Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag

Samtökin Global Footprint Network halda utan um hinn svokallaða þolmarkadag jarðarinnar en á þeim degi hafa jarðarbúar notað þær auðlindir sem jörðin hefur getu til að endurnýja á einu ári. Dagurinn færist mikið til milli ára vegna kórónuveirunnar.

Það sem af er ári hafa jarðarbúar nýtt allar þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á einu ári.
Það sem af er ári hafa jarðarbúar nýtt allar þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á einu ári.
Auglýsing

Hinn svo­kall­aði þol­marka­dagur jarð­ar­innar (e. Earth Overs­hoot Day) er í dag, 22. ágúst. Dag­ur­inn segir til um hvenær mann­kynið hefur notað þær auð­lindir sem jörðin hefur getu til að end­ur­nýja á einu ári, jörðin er sum sé komin að þol­mörkum sínum í dag. Mann­kynið hefur að vísu ekki gengið jafn hratt á auð­lindir jarð­ar­innar í ár líkt og í fyrra. Ástæðan fyrir því er kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn að mati rann­sak­enda, sam­kvæmt frétt The Guar­dian. Vegna minni umsvifa og neyslu jarð­ar­búa fær­ist svo­kall­aður þol­marka­dagur jarð­ar­innar um þrjár vikur milli ára en í fyrra féll dag­ur­inn á 29. júlí. Sam­kvæmt rann­sóknum sem fram­kvæmdar voru af alþjóð­legu sam­tök­unum Global Foot­print Network þá hafði kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn þau áhirf að vist­fræði­legt fót­spor jarð­ar­búa skrapp saman um 9,3 pró­sent á milli ára. Engu að síður þyrfti 1,6 jörð til þess að standa undir auð­linda­notkun jarð­ar­búa að svo komnu máli.

AuglýsingSvokallaður yfirdráttardagur jarðar hefur færst til um rúmar þrjár vikur frá því í fyrra. Mynd: Global Footprint NetworkÍ frétt Guar­dian er haft eftir Mat­his Wacker­negel, for­seta Global Foot­print Network, að þol­marka­dagur jarðar sé í raun leið til þess að sýna fram á þann vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að neyslu og áhrifum hennar á jörð­ina. Gögn þessa árs hafi verið verið hvetj­andi en að hans mati sé enn þörf á fram­förum, fram­förum sem til­komnar séu vegna ákvarð­ana en ekki ham­fara.Auð­lindir fram­tíðar not­aðar fyrir neyslu dags­ins í dag

Sam­kvæmt mæl­ingum Global Foot­print Network hefur reynt á þessi þol­mörk allt frá árinu 1970. Sú til­færsla á dag­setn­ing­unni sem á sér stað á milli áranna 2019 og 2020 er sú mesta frá því að þol­markanna varð fyrst vart en þessi dagur hefur aldrei verið jafn snemma á árinu og í fyrra. Efna­hags­legar þreng­ingar hafa seinkað yfir­drátt­ar­deg­inum áður, til að mynda eftir fjár­málakrepp­una 2008, en þær breyt­ingar hafa ávallt verið tíma­bundn­ar.Wackerna­gel líkir neyslu okkar við Ponzi-svika­myllu, við séum að ganga á auð­lindir fram­tíðar til þess að standa straum af neyslu dags­ins í dag. Í flestum löndum gilda ströng lög sem banna fyr­ir­tækjum að stunda Ponzi-­svik en þegar kemur að vist­kerf­unum þá virð­ast slík svik vera í lagi. Við eigum ein­ungis eina jörð og það mun ekki breytast, “ er haft eftir Wackerna­gel í frétt Guar­di­an.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent