun fyrir veirunni í sam­fé­lag­inu á ný auk þess sem það sinnir rað­grein­ingum til að finna upp­runa veirunn­ar.

Óvissa, hætta, neyð

Þann 27. jan­úar var lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna vegna nýju veirunnar sem þá var farin að breið­ast út um heim­inn. Um mán­uði síðar eða þann 28. febr­ú­ar, sama dag og fyrsta smit kór­ónu­veirunnar greind­ist hér á landi, lýsti rík­is­lög­reglu­stjóri yfir hættu­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni og emb­ætti land­lækn­is. 

Að­eins nokkrum dögum síð­ar, þann 6. mars, var við­bún­að­ur­inn svo hækk­aður upp á neyð­ar­stig þegar fyrstu inn­an­lands­smitin voru stað­fest. Tíu manns áttu eftir að deyja vegna COVID-19 og hund­ruð eftir að sýkj­ast áður en ákveðið var að lækka almanna­varna­stigið niður í hættu­stig á ný þann 25. maí. 

Skil­grein­ing á hættu­stigi vegna heims­far­ald­urs er eft­ir­far­andi: „Um­tals­verðar hóp­sýk­ingar brjót­ast út hjá mönnum en þær eru enn stað­bundn­ar. Veiran aðlag­ast mönnum í vax­andi mæli og umtals­verð hætta er á heims­far­aldri. Sýk­ing kann að hafa verið stað­fest hér á landi en lýsa má hættu­stigi þó sýk­ing hafi ekki borist til lands­ins. Far­aldur er í rén­un, færri til­felli grein­ast en sýk­ing er enn til staðar í sam­fé­lag­inu. Enn er hætta á að far­aldur taki sig upp aft­ur.“

Í til­kynn­ingu almanna­varna á sínum tíma um hækkun upp á neyð­ar­stig kom fram að „virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig“ en að á neyð­ar­stigi væri unnið eftir ýmsum ráð­stöf­un­um, m.a. áætl­unum um vöktun og far­sótt­ar­grein­ingu ásamt því að tryggja að sótt­varna­ráð­stöf­unum væri beitt.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að til greina kæmi að breyta við­bún­að­ar­stigi vegna nýju smit­anna sem greinst hafa síð­ustu daga. Hættu­stig er enn í gildi en það kann þá að breyt­ast í dag en almanna­varn­ir, land­læknir og full­trúi sótt­varna­læknis munu hitt­ast á fundi snemma dags og taka ákvörðun um næstu skref. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent