Tíu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og var helmingur þeirra sem greindist í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í einangrun er nú 120. Í gær hafði einstaklingum í einangrun fækkað um fimm milli daga, voru 117 í gær en í 122 í fyrradag. Öll nýju smitin voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala en þar var sýni úr 578 tekið til greiningar í gær. Hlutfall jákvæðra sýna hjá sýkla- og veirufræðideild var því um 1,7 prósent. 14 daga nýgengi fyrir innanlandssmit er nú 15,3 á hverja 100.000 íbúa.
Fjöldi einstaklinga í sóttkví er nú 535. Þeim fjölgar um hátt í 100 á milli daga en í gær voru 439 í sóttkví. Einn einstaklingur liggur á sjúkrahúsi vegna COVID-19 líkt og í gær, þó ekki á gjörgæslu.
Á landamærunum voru tekin sýni úr rétt tæplega 2.700 einstaklingum. Einn einstaklingur var með mótefni við veirunni en fjögur bíða mótefnamælingar. Á landamærunum er nýgengi smita 12,3 á hverja 100.000 íbúa.