FA kvartar til Samkeppniseftirlitsins vegna ríkisstuðnings við endurmenntun

Hluti fjárframlaga til háskóla vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn fór í að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna. FA hefur nú kvartað til Samkeppniseftirlitsins en fyrr í sumar sendi FA formlega kvörtun til ESA vegna þessa.

Frá Háskóla Íslands
Frá Háskóla Íslands
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda (FA) hefur kvartað til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins (SKE) vegna nið­ur­greiðslu rík­is­ins á sum­ar­námi fyrr í sum­ar. Þetta kemur fram í frétt á vef FA en þar segir að veru­legur hluti þeirra 500 millj­óna sem veittar voru til sum­ar­náms á háskóla­stigi hafi runnið til end­ur- og símennt­un­ar­stofn­ana háskól­anna og nám­skeið á þeirra vegum því nið­ur­greidd um tugi þús­unda króna. Fram kemur á vef FA að þessi starf­semi sé fyrir utan verk­svið háskól­anna eins og það er skil­greint í lögum og að við­kom­andi starf­semi sé í beinni sam­keppni við nám­skeið á vegum einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja.Í fram­haldi af fjár­veit­ing­unni hafi end­ur­mennt­un­ar­deildir aug­lýst nám­skeið sem alla jafna kosti tugi þús­unda á þrjú þús­und krón­ur. Við þessi verð hafi keppi­nautar end­ur­mennt­un­ar­deild­anna ekki geta keppt.Kvört­uðu til ESA fyrr í sumar

„Að mati FA er þessi útfærsla á styrkjum til sum­ar­náms ólög­mæt og brýtur í bága við sam­keppn­is­regl­ur. Félagið telur rík­is­styrk­inn ann­ars vegar brjóta gegn 61. grein samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið um ólög­mæta rík­is­að­stoð, enda veita félags­menn FA í fræðslu­geir­anum sumir hverjir þjón­ustu í sam­starfi við fyr­ir­tæki sem stað­sett eru í öðrum EES-­ríkj­u­m,“ segir í frétt FA en félagið kvart­aði til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, ESA, fyrr í sum­ar.

Auglýsing


Í frétt­inni segir að FA fari einnig fram á að SKE skoði hvort starf­semi End­ur­mennt­unar Háskóla Íslands sam­ræm­ist sam­keppn­is­lög­um.  „Í reglum um EHÍ kemur fram að sé um að ræða útselda þjón­ustu, sem veitt sé í sam­keppni við einka­að­ila, skuli sú starf­semi fjár­hags­lega afmörkuð frá rekstri stofn­un­ar­innar og þess gætt að sá rekstur sé ekki nið­ur­greiddur með öðrum tekj­um, í sam­ræmi við ákvæði sam­keppn­islaga. Engu að síður fari ekki á milli mála að áður­nefndri fjár­veit­ingu til Háskóla Íslands vegna sum­ar­náms hafi að hluta verið ráð­stafað beint til End­ur­mennt­unar HÍ til að nið­ur­greiða nám­skeið, sem veitt eru í beinni sam­keppni við einka­að­ila,“ segir þar.Einka­að­ilar ósáttir við fjár­veit­ing­una

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í sumar um fjár­veit­ing­una sem um ræðir en hún er hluti af sum­ar­úr­ræðum stjórn­valda fyrir náms­fólk. Fram­kvæmda­stjórar einka­fyr­ir­tækja á fræðslu­mark­aði sem Kjarn­inn ræddi við voru ósáttir við til­hög­un­ina, þau geti ekki keppt við þau verð sem í boði voru hjá end­ur­mennt­un­ar­deild­un­um.„Okkur finnst þetta dálítið sér­­­stakt, að það sé í raun og veru verið að halda þessu innan rík­­­is­ins. Eins og við horfum á þetta þá er auð­vitað nógu erfitt að reka einka­­­fyr­ir­tæki með öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir síð­­­­­ustu mán­uð­i,“ sagði Jón Jósa­­­fat Björns­­­son fram­­­kvæmda­­­stjóri Dale Carnegie á Íslandi þá í sam­tali við Kjarn­ann og Ingrid Kuhlman, fram­­kvæmda­­stjóri hjá Þekk­ing­­ar­miðl­un, tók í sama streng.Hún benti á að end­­ur­­mennt­un­­ar­­deildir háskól­anna væru að bjóða upp á nám­­skeið sem að ein­hverju leyti skör­uð­ust við fram­­boð einka­­fyr­ir­tækj­a á þessum mark­að­i. „Þetta eru meðal ann­­­ars nám­­­skeið um jákvæða sál­fræði, um breyt­inga­­­stjórnun og um árang­­­ur­s­­­ríka fram­komu. Þetta eru allt nám­­­skeið sem einka­að­ilar bjóða líka upp á. Nú er ég með fram­kom­u­­nám­­­skeið og um teym­is­vinn­u. Það er alveg ljóst að við sem einka­að­ilar á fræðslu­­­mark­aði getum ekki keppt við þessi verð. Það er alveg ljóst að ég mun ekki bjóða upp á nein nám­­­skeið í jákvæðri sál­fræði í bil­i,“ sagði Ingrid.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent