„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit

Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.

Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
Auglýsing

Þegar aðgerðir vegna auk­innar útbreiðslu COVID-19 hér á landi voru hertar síð­asta dag júlí­mán­aðar voru hlífð­ar­grímur í fyrsta sinn nefndar til sög­unnar í okkar bar­áttu við veiruna. Eftir að hafa heyrt á upp­lýs­inga­fundum almanna­varna og land­læknis í vetur að grímur gerðu vissu­lega gagn en gætu einnig veitt falskt öryggi og að ekki þætti ástæða til að hvetja til notk­unar þeirra komu þessi nýju til­mæli mörgum á óvart. Enda létu Íslend­ingar ekki sitt eftir liggja og keyptu grímur í gáma­vís. Strætó boð­aði grímu­skyldu en dró það síðan til baka eftir að sótt­varna­yf­ir­völd skerptu á til­mælum sínum sem nú eru á þessa leið hvað almenn­ings­sam­göngur varð­ar: Nota skal and­lits­grímu í almenn­ings­sam­göngum vari ferð lengur en 30 mín­út­ur.



En hafa rann­sóknir sýnt að and­lits­grímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smit­ist af COVID-19? Og ef svo er skiptir þá máli hvernig gríma er not­uð?



Þannig hljóð­aði spurn­ing blaða­manns Kjarn­ans sem send var Vís­inda­vefnum á dög­unum og nú hefur borist svar við. Það er Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, sem er til svars.



„Stutta svarið við fyrri spurn­ing­unni er ein­fald­lega já,“ svarar Jón Magús. „Rann­sóknir hafa sýnt, án nokk­urs vafa, að and­lits­grímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli ein­stak­linga.“

Auglýsing



 Sjúk­dóm­ur­inn COVID-19 verður vegna sýk­ingar af veirunni SAR­S-CoV-2 sem dreif­ist fyrst og fremst með dropa- eða snert­ismiti. Þegar við hóst­um, hnerrum og tölum berst ara­grúi örsmárra dropa frá önd­un­ar­fær­un­um. „Ef ein­stak­lingur er sýktur af SAR­S-CoV-2 eru þessir dropar gjarnan hlaðnir veirum,“ skrifar Jón Magn­ús. „Drop­arnir ber­ast síðan mis­langt áfram og geta lent í munni ann­arra, höndum eða á yfir­borði hluta í næsta nágrenn­i.“



Jón Magnús Jóhannesson, læknir.Stærð dropa og hversu langt þeir ferð­ast er ýmsu háð. Til dæmis þeyt­ast fleiri dropar og lengra þegar við hnerrum og hóstum en þegar við töl­um. „Grímur grípa yfir­gnæf­andi meiri­hluta dropa frá önd­un­ar­færum og varna því að þeir ber­ist lengra. Þetta þýðir að grím­urnar geta bæði stöðvað dropa sem við gefum frá okkur og dropa sem ber­ast til okkar frá vitum ann­arra.“



Af hverju er okkur þá ekki ráð­lagt að vera alltaf með grímu þegar far­aldur COVID-19 geis­ar?



Ýmis atriði flækja málið og geta virst rugl­andi, skrifar Jón Magn­ús. Grímur gagn­ast við að koma í veg fyrir smit en virkni þeirra er lang­mest við skil­greindar aðstæð­ur. Enn­fremur þarf að nota þær á réttan hátt til að árangur náist:

  • Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á.
  • Gríman þarf að hylja nef og munn.
  • Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á.
  • Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti ein­stak­lingur sé í minnst tveggja metra fjar­lægð.
  • Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin nið­ur, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu.
  • Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglu­lega til að koma í veg fyrir raka­mettun (á sér­stak­lega við um einnota grím­ur).

Fjöl­nota grímur þarf að þvo dag­lega (að­ferð fer eftir gerð grímu).



En við hvaða skil­greindu aðstæður virka grímur best?



COVID-19-smit á sér helst stað þegar ein­stak­lingar eru í miklu návígi, það er í innan við tveggja metra fjar­lægð. Smit­hættan eykst með tíma og er meiri í lok­uðu rými en úti. Nýjar ráð­legg­ingar um notkun gríma í sam­fé­lag­inu miða við að þær séu not­aðar þar sem hætta er á smiti, einkum þar sem tíma­bundið þarf að víkja frá tveggja metra regl­unni. Jón Magnús bendir á að smám saman hafi komið betur í ljós að ein­kenna­litlir eða -lausir berar SAR­S-CoV-2 geta smitað aðra sem þýðir að ein­stak­lingar geta verið smit­andi án þess að hafa hug­mynd um það. Grímur geti hins vegar komið í veg fyrir slík smit. „Helsti ókost­ur­inn við almenna notkun gríma, fyrir utan ranga notk­un, er að hún getur veitt falskt öryggi og leitt til þess að fólk slaki á tveggja metra regl­unn­i,“ skrifar hann. „Tak­mörkun á fjar­lægð og almenn smit­gát eins og hand­þvottur og til­lits­semi við hósta eða hnerra (í oln­boga­bót) er öfl­ug­asta vörnin.“

Almennt er talið að svokölluð fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Ef þeim er viðhaldið eru grímurnar í raun óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Notkun gríma getur þó gert tímabundna nálægð einstaklinga öruggari svo framarlega sem þær eru notaðar á réttan hátt. Mynd: EPA



Hvernig grímur á að nota?



Á heil­brigð­is­stofn­unum eru not­aðar sér­stakar fínagna­grímur eða veiru­grímur þegar um stað­fest COVID-19-smit er að ræða. Slíkar grímur sía út örfínar agnir með það að mark­miði að stoppa dropa af öllum stærðum og gerð­um. „Þær koma í veg fyrir svo­kallað úða­smit þar sem veirur geta dreifst með örfínum úða en hann hangir í loft­inu í stað þess að falla vegna þyngd­arafls,“ skrifar Jón Magn­ús. Úða­smit virð­ist ekki vera veiga­mikil dreif­ing­ar­leið fyrir COVID-19 og skiptir mestu máli við ákveðin inn­grip á spít­öl­um. „Í sam­fé­lag­inu dugar vel að nota hefð­bundnar skurð­grím­ur. Einnig hefur notkun taugríma auk­ist. Slíkar grímur eru í raun efni í annað svar en í stuttu máli er gagn­semi þeirra aðeins tryggð ef viss gerð af taui er notuð og lög grímunnar í það minnsta þrjú.“



Er þá ávinn­ingur af því að nota grímur úti í sam­fé­lag­inu?



„Það fer eftir ýmsu, meðal ann­ars sam­fé­lags­gerð, hegðun fólks og því hvort grím­urnar eru rétt not­að­ar,“ svarar Jón Magn­ús. Hann segir grímur geta verið gagn­legar en almennt sé talið að svokölluð fjar­lægð­ar­tak­mörkun (e. physical distancing), það er að við­halda tveggja metra reglu, fara ekki á stór manna­mót og vera sem minnst í návígi við aðra sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit.



„Ef fjar­lægð­ar­tak­mörk­unum er við­haldið eru grímur í raun belti með axla­bönd­um,“ skrifar hann. „Þá eru þær óþarfa við­bót með til­heyr­andi kostn­aði og óþæg­ind­um.“ Notkun gríma getur þó gert tíma­bundna nálægð ein­stak­linga örugg­ari svo fram­ar­lega sem þær eru not­aðar á réttan hátt. Margar rann­sóknir hafa verið gerðar til að meta gagn­semi gríma í miðjum far­aldri en nið­ur­stöð­urnar eru langt frá því að vera skýrar vegna ýmissa óvissu­þátta.



Leið­bein­ingar um grímunotkun hér­lendis eru skýrar að mati Jóns Magn­ús­ar. Þær eiga ekki að koma í stað tveggja metra regl­unnar eða ann­arra leiða til að tryggja fjar­lægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að við­halda tveggja metra regl­unni. Mik­il­vægt er þá að nálægðin vari sem styst.„Afar ólík­legt er að smit­ast af ein­stak­lingi sem gengið er fram­hjá utandyra í örfáar sek­únd­ur,“ bendir hann á. „Að sitja við hlið smit­bera í strætó er hins vegar annað mál og einn hósti getur leitt til smits þó að nálægðin sé aðeins í nokkrar mín­út­ur. Grím­urnar gera okkur þannig kleift að við­halda góðri smit­gát við aðstæður sem væru ann­ars hættu­legar okkur og öðr­um. Þannig getum við farið í klipp­ingu, ferð­ast með strætó og verslað í mat­vöru­verslun og verndað bæði okkur sjálf og aðra. Önnur atriði smit­gátar skipta þó áfram mestu máli við smit­varn­ir.“



Jón Magnús tekur svo helstu atriðin saman með þessum hætti:

  • Grímur koma ekki í stað tveggja metra reglu, almennrar smit­gátar og hrein­læt­is.
  • Grímur virka helst þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð í nokkurn tíma.
  • Grímur virka til að koma í veg fyrir smit, bæði til okkar og frá okkur til ann­arra.
  • Mik­il­vægt er að nota grím­urnar rétt, sam­an­ber leið­bein­ingar að ofan.
  • Skurð­gríma dugar vel í sam­fé­lag­inu en sér­stakar veiru­grímur á að nota við ákveðnar aðstæð­ur, aðal­lega innan heil­brigð­is­kerf­is­ins.



Hér má lesa ítar­legt svar Jóns Magn­úsar á Vís­inda­vefnum í heild.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent