Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ljóst er að íslenskt sam­fé­lag er nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innan lands og á landa­mærum um langt skeið til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Veiran er enn í vexti víða um lönd og sums staðar verið að herða reglur aft­ur.

Á þessum orðum hefst til­kynn­ing á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Sótt­varna­læknir hefur lagt áherslu á að halda beri áfram skimunum á landa­mærum auk þess sem nú eru í gildi umtals­verðar tak­mark­anir á sam­komu­haldi í sam­fé­lag­inu. Verið er að beita skimun­um, sýna­tök­um, smitrakn­ingu, ein­angrun og sótt­kví líkt og gert hefur verið allt frá upp­hafi far­ald­urs­ins og mun það verða gert áfram, segir í til­kynn­ing­unni. „Vera kann að slakað verði á tak­mörk­unum eða þær hertar allt eftir því hver þró­unin verð­ur­.“ 

­Sótt­varna­læknir hefur síð­ustu daga minnt á að hans hlut­verk sé að leggja til aðgerðir vegna sótt­varna. Ann­arra sé að taka ákvarð­anir um aðra þætti sem máli skipta. Hefur hann sagt þau mál póli­tísk og efna­hags­leg.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að „marg­háttað sam­ráð hefur verið við­haft allt frá því að veiran skaut fyrst upp koll­inum hér á landi. Stýri­hópar hafa verið starf­andi, ann­ars vegar um inn­an­land­s­varnir og hins vegar um skimanir á landa­mærum þar sem ýmsir aðilar hafa verið kall­aðir til­.“ 

Svo seg­ir:

„Með vísan til þess hversu stórt sam­fé­lags­verk­efni er um að ræða liggur fyrir að við þessi kafla­skil þarf að að efna til sam­ráðs helstu lyk­il­að­ila um áfram­hald­andi aðgerðir gegn Covid-19. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að boða til sam­ráðs­vett­vangs í formi vinnu­stofu þann 20. ágúst nk. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma lit­ið. Vegna tak­mark­ana á sam­komum fer hluti af vinnu­stof­unni fram með fjar­funda­bún­aði í fleiri hópum til þess að sem flest sjón­ar­mið kom­ist að.“ 

Heil­brigð­is­ráðu­neytið vinnur nú að und­ir­bún­ingi vinnu­stof­unnar og mun bjóða til þessa vett­vangs innan skamms í sam­stafi við önnur ráðu­neyti og stjórn­völd. Nánar verður greint frá fyr­ir­komu­lagi og verk­lagi snemma í næstu viku.

Í fram­haldi af vinnu­stof­unni verður komið á fót fimm manna verk­efnateymi til að ann­ast fram­kvæmd aðgerða vegna Covid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sótt­varna­læknis út árið 2021.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent