Risaskjaldbökur eru „sannarlega mestu sæfarar jarðar“

Þær snúa alltaf aftur til sömu strandar og þær sjálfar klöktust út á. Svo sækja þær ávallt í sömu ætisstöðvarnar. Grænar risaskjaldbökur rata alltaf heim þó að þær villist oft mörg hundruð kílómetra af leið.

Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Auglýsing

Þegar sæskjald­bökur klekj­ast úr eggjum sínum og koma upp úr sandi strand­anna skríða þær í ofboði til sjávar og hverfa svo sjónum ofan í hið stóra haf. Mörgum árum seinna koma svo kven­dýrin aftur til nákvæm­lega sömu strandar og þau klökt­ust út á. Þá hafa þau sum hver farið mörg þús­und kíló­metra leið. Og þegar þau snúa til baka gera þau það í einum til­gangi: Að verpa eggjum sín­um.Svo hefst þessi hringrás á ný. Og svo kyn­slóð fram af kyn­slóð.Lengi hefur verið talið að risa­skjald­bök­urnar sem synda um í heims­höf­unum noti seg­ul­svið jarðar til að rata en margt hefur þó verið á huldu um hegðun þeirra. Í nið­ur­stöðum nýrrar rann­sókn­ar, sem birtar voru nýverið í vís­inda­tíma­rit­inu Cur­rent Biology, og gerð var m.a. með því að setja GPS-tæki á risa­skjald­bök­ur, kemur fram að þó að þær hafi að lokum fundið strönd­ina sína hafi þær ekki synt þangað stystu leið. Þær not­ist því við nokk­urs konar gróft landa­kort á ferða­lag­inu.

Auglýsing


„Ég held að við höfum haft þá ímynd í höfð­inu að skjald­bökur ferð­uð­ust um eins og lest á tein­um,“ segir Alex Rattray, með­höf­undur rann­sókn­ar­innar og vís­inda­maður við Deak­in-há­skóla í Ástr­al­íu. „En við komumst að því að þær gera mis­tök, þær hitta ekki á áfanga­stað­inn, þær fara fram hjá honum og að þær leita hans mik­ið.“Skjald­bök­urnar snúa ekki aðeins aftur til fæð­ing­ar­staðar síns heldur fara þær líka aftur og aftur til sömu svæða í ætis­leit. Aðrar rann­sóknir hafa jafn­vel sýnt fram á að svo heit­bundnar eru þær ætis­stöðvum sínum að þær synda jafn­vel fram­hjá svæðum þar sem mun meira æti er að finna.Vís­inda­menn­irnir sem þátt tóku í rann­sókn­inni festu GPS-tæki á 35 sæskjald­bökur er þær voru á varp­stöðvum sín­um. Um leið og þær höfðu orpið fóru þær í sjó­inn og leit­uðu uppi ætis­stöðv­arn­ar. En þangað fóru þær fæstar beina leið. Margar þeirra fóru oft mörg hund­ruð kíló­metra af leið áður en að því kom.

Risaskjaldbaka á sundi.„Okkur kom einnig á óvart hversu langa leið sumar þeirra fara,“ var haft eftir Gra­eme Hays, aðal­höf­undi rann­sókn­ar­innar sem er pró­fessor við Deak­in-há­skóla, í til­kynn­ingu um rann­sókn­ina. „Sex af skjald­bök­unum fóru meira en 4.000 kíló­metra leið með aust­ur­strönd Afr­íku, frá Mósam­bík til Sómal­íu. Þannig að þessar skjald­bökur fara meira en 8.000 kíló­metra fram og til baka frá varp­stöðvum sínum á Chagos-eyj­u­m.“Rann­sóknin leiddi einnig í ljós að þó að dýrin virt­ust oft vill­ast af leið um tíma hefðu þau hæfi­leika til að taka rétta stefnu á ný. Engin þeirra villt­ist algjör­lega. „Þær fundu að lokum leið­ina heim,“ er haft eftir Rattray í til­kynn­ingu. „Þetta eru ótrú­legar skepn­ur. Og þær eru sann­ar­lega mestu sæfarar jarð­ar.“Grænar risa­skjald­bök­ur, eins og þær sem fylgst var með í rann­sókn­inni, eru í útrým­ing­ar­hættu. Net og eyði­legg­ing búsvæða er þeirra helsta ógn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent