Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV

Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kvartar yfir myndbirtingu RÚV af því fyrrverandi og núverandi starfsfólki Samherja sem er með stöðu sakbornings í rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu örvæntingarfulla hefndaraðgerð „dulbúin sem frétt og gróf aðför að saklausu fólki.“ Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins Más til starfsfólks Samherja sem birt hefur verið á heimasíðu fyrirtækisins. 

RÚV greindi frá því í gær að sex einstaklingar væru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á starfsemi Samherja. Þeir eru, auk Þorsteins, Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Arna McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, og uppljóstrarinn Jóhannes Stef­áns­son, sem var um tíma framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu. 

Í mál­inu er grunur er að um mútu­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­ars til erlendra opin­berra starfs­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auðg­un­ar­brot. 

Segist ekki óttast rannsókn

Í bréfi sínu í til starfsfólks fjallar Þorsteinn Már ekki efnislega um þá rannsókn sem stendur yfir en segist ekki kvíða því máli sem sé til rannsóknar og gerir ekki tilraun til að hrekja efnisatriði fréttar RÚV um það hverjir séu með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. „Rannsókn er ekki dómur og það er óverjandi að ríkisfjölmiðillinn felli dóma yfir saklausu fólki með þeim hætti sem var reynt í gærkvöldi,“ skrifar Þorsteinn Már. 

Auglýsing
Þorsteinn Þár segir að hann telji að RÚV hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með umræddri frétt, og á þar við að ljósmyndir hafi verið birtar af því fólki sem sé með stöðu sakbornings í málinu. „Þessi vinnubrögð Ríkisútvarpsins eru með miklum ólíkindum enda birtir fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem eru grunaðir um gróf ofbeldisbrot fyrr en þeir hafa hlotið dóm, ef slík mál rata á annað borð í fréttir.

Öllum má vera ljóst að myndbirting af þessu tagi er mjög þungbær fyrir þá sem eiga í hlut og fjölskyldur þeirra. Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður. Menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um að eini tilgangur með þessari myndbirtingu, í annars afar innihaldsrýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um hnignun fréttastofu Ríkisútvarpsins.“

Miklar útistöður eftir opinberun

Samherji hefur átt í miklum útistöðum við RÚV eftir að þáttur Kveiks sem opin­ber­aði starf­semi Sam­herja í Namibíu fór í loftið í nóv­­em­ber á síð­­asta ári en umfjöll­unin var unnin í sam­­starfi Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wikileaks. Margra mán­aða rann­­sókn­­ar­vinna þeirra sýndi fram á meintar mút­u­greiðsl­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­­íu. Allt það fólk sem var til umfjöllunar í frétt RÚV í gær var nafngreint og var til umfjöllunar í Kveiksþættinum í nóvember.

Undanfarið hefur birtingarmynd þeirra átaka verið myndbönd sem Samherji hefur látið framleiða og ákvörðun fyrirtækisins að kæra ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar ríkisfjölmiðilsins fyrir framgöngu þeirra á samfélagsmiðlum. 

Sjö nýjustu fréttatilkynningar sem birtar hafa verið á heimasíðu Samherja fjalla um RÚV með einhverjum hætti.

Til rannsóknar víða

Í þætti Kveiks gekkst Jóhannes Stefánsson við því að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í Namib­­íu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­völd í Namibíu og aðstoð­aði nú við rann­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­a. 

Hér á landi eru bæði hér­­aðs­sak­­sókn­­ari og emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra með mál tengd starf­­semi Sam­herja í Namibíu til rann­­sókn­­ar. Málið hefur einnig til rann­sóknar í Nor­eg­i. 

Jóhannes var yfirheyrður af starfsmönnum héraðssaksóknara í nóvember í fyrra en auk hans hafa áðurnefndir fimm fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja verið kallaðir til yfirheyrslu, og þeim gerð grein fyrir réttarstöðu sinni. 

Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Tamson Hatuikulipi, tengda­sonur Esau, hafa ásamt fjórum öðrum setið í gæslu­varð­haldi frá því á síð­asta ári á meðan namibísk yfir­­völd rann­saka mál þeirra. Þeir eru grun­aðir um að hafa þegið mútur frá Sam­herja í skiptum fyrir kvóta. 

Í bréfi sem Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóra Sam­herja sem var ráð­inn til félags­ins eftir að málið kom upp, birti á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­frétta­vefnum Undercurrent News 24. ágúst síð­ast­lið­inn sagði meðal ann­ars að eng­inn vafi væri að „Sam­herja hefur mis­­­tek­ist að verja dótt­­ur­­fé­lög sín gegn brotum ein­stak­l­inga. Okkur þykir það mjög leitt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent