Heimildarmynd um flóttamenn sem hlaut styrki frá ráðuneyti og ríkisstjórn sögð tilbúin

Heimildarmynd um móttöku og aðlögun sýrlenskra flóttamanna á Íslandi er sögð tilbúin. Gerð hennar hófst árið 2016 og átti að taka um eitt ár. Myndin fékk sex milljóna króna styrki frá æðstu stöðum í stjórnkerfinu, sem vakti athygli á sínum tíma.

Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Auglýsing

Heim­ild­ar­mynd fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skotta Film um mót­töku hóps sýr­lenska flótta­manna er á loka­stigi og verður afhent Rík­is­út­varp­inu á næst­unni og von­andi tekin til sýn­inga í vet­ur. Þetta segir Árni Gunn­ars­son, fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Beinir styrkir til gerðar mynd­ar­innar feng­ust frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og frá rík­is­stjórn­inni, að til­lögu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, í kringum ára­mótin 2015 og 2016, alls sex millj­ónir króna. Myndin átti að taka um það bil eitt ár í vinnslu, sam­kvæmt styrk­um­sókn­inni, sem RÚV fjall­aði um á sínum tíma. Einnig stóð til að nýta efnið sem til félli til gerðar kennslu­efnis um mál­efni flótta­manna fyrir grunn­skóla. 

Þegar styrkirnir voru veittir sátu þeir Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sem utan­rík­is- og for­sæt­is­ráð­herrar fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn og mál­efni flótta­fólks frá Sýr­landi voru í brennid­epli á sviði alþjóða­mála.

Auglýsing

„Hug­­myndin er að gera heim­ild­­ar­­mynd um mót­­töku og aðlögun þess­­ara hópa hér á Íslandi og hvernig aðlögun geng­­ur,” sagði Jóhannes Þór Skúla­son um mynd­ina við Kjarn­ann í upp­hafi árs 2016, en hann var þá aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið sem gerir mynd­ina er í eigu Árna Gunn­ars­son­ar, en hann er fyrr­ver­andi for­maður flótta­manna­ráðs og var einnig aðstoð­ar­maður Páls Pét­urs­son­ar, sem var félags­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks í kringum alda­mót. Árni hefur einnig verið vara­þing­maður flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Skotta Film er með höf­uð­stöðvar á Sauð­ár­króki.

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð, nú þingmenn Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Kjarn­inn spurð­ist nýlega fyrir um stöðu verk­efn­is­ins og í sam­eig­in­legu svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn­inni segir að utan­rík­is­ráðu­neytið hafi fylgt verk­efn­inu eft­ir. Starfs­maður ráðu­neyt­is­ins hefur reglu­lega haft sam­band við Skotta Film til þess að „grennsl­ast fyrir um fram­gang verk­efn­is­ins“ og að ráðu­neytið hefði fengið upp­lýs­ingar um að verk­efnið væri „á loka­stig­i.“

Von­ast til að myndin verði sýnd í vetur

„Hún er til­búin nún­a,“ segir Árni við Kjarn­ann. „Það á eftir að lita­leið­rétta hana og afhenda hana RÚV,“ bætir hann við, en myndin er að sögn Árna nýlega komin úr klipp­ingu.

Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður

Hann segir vinnslu mynd­ar­innar hafa gengið þokka­lega. „Við ákváðum að taka okkur bara dálítið góðan tíma í þetta,“ segir Árn­i. 

Við gerð mynd­ar­innar var farið til Líbanon og hitt á hóp sýr­lenskra flótta­manna sem komu til Íslands á árinu 2016 sem kvótaflótta­menn, meðal ann­ars til Akur­eyr­ar. Hópnum var að sögn Árna fylgt eftir í þrjú ár og síðan hefur eft­ir­vinnsla heim­ilda­mynd­ar­innar tekið um það bil eitt ár. 

„Ég veit ekki hvenær hún verður sýnd, en ég vona að hún verði sýnd í vet­ur,“ segir Árni.

Styrk­veit­ing­arnar þóttu óvenju­legar

Myndin fékk sem áður segir sex millj­óna króna styrk frá æðstu stöðum í stjórn­kerf­inu, þrjár millj­ónir frá þró­un­ar­sam­vinnu­skrif­stofu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og þrjár millj­ónir af sam­eig­in­legu ráð­stöf­un­arfé rík­is­stjórn­ar­innar að til­lögu Sig­mundar Dav­íðs, sem var þá for­sæt­is­ráð­herra.

Styrk­veit­ing­arnar vöktu nokkra athygli og setti Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, þáver­andi for­seti Banda­lag íslenskra lista­manna, spurn­inga­merki við styrk­veit­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Rík­is­stjórn­inni er auð­vitað í sjálfs­vald sett hvernig hún fer með sína fjár­muni - það hefði hins vegar verið betra að setja þessa umsókn í fag­legan far­veg,“ sagði Kol­brún við RÚV og bætti við að hún teldi að heppi­legra hefði verið að senda umsókn­ina til umfjöll­unar hjá kvik­mynda­sjóði Kvik­mynda­mið­stöðvar Íslands.

Hrafn­hildur Gunn­ars­dótt­ir, sem þá var for­maður Félags kvik­mynda­gerð­ar­manna, sagði sömu­leiðis við RÚV að styrk­ur­inn væri óvenju­leg­ur, en það væri þó ánægju­efni ef hægt væri að leita til rík­is­stjórn­ar­innar eftir styrkjum til heim­ilda­mynda­gerðar og að styrk­ur­inn og upp­hæð hans sýndi að þetta væri greini­lega mik­il­vægt mál­efni fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið.

Myndin kom einnig til tals á stjórn­mála­svið­inu, en Björn Valur Gísla­son, þáver­andi vara­for­maður Vinstri grænna, sagði styrk­ina til marks um spill­ingu. Stundin tók Árna tali á sínum tíma og spurði hann út í þessa gagn­rýni og tengsl sín við Gunnar Braga Sveins­son, sem er einnig frá Sauð­ár­króki.

„Það að vísu vill þannig til að við eigum börn í sama bekk í skóla. En hér þekkja nátt­úru­lega allir alla. Ef þú ert að fiska eftir því hvort ég hafi fengið þennan styrk út á kunn­ings­skap við Gunnar Braga þá vona ég að svo hafi ekki ver­ið,“ sagði Árni við blaða­mann Stund­ar­inn­ar, en í við­tal­inu tók hann jafn­framt fram að ekki væri um að ræða neina „áróð­urs­mynd fyrir for­sæt­is­ráð­herra.“

Aðal­á­hersla mynd­ar­innar átti að verða á aðlögun sýr­lenskra flótta­manna að líf­inu á Akur­eyri. „Þetta eru múslima­fjöl­skyldur sem þurfa að aðlag­ast kristnu sam­fé­lagi. Það verður virki­lega fróð­legt að sjá hvernig það geng­ur,“ sagði Árni við Stund­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent