Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu

„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.

Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Auglýsing

Yfir­völd í Malasíu berj­ast nú við að fegra ímynd pálma­ol­í­unnar en landið er næst­stærsti fram­leið­andi vör­unn­ar, á eftir Indónesíu. Þeirra nýjasta vopn í bar­átt­unni er slag­orðið „Pálma­olía er guðs­gjöf“ sem yfir­völd hyggj­ast nota í mark­aðs­setn­ingu.



Pálma­olía hefur mætt and­stöðu víða um heim vegna þeirra áhrifa sem rækt­unin hefur á umhverfið og er mark­aðs­setn­ing­unni ætlað að stemma stigu við þeirri and­stöðu. Í frétt Reuters er haft eftir Willie Mong­in, ráð­herra plantekru- og hrá­vöru­mála í Malasíu, að mala­sísk stjórn­völd séu stað­ráðin í að nota slag­orðið í mark­aðs­setn­ingu bæði í Malasíu og alþjóð­lega.

Auglýsing


Nýja slag­orðið kemur í stað eldra slag­orðs sem gæti útleggst sem „Elska pálma­ol­í­una mína“ sem notað var í mark­aðs­setn­ingu innan Malasíu. Slag­orð­inu var ætlað að efla stolt íbúa Malasíu fyrir þar­lendum pálma­ol­íu­iðn­aði en mátti þá sæta gagn­rýni víða að.



Alls er 28 pró­sent af allri pálma­olíu fram­leidd í Malasíu og fer landið með þriðj­ungs­hlut­deild í milli­ríkja­við­skiptum með vör­una. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins flytja inn mikið magn pálma­olíu en nú hefur hug­ar­far Evr­ópu­búa til vör­unnar breyst og sífellt fleiri mála­fylgju­menn tala gegn olí­unn­i. 



Pálma­olía bönnuð í líf­dísli

Á síð­asta ári sam­þykktu ríki Evr­ópu­sam­bands­ins að banna í skrefum elds­neyti sem unnið er úr pálma­ol­íu, svo­kall­aðan líf­dísil. Líf­dís­ill sem unnin er úr pálma­olíu verður því horf­inn af mark­aði í Evr­ópu árið 2030. En pálma­olíu er víðar að finna heldur en í elds­neyti. Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nota olí­una í fram­leiðslu sinni á ólíkum vör­um. Svo dæmi séu tekin má hana finna í snyrti­vörum, þvotta­efni og í alls kyns mat­væl­um, svo sem í kexi, ís, brauði og súkkulaði.



Á síð­asta ári var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem mið­aði að því að banna líf­dísil sem unnin er úr pálma­olíu hér á landi. Málið komst ekki lengra en til atvinnu­vega­nefndar en nefndin lagði til að til­lagan yrði sam­þykkt án breyt­inga í nefnd­ar­á­liti sínu. Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að komið hafi fram hjá gestum sem komu fyrir nefnd­ina að ekki væri þörf á að flytja inn pálma­olíu til að setja í líf­dísil á Íslandi. Unnt væri að fram­leiða nægan líf­dísil á Íslandi, meðal ann­ars úr úrgangi og með ræktun repju­ol­íu.



Órangútanar búa í regnskógum Indónesíu og Malasíu. Heimkynnum þeirra stafar nú ógn af ört vaxandi framleiðslu pálmaolíu sem ýtir undir eyðingu regnskóga. Mynd: EPA

Ræktun pálma­olíu ógnar líf­ríki

Á vef Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (WWF) er fjallað um pálma­olíu og áhrif fram­leiðsl­unnar á umhverfi og líf­ríki. Þar segir að eft­ir­spurn eftir henni fari vax­andi og fram­leiðsla þar af leið­andi líka. Í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku stækki plantekrur ört á kostnað regn­skóga sem séu mik­il­væg híbýli fjöl­margra dýra­teg­unda. Teg­und­irnar sem um ræðir eru margar hverjar í útrým­ing­ar­hættu, til að mynda nas­hyrn­ing­ar, fílar og tígris­dýr. Þannig er dýr­unum ýtt til hliðar þegar skógur er felldur og svæðið sem þau hafa til umráða fer sífellt minnk­andi.





Þá segir á vef WWF að um 90 pró­sent af olíu­pálma heims­ins sé að finna á nokkrum eyjum Malasíu og Indónesíu. Í regn­skógum þess­ara eyja sé að finna eitt fjöl­breyttasta líf­ríki á jörð­inni. Bein tengsl eru á milli rækt­unar olíu­pálma og útrým­ingu regn­skóga á svæð­inu.





Malasar íhuga að kæra ákvörðun ESB

Pálma­olía er sem fyrr segir mik­il­væg útflutn­ings­af­urð í Malasíu. Pálma­olía er í fjórða sæti yfir útflutn­ings­vörur Malasíu sem skila mestu í þjóð­ar­búið en á fyrri hluta árs­ins feng­ust 4,4 pró­sent af útflutn­ings­tekjum Malasíu frá olí­unni. Á heims­vísu er pálma­ol­íu­iðn­að­ur­inn met­inn á 60 millj­arða dala og eru Malasía og Indónesía umsvifa­mest ríkja í fram­leiðsl­unni en tæp­lega 90 pró­sent af allri pálma­olíu er fram­leidd þar líkt og áður seg­ir.



Mala­sísk yfir­völd íhuga nú að feta í fót­spor Indónesískra yfir­valda og kæra ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að banna pálma­olíu í elds­neyti til Alþjóða við­skipta­stofn­un­ar­inn­ar, WTO. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent