Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV

Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, kvartar yfir mynd­birt­ingu RÚV af því fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­fólki Sam­herja sem er með stöðu sak­born­ings í rann­sókn á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu örvænt­ing­ar­fulla hefnd­ar­að­gerð „dul­búin sem frétt og gróf aðför að sak­lausu fólki.“ Þetta kemur fram í bréfi Þor­steins Más til starfs­fólks Sam­herja sem birt hefur verið á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. 

RÚV greindi frá því í gær að sex ein­stak­lingar væru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á starf­semi Sam­herja. Þeir eru, auk Þor­steins, Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, og upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son, sem var um tíma fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu. 

Í mál­inu er grunur er að um mút­u­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­­ars til erlendra opin­berra starfs­­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auð­g­un­­ar­brot. 

Seg­ist ekki ótt­ast rann­sókn

Í bréfi sínu í til starfs­fólks fjallar Þor­steinn Már ekki efn­is­lega um þá rann­sókn sem stendur yfir en seg­ist ekki kvíða því máli sem sé til rann­sóknar og gerir ekki til­raun til að hrekja efn­is­at­riði fréttar RÚV um það hverjir séu með stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins. „Rann­sókn er ekki dómur og það er óverj­andi að rík­is­fjöl­mið­ill­inn felli dóma yfir sak­lausu fólki með þeim hætti sem var reynt í gær­kvöld­i,“ skrifar Þor­steinn Már. 

Auglýsing
Þorsteinn Þár segir að hann telji að RÚV hafi aldrei lagst jafn lágt í frétta­flutn­ingi og með umræddri frétt, og á þar við að ljós­myndir hafi verið birtar af því fólki sem sé með stöðu sak­born­ings í mál­inu. „Þessi vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins eru með miklum ólík­indum enda birtir frétta­stofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem eru grun­aðir um gróf ofbeld­is­brot fyrr en þeir hafa hlotið dóm, ef slík mál rata á annað borð í frétt­ir.

Öllum má vera ljóst að mynd­birt­ing af þessu tagi er mjög þung­bær fyrir þá sem eiga í hlut og fjöl­skyldur þeirra. Allir þeir starfs­menn, sem birtar voru myndir af í gær­kvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafn­greindir í fjöl­miðlum áður. Menn þurfa ekki að velkj­ast í neinum vafa um að eini til­gangur með þess­ari mynd­birt­ingu, í ann­ars afar inni­halds­rýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitn­is­burð­ur­inn um hnignun frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.“

Miklar úti­stöður eftir opin­berun

Sam­herji hefur átt í miklum úti­stöðum við RÚV eftir að þáttur Kveiks sem opin­ber­aði starf­­semi Sam­herja í Namibíu fór í loftið í nóv­­­em­ber á síð­­­asta ári en umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks. Margra mán­aða rann­­­sókn­­­ar­vinna þeirra sýndi fram á meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­­­íu. Allt það fólk sem var til umfjöll­unar í frétt RÚV í gær var nafn­greint og var til umfjöll­unar í Kveiks­þætt­inum í nóv­em­ber.

Und­an­farið hefur birt­ing­ar­mynd þeirra átaka verið mynd­bönd sem Sam­herji hefur látið fram­leiða og ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins að kæra ell­efu starfs­menn RÚV til siða­nefndar rík­is­fjöl­mið­ils­ins fyrir fram­göngu þeirra á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Sjö nýj­ustu frétta­til­kynn­ingar sem birtar hafa verið á heima­síðu Sam­herja fjalla um RÚV með ein­hverjum hætti.

Til rann­sóknar víða

Í þætti Kveiks gekkst Jóhannes Stef­áns­son við því að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í Namib­­­íu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­­völd í Namibíu og aðstoð­aði nú við rann­­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­­a. 

Hér á landi eru bæði hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari og emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra með mál tengd starf­­­semi Sam­herja í Namibíu til rann­­­sókn­­­ar. Málið hefur einnig til rann­­sóknar í Nor­eg­i. 

Jóhannes var yfir­heyrður af starfs­mönnum hér­aðs­sak­sókn­ara í nóv­em­ber í fyrra en auk hans hafa áður­nefndir fimm fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn Sam­herja verið kall­aðir til yfir­heyrslu, og þeim gerð grein fyrir rétt­ar­stöðu sinn­i. 

Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, og Tam­son Hatuikulipi, tengda­­sonur Esau, hafa ásamt fjórum öðrum setið í gæslu­varð­haldi frá því á síð­­asta ári á meðan namibísk yfir­­­völd rann­saka mál þeirra. Þeir eru grun­aðir um að hafa þegið mútur frá Sam­herja í skiptum fyrir kvóta. 

Í bréfi sem Björgólfur Jóhanns­­son, annar for­­stjóra Sam­herja sem var ráð­inn til félags­­ins eftir að málið kom upp, birti á sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­frétta­vefnum Und­erc­ur­rent News 24. ágúst síð­­ast­lið­inn sagði meðal ann­­ars að eng­inn vafi væri að „Sam­herja hefur mis­­­­­tek­ist að verja dótt­­­ur­­­fé­lög sín gegn brotum ein­stak­l­inga. Okkur þykir það mjög leitt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent