Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt

„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.

Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Auglýsing

Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur enn á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í önd­un­ar­vél. Hann er á fer­tugs­aldri.  Af þeim þremur sem greindir voru með COVID-19 í gær voru tveir þegar í sótt­kví. Þá tengd­ust tveir þess­ara ein­stak­linga hóp­sýk­ing­unni í Vest­manna­eyj­um.Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag að rað­grein­ingar Íslenskrar erfða­grein­ingar sem þegar lægju fyrir sýndu að þær sýk­ingar sem hefðu greinst að und­an­förnu væru af völdum sama afbrigðis veirunn­ar. Þetta afbrigði hefur stungið sér niður í öllum lands­hlut­u­m.  Nú eru 112 virk smit í land­inu. „Nokkurn fjölda þess­ara ein­stak­linga hefur ekki tek­ist að rekja saman og það er okkar aðal áhyggju­efn­i,“ sagði Alma.Íslensk erfða­grein­ing hefur ski­mað að und­an­förnu en nú hefur sú breyt­ing orðið á þeirri fram­kvæmd að ski­mað er út frá til­fellum sem upp koma og sam­kvæmt mati smitrakn­ing­arteym­is. Í dag er t.d. í gangi skimun í Vest­manna­eyj­um.„Næstu dagar munu skera úr um hvort hægt verði að full­yrða hvort að við höfum náð böndum á þessum far­aldri,“ sagði Alma. Ánægju­legt væri að aðeins þrír hefðu greinst í gær en af því væri vissu­lega ekki enn hægt að draga neinar álykt­anir enda sveiflur milli daga.

Auglýsing„Við viljum áfram hvetja alla sem eru með ein­kenni sem gætu bent til COVID að halda sig heima og hafa sam­band við sína heilsu­gæslu.“ Þau ein­kenni sem mest hefði borið á upp á síðkastið væru háls­sær­indi, vöðva- og bein­verkir, slapp­leiki, hiti og höf­uð­verk­ur. Þá væru einnig til staðar sjald­gæfari ein­kenni á borð við skyndi­legt tap á bragð- og lykt­ar­skyni, ógleði, upp­köst og nið­ur­gang.„Það er ekki að ástæðu­lausu sem við erum í þessum aðgerð­um. Þessi veira er skæð og getur valdið veik­indum hjá mjög mörgum ef ekk­ert er að gert. Það er umtals­verður hluti þeirra sem fær hana í sig sem veik­ist alvar­lega.“ Benti Alma því sam­hengi á að af þeim sem greindust í vetur hafi um 7 pró­sent á sjúkra­húsinn­lögn að halda og 1,5 pró­sent á gjör­gæslu­inn­lögn að halda. „Vissu­lega er áhættan mest fyrir þá eldri að veikj­ast alvar­lega en það er samt þannig að fólk á öllum aldri getur orðið alvar­lega veikt.“Þá sagði hún að umtals­verður hluti þeirra sem veikt­ist lít­il­lega í vetur væri enn að glíma við langvar­andi og fjöl­breytt ein­kenni, meðal ann­ars mikið úthalds­leysi. „Þetta er auð­vitað ástæðan fyrir því að við viljum halda veirunni niðri.“Alma sagði að sjúk­ling­unum væri sinnt af Covid-­göngu­deild­inni og að í hópi þeirra væru fólk sem væri veikt, þó það þyrfti ekki á inn­lögn að halda. Spurð hvort að sjúk­ling­ur­inn sem nú lægi á gjör­gæslu, sem væri rétt rúm­lega þrí­tug­ur, hefði und­ir­liggj­andi sjúk­dóma svar­aði Alma að engar upp­lýs­ingar væru veittar um ein­staka sjúk­linga. „En ég legg áherslu á að ungt og áður hraust fólk getur orðið alvar­lega veikt.“

Víðir Reynisson bað okkur um að gleyma ekki gleðinni. Mynd: LögreglanÁ fund­inum var hún spurð út í þá gagn­rýni Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors um að stjórn­völd hafi gert mis­tök með því að opna landa­mærin með skimunum um miðjan júní. Gylfi setti  þessa gagn­rýni sína fram í grein sem birt er í Vís­bend­ingu. „Ég er nátt­úr­lega ekki hag­fræð­ing­ur,“ byrj­aði Alma á að svara. „Það var auð­vitað rík­is­stjórnin sem ákvað að það væri mik­il­vægt fyrir efna­hag lands­ins að hingað kæmu ferða­menn. Og það var farin sú leið að skima, sem mér fannst vera rétt leið, að gæta eins mik­illar var­kárni og hægt væri. Auð­vitað vissum við að skimunin væri ekki full­komin en við vissum að hún myndi minnka líkur á því að hingað bær­ust smit.“Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn vildi svo hnykkja á því að landa­mærin hafi aldrei verið alveg lok­uð. „Það hefur alltaf verið umræða um að 15. júní hafi landa­mærin opnað en þá voru settar miklu strang­ari og stíf­ari reglur um landa­mær­in. Fram að þeim tíma gátu allir innan Schen­gen-­svæð­is­ins komið hér og valið að vera hér í sótt­kví í fjórtán daga.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent