Heimildarmynd um flóttamenn sem hlaut styrki frá ráðuneyti og ríkisstjórn sögð tilbúin

Heimildarmynd um móttöku og aðlögun sýrlenskra flóttamanna á Íslandi er sögð tilbúin. Gerð hennar hófst árið 2016 og átti að taka um eitt ár. Myndin fékk sex milljóna króna styrki frá æðstu stöðum í stjórnkerfinu, sem vakti athygli á sínum tíma.

Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Auglýsing

Heim­ild­ar­mynd fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skotta Film um mót­töku hóps sýr­lenska flótta­manna er á loka­stigi og verður afhent Rík­is­út­varp­inu á næst­unni og von­andi tekin til sýn­inga í vet­ur. Þetta segir Árni Gunn­ars­son, fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Beinir styrkir til gerðar mynd­ar­innar feng­ust frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og frá rík­is­stjórn­inni, að til­lögu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, í kringum ára­mótin 2015 og 2016, alls sex millj­ónir króna. Myndin átti að taka um það bil eitt ár í vinnslu, sam­kvæmt styrk­um­sókn­inni, sem RÚV fjall­aði um á sínum tíma. Einnig stóð til að nýta efnið sem til félli til gerðar kennslu­efnis um mál­efni flótta­manna fyrir grunn­skóla. 

Þegar styrkirnir voru veittir sátu þeir Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sem utan­rík­is- og for­sæt­is­ráð­herrar fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn og mál­efni flótta­fólks frá Sýr­landi voru í brennid­epli á sviði alþjóða­mála.

Auglýsing

„Hug­­myndin er að gera heim­ild­­ar­­mynd um mót­­töku og aðlögun þess­­ara hópa hér á Íslandi og hvernig aðlögun geng­­ur,” sagði Jóhannes Þór Skúla­son um mynd­ina við Kjarn­ann í upp­hafi árs 2016, en hann var þá aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið sem gerir mynd­ina er í eigu Árna Gunn­ars­son­ar, en hann er fyrr­ver­andi for­maður flótta­manna­ráðs og var einnig aðstoð­ar­maður Páls Pét­urs­son­ar, sem var félags­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks í kringum alda­mót. Árni hefur einnig verið vara­þing­maður flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Skotta Film er með höf­uð­stöðvar á Sauð­ár­króki.

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð, nú þingmenn Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Kjarn­inn spurð­ist nýlega fyrir um stöðu verk­efn­is­ins og í sam­eig­in­legu svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn­inni segir að utan­rík­is­ráðu­neytið hafi fylgt verk­efn­inu eft­ir. Starfs­maður ráðu­neyt­is­ins hefur reglu­lega haft sam­band við Skotta Film til þess að „grennsl­ast fyrir um fram­gang verk­efn­is­ins“ og að ráðu­neytið hefði fengið upp­lýs­ingar um að verk­efnið væri „á loka­stig­i.“

Von­ast til að myndin verði sýnd í vetur

„Hún er til­búin nún­a,“ segir Árni við Kjarn­ann. „Það á eftir að lita­leið­rétta hana og afhenda hana RÚV,“ bætir hann við, en myndin er að sögn Árna nýlega komin úr klipp­ingu.

Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður

Hann segir vinnslu mynd­ar­innar hafa gengið þokka­lega. „Við ákváðum að taka okkur bara dálítið góðan tíma í þetta,“ segir Árn­i. 

Við gerð mynd­ar­innar var farið til Líbanon og hitt á hóp sýr­lenskra flótta­manna sem komu til Íslands á árinu 2016 sem kvótaflótta­menn, meðal ann­ars til Akur­eyr­ar. Hópnum var að sögn Árna fylgt eftir í þrjú ár og síðan hefur eft­ir­vinnsla heim­ilda­mynd­ar­innar tekið um það bil eitt ár. 

„Ég veit ekki hvenær hún verður sýnd, en ég vona að hún verði sýnd í vet­ur,“ segir Árni.

Styrk­veit­ing­arnar þóttu óvenju­legar

Myndin fékk sem áður segir sex millj­óna króna styrk frá æðstu stöðum í stjórn­kerf­inu, þrjár millj­ónir frá þró­un­ar­sam­vinnu­skrif­stofu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og þrjár millj­ónir af sam­eig­in­legu ráð­stöf­un­arfé rík­is­stjórn­ar­innar að til­lögu Sig­mundar Dav­íðs, sem var þá for­sæt­is­ráð­herra.

Styrk­veit­ing­arnar vöktu nokkra athygli og setti Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, þáver­andi for­seti Banda­lag íslenskra lista­manna, spurn­inga­merki við styrk­veit­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Rík­is­stjórn­inni er auð­vitað í sjálfs­vald sett hvernig hún fer með sína fjár­muni - það hefði hins vegar verið betra að setja þessa umsókn í fag­legan far­veg,“ sagði Kol­brún við RÚV og bætti við að hún teldi að heppi­legra hefði verið að senda umsókn­ina til umfjöll­unar hjá kvik­mynda­sjóði Kvik­mynda­mið­stöðvar Íslands.

Hrafn­hildur Gunn­ars­dótt­ir, sem þá var for­maður Félags kvik­mynda­gerð­ar­manna, sagði sömu­leiðis við RÚV að styrk­ur­inn væri óvenju­leg­ur, en það væri þó ánægju­efni ef hægt væri að leita til rík­is­stjórn­ar­innar eftir styrkjum til heim­ilda­mynda­gerðar og að styrk­ur­inn og upp­hæð hans sýndi að þetta væri greini­lega mik­il­vægt mál­efni fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið.

Myndin kom einnig til tals á stjórn­mála­svið­inu, en Björn Valur Gísla­son, þáver­andi vara­for­maður Vinstri grænna, sagði styrk­ina til marks um spill­ingu. Stundin tók Árna tali á sínum tíma og spurði hann út í þessa gagn­rýni og tengsl sín við Gunnar Braga Sveins­son, sem er einnig frá Sauð­ár­króki.

„Það að vísu vill þannig til að við eigum börn í sama bekk í skóla. En hér þekkja nátt­úru­lega allir alla. Ef þú ert að fiska eftir því hvort ég hafi fengið þennan styrk út á kunn­ings­skap við Gunnar Braga þá vona ég að svo hafi ekki ver­ið,“ sagði Árni við blaða­mann Stund­ar­inn­ar, en í við­tal­inu tók hann jafn­framt fram að ekki væri um að ræða neina „áróð­urs­mynd fyrir for­sæt­is­ráð­herra.“

Aðal­á­hersla mynd­ar­innar átti að verða á aðlögun sýr­lenskra flótta­manna að líf­inu á Akur­eyri. „Þetta eru múslima­fjöl­skyldur sem þurfa að aðlag­ast kristnu sam­fé­lagi. Það verður virki­lega fróð­legt að sjá hvernig það geng­ur,“ sagði Árni við Stund­ina.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent