Engin áform um að láta ÁTVR aðgreina tóbak og áfengi frekar í reikningum sínum

Fjármálaráðuneytið hefur engin áform um að skylda ÁTVR til þess að breyta framlagningu ársreikninga sinna, en skoðar þó hvernig mætti auka gagnsæi í rekstri stofnunarinnar, sem sögð hefur verið niðurgreiða áfengissölu með tóbakssölu.

Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
Auglýsing

Engin áform eru uppi um það af hálfu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að skylda ÁTVR til að leggja fram árs­reikn­inga sína með öðrum hætti en nú er gert. Ráðu­neytið skoðar þó hvort hægt væri að auka gagn­sæi í rekstri ÁTVR, meðal ann­ars með því að til­greina sér­stak­lega afkomu hverrar og einnar versl­unar sem ÁTVR rek­ur.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­stein Víglunds­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Við­reisn­ar, sem birt var á vef Alþingis í gær, en Þor­steinn kall­aði eftir því að fá upp­lýs­ingar um afkomu ÁTVR af sölu áfengis ann­ars vegar og tóbaks hins veg­ar.

Þau svör fékk þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi þó ekki, en í svari fjár­mála­ráð­herra segir það sem oft áður hefur komið fram, að ÁTVR greinir ekki í sundur rekstr­ar­kostnað eftir áfengi ann­ars vegar og tóbaki hins veg­ar.

Auglýsing

„Árið 1961 voru Áfeng­is­verslun rík­is­ins og Tóbaks­verslun rík­is­ins sam­ein­aðar í eina stofnun Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins, ÁTVR. Nú er versl­unin rekin sem ein heild og rekstr­ar­kostn­aði ekki haldið aðskildum enda ekki gerð krafa um slíkt, hvorki í lögum né af hálfu eig­anda,“ segir í svari Bjarna. 

Árum saman hafa verið færð rök fyrir því að svo virð­ist sem ÁTVR sé að nið­ur­greiða kostnað sinn af áfeng­is­sölu með hagn­aði sem til fellur vegna tóbaks­sölu. ÁTVR hefur hingað ekki sagst geta upp­lýst um hver beinn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins af tóbaks­söl­unni er, einmitt sökum þess að rekstr­ar­kostn­að­inum sé ekki haldið aðskild­um, en það gæti styst í að þær upp­lýs­ingar liggi fyr­ir. 

Fyrr í sumar greindi Frétta­blaðið nefni­lega frá því að Rík­is­end­ur­skoðun hefði óskað eftir að fá rekstr­ar­kostnað stofn­un­ar­innar vegna sölu á áfengi ann­ars vegar og tóbaki hins vegar verði sund­ur­lið­að­ur.

Reikn­ings­dæmi frá 2018

Í árs­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2018 kom fram að alls hefðu sjö manns verið við störf í nef­tó­baks­fram­­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins og tólf við heild­­sölu og dreif­ingu tóbaks. Alls var kostn­aður ÁTVR vegna launa og launa­tengdra gjalda á árinu 2018 um 2,8 millj­­arðar króna og árs­verk voru 354. Það þýðir að árlegur kostn­aður við hvert árs­verk var um 7,9 millj­­ónir króna. Þau 19 árs­verk sem eru í tóbaks­­hluta fram­­leiðsl­unnar ættu því að kosta um 150 millj­­ónir króna á ári. 

Það myndi þýða að um 1,5 millj­­arða króna hagn­aður stæði eftir af tóbaks­­­söl­unni eftir að búið væri að gera ráð fyrir tóbaks­­gjaldi og launa­­kostn­aði þeirra sem störf­uðu beint við tóbaks­­dreif­ingu, eða -fram­­leiðslu. Það er upp­­hæð sem er tæp­­lega 400 millj­­ónum krónum yfir heild­­ar­hagn­aði ÁTVR á árinu 2018.  

Þó verður að gera ráð fyrir því tóbaks­­­salan sé ábyrgð fyrir ein­hverjum við­­bót­­ar­­kostn­aði vegna skrif­­stofu­halds og ann­­arra sam­eig­in­­legra kostn­að­­ar­þátta í rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar ekki, líkt og áður seg­ir, verið til­­­búið að sund­­ur­liða þann kostn­að.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent