Fáir af þeim sautján sem greindust með COVID-19 innanlands í gær voru í sóttkví. Alls greindust 20 tilfelli í gær því þrjú til viðbótar greindust í landamæraskimun.
Flestir sem eru sýktir eru í aldurshópnum 18-29 ára eða samtals 40 manns. RÚV segist hafa heimildir fyrir því að búið sé að rekja annað hópsmitið sem verið hefur í gangi hér á landi til veitingastaðar í Reykjavík.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í hádegisfréttum RÚV að veikindi fólksins væru misjöfn en að mögulega yrðu einhverjir lagðir inn.
Einstaklingar sem dvöldu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina hafa nú greinst með COVID-19 og af þeim sökum eru tæplega 50 manns komin í sóttkví í Eyjum.
Lestu meira
Víðir sagði ekki lengur um hópsmit að ræða. „Ég held að við séum að tala um faraldur. Við erum komin í faraldur. Eins og í vetur erum við að sjá smit koma upp um allt land.“