Ísland eitt Norðurlanda krefst notkunar gríma

Útlendingar sem heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna furða sig á því að þar skíni í tennur vegfarenda – mjög fáir bera grímur á almannafæri. Íslensk yfirvöld krefjast notkunar þeirra við ákveðnar aðstæður frá og með hádegi á morgun.

Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Auglýsing

Víða um heim er notkun and­lits­gríma á almanna­færi orðin útbreidd enda ýmist mælt með henni eða hún bók­staf­lega skylda. Sam­kvæmt hertum aðgerðum sem taka gildi hér á landi á morgun er þess kraf­ist að fólk noti and­lits­grímur þar sem ekki er hægt að við­hafa tveggja metra reglu milli ótengdra aðila. Þar með er Ísland fyrst Norð­ur­land­anna til að setja á kröfur um notkun and­lits­gríma en slíkt hefur þó verið til umræðu í Dan­mörku.



Norð­ur­löndin hafa til þessa verið nokkuð sér á báti þegar kemur að notkun gríma á almanna­færi. Allt frá því heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur hvert landið á fætur öðru ýmist mælt með notkun gríma á til­teknum stöðum eða hrein­lega kraf­ist slíkrar notk­un­ar.



Í Reykja­vík hefur það verið algjör und­an­tekn­ing að sjá fólk með and­lits­grímur t.d. í versl­unum og stræt­is­vögnum og sömu sögu er að segja frá höf­uð­borgum hinna Norð­ur­land­anna. Það eru einna helst erlendir ferða­menn, sem eru orðnir vanir notkun þeirra í sínum heima­lönd­um, sem ganga um með grím­urnar fyrir nefi og munni.

Auglýsing



Í nýlegri könnun You­Gov sögð­ust aðeins 5-10 pró­sent svar­enda frá Norð­ur­löndum bera grímur á almanna­færi og þannig hefur hlut­fallið verið allt frá því að könnun á þessu var fyrst gerð í mars, segir í frétt AFP. Könnun You­Gov er gerð í yfir tutt­ugu löndum og utan Norð­ur­land­anna blasir allt annar veru­leiki við. Um 70-80 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar í þeim löndum segj­ast nú hafa grímur fyrir vitum á almanna­færi. Það á m.a. við þátt­tak­endur sem búsettir eru í Banda­ríkj­unum og á Ind­landi.



Út­lend­ingar sem heim­sótt hafa Norð­ur­löndin eru sagðir hissa á því hversu fáir séu með grím­ur. Í frétt AFP er haft eftir franskri konu að sér hafi brugðið er hún kom til Stokk­hólms af þessum sök­um. „Ég held að ef rík­is­stjórnir mæli ekki ein­dregið með notkun gríma þá noti þær eng­inn.“



Aldr­aður Svíi sem einnig er rætt við í frétt­inni seg­ist vilja að stjórn­völd þar í landi biðji fólk að bera grím­ur, að minnsta kosti í almenn­ings­sam­göng­um. „Ef eng­inn er með grímu ætla ég ekki heldur að gera það.“



Sömu svör gefur fimm­tugur karl­maður sem rætt er við. „Ef þeir segja að við þurfum ekki grímur þá erum við ekki að fara vera með þær.“



Sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, And­ers Tegn­ell, var í gær spurður hvort að til greina kæmi að hvetja til grímunotk­unar og sagð­ist hann enn vera bíða eftir „ein­hvers konar sönnun fyrir því að þær virki“.

Sóttvarnalæknir vinnur að leiðbeiningum um andlitsgrímur sem skal nota hér á landi. Mynd: EPA



Far­ald­ur­inn hefur verið skæð­ari í Sví­þjóð en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum þar sem til­felli af COVID-19 hafa verið til­tölu­lega fá miðað við víð­ast ann­ars stað­ar. „Þannig að ég skil vel að þeir [mæli ekki með grím­um] svo lengi sem fjar­lægð­ar­reglur og smitrakn­ing er tekin alvar­lega,“ hefur AFP eftir KK Cheng, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Birming­ham.



Eftir að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin breytti leið­bein­ingum sínum um grímunotkun í júní ákváðu dönsk yfir­völd að hvetja fólk til að vera með grímur ef það væri að fara á sjúkra­hús í sýna­töku eða þegar það væri að koma aftur til lands­ins eftir að hafa dvalið á áhættu­svæði.

Mögu­lega breyt­ing í fram­tíð­inni



Yfir­læknir Dan­merkur sagði við danska rík­is­út­varpið í fyrra­dag að á meðan til­fellin væru fá væri til­gangs­lítið að mæla með því að fólk hyldi vit sín með grímu. Hins vegar gæti vel verið að það myndi breyt­ast og minnt­ist hann í því sam­hengi á að mögu­lega þyrfti að bera grímur í almenn­ings­sam­göngum í fram­tíð­inni.



Sömu sögu er að segja frá Nor­egi og Finn­landi. Mögu­lega verður mælst til grímunotk­unar í fram­tíð­inni, jafn­vel þeirri nán­ustu.



Í til­kynn­ingu á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um hertar aðgerðir sem taka gildi á hádegi á morgun ,föstu­dag, segir orð­rétt um grímunotk­un: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stofur og nudd­stof­ur. And­lits­grímur sem not­aðar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröfur sem settar eru fram í leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent