Risaskjaldbökur eru „sannarlega mestu sæfarar jarðar“

Þær snúa alltaf aftur til sömu strandar og þær sjálfar klöktust út á. Svo sækja þær ávallt í sömu ætisstöðvarnar. Grænar risaskjaldbökur rata alltaf heim þó að þær villist oft mörg hundruð kílómetra af leið.

Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Auglýsing

Þegar sæskjald­bökur klekj­ast úr eggjum sínum og koma upp úr sandi strand­anna skríða þær í ofboði til sjávar og hverfa svo sjónum ofan í hið stóra haf. Mörgum árum seinna koma svo kven­dýrin aftur til nákvæm­lega sömu strandar og þau klökt­ust út á. Þá hafa þau sum hver farið mörg þús­und kíló­metra leið. Og þegar þau snúa til baka gera þau það í einum til­gangi: Að verpa eggjum sín­um.Svo hefst þessi hringrás á ný. Og svo kyn­slóð fram af kyn­slóð.Lengi hefur verið talið að risa­skjald­bök­urnar sem synda um í heims­höf­unum noti seg­ul­svið jarðar til að rata en margt hefur þó verið á huldu um hegðun þeirra. Í nið­ur­stöðum nýrrar rann­sókn­ar, sem birtar voru nýverið í vís­inda­tíma­rit­inu Cur­rent Biology, og gerð var m.a. með því að setja GPS-tæki á risa­skjald­bök­ur, kemur fram að þó að þær hafi að lokum fundið strönd­ina sína hafi þær ekki synt þangað stystu leið. Þær not­ist því við nokk­urs konar gróft landa­kort á ferða­lag­inu.

Auglýsing


„Ég held að við höfum haft þá ímynd í höfð­inu að skjald­bökur ferð­uð­ust um eins og lest á tein­um,“ segir Alex Rattray, með­höf­undur rann­sókn­ar­innar og vís­inda­maður við Deak­in-há­skóla í Ástr­al­íu. „En við komumst að því að þær gera mis­tök, þær hitta ekki á áfanga­stað­inn, þær fara fram hjá honum og að þær leita hans mik­ið.“Skjald­bök­urnar snúa ekki aðeins aftur til fæð­ing­ar­staðar síns heldur fara þær líka aftur og aftur til sömu svæða í ætis­leit. Aðrar rann­sóknir hafa jafn­vel sýnt fram á að svo heit­bundnar eru þær ætis­stöðvum sínum að þær synda jafn­vel fram­hjá svæðum þar sem mun meira æti er að finna.Vís­inda­menn­irnir sem þátt tóku í rann­sókn­inni festu GPS-tæki á 35 sæskjald­bökur er þær voru á varp­stöðvum sín­um. Um leið og þær höfðu orpið fóru þær í sjó­inn og leit­uðu uppi ætis­stöðv­arn­ar. En þangað fóru þær fæstar beina leið. Margar þeirra fóru oft mörg hund­ruð kíló­metra af leið áður en að því kom.

Risaskjaldbaka á sundi.„Okkur kom einnig á óvart hversu langa leið sumar þeirra fara,“ var haft eftir Gra­eme Hays, aðal­höf­undi rann­sókn­ar­innar sem er pró­fessor við Deak­in-há­skóla, í til­kynn­ingu um rann­sókn­ina. „Sex af skjald­bök­unum fóru meira en 4.000 kíló­metra leið með aust­ur­strönd Afr­íku, frá Mósam­bík til Sómal­íu. Þannig að þessar skjald­bökur fara meira en 8.000 kíló­metra fram og til baka frá varp­stöðvum sínum á Chagos-eyj­u­m.“Rann­sóknin leiddi einnig í ljós að þó að dýrin virt­ust oft vill­ast af leið um tíma hefðu þau hæfi­leika til að taka rétta stefnu á ný. Engin þeirra villt­ist algjör­lega. „Þær fundu að lokum leið­ina heim,“ er haft eftir Rattray í til­kynn­ingu. „Þetta eru ótrú­legar skepn­ur. Og þær eru sann­ar­lega mestu sæfarar jarð­ar.“Grænar risa­skjald­bök­ur, eins og þær sem fylgst var með í rann­sókn­inni, eru í útrým­ing­ar­hættu. Net og eyði­legg­ing búsvæða er þeirra helsta ógn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent