Júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn, að minnsta kosti frá árinu 2013, í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í gær. Mánuðurinn var jafn framt sá umsvifaminnsti í útlánum lífeyrissjóða síðan árið 2008.
Fram kemur í skýrslunni að hjá bönkunum hafi ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum numið alls 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, í júní. Óverðtryggð lán á föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára voru neikvæð um sem nemur þremur milljörðum króna í sama mánuði. Þá námu uppgreiðslur á verðtryggðum lánum einum milljarði umfram ný óverðtryggð útlán.
Stærsti mánuður banka, minnsti mánuður lífeyrissjóða
„Hrein ný íbúðalán bankanna til heimilanna jukust alls um 23% að raunvirði frá maí til júní, en maímánuður er þó næst stærsti útlánamánuður bankanna hingað til. Að þeim mánuði undanskildum var júnímánuður 66% stærri að raunvirði en sá útlánamánuður sem næstur kemur, sem var júlí 2015. Ef borið er saman við júnímánuð í fyrra var aukningin um 207% að raunvirði á milli ára,“ segir um útlán bankanna til húsnæðiskaupa í skýrslunni.

Breytingar á vaxtakjörum skýra breytta stöðu
Lestu meira
Í skýrslu HMS segir að hlutdeild húsnæðislána í innlendum eignum bankanna sé nú 29 prósent. Hlutdeildin hafi verið lægst í september árið 2008 þegar hún ham 8,1 prósent. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt frá byrjun árs 2016 þegar hlutdeild húsnæðislána í innlendum eignum sjóðanna nam 6,8 prósentum. Í mars síðastliðnum náði hún hámarki í 15,6 prósentum en er nú 15,1 prósent.
