Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september.
Tilnefnd til verðlaunanna eru meðal annars Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður Kjarnans, fyrir fréttaskýringar um virkjunarmál.
Í rökstuðningi dómnefndar fyrir tilnefningu Sunnu Óskar segir að hún hafi á umliðnum árum ráðist í vandaðar og upplýsandi umfjallanir um virkjanamál á Íslandi.
Hægt er að lesa fréttaskýringar Sunnu með því að smella á þær hér, hér og hér.
Aðrir sem eru tilnefndir til verðlaunanna eru Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á fréttastofu RÚV, fyrir umfjöllun um náttúru Íslands, Arnhildur Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían og Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Sölvi Bjartur Ingólfsson fyrir heimildamyndina Mengun með miðlum.
Dómnefnd skipa þau Margrét Marteinsdóttir formaður, Kjartan Hreinn Njálsson og Sveinn H. Guðmarsson.